Miðasölu EM lýkur klukkan 11.00 | Kvótinn ekki fullur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2016 09:30 Vísir/Getty Miðasölunni fyrir stuðningsmenn á leiki sinna liða á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar lýkur klukkan 11.00 í dag. Ísland keppir á EM í fyrsta skipti og stuðningsmenn íslenska liðsins, hvort sem er fólk sem er búsett hér á landi eða Íslendingar sem búa í öðrum löndum, hafa rétt á ákveðnum fjölda miða. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ sem bárust Vísi nú í morgun hafa Íslendingar sótt um 20 þúsund miða alls, mögulegum leikjum Íslands í útsláttarkeppninni meðtöldum.Sjá einnig: Auktu líkurnar á að fá miða á EM [ksi.is] Fæstir miðar eru í boði fyrir stuðningsmenn Íslands á leikinn gegn Portúgal í St. Etienne. Sótt hefur verið um tæplega sex þúsund miða á leikinn en Ísland á rétt á um sjö þúsund miðum.Uppfært: KSÍ bendir á að UEFA áskilur sér rétt á að taka frá miða vegna öryggisráðstafanna og af öðrum ástæðum. Það eru ekki til endanlegar tölur um hversu marga miða Ísland á rétt á en áætla að það séu tæplega sjö þúsund miðar á leikinn gegn Portúgal. Miðar eru í mismunandi verðflokkum og er mesta eftirspurnin eftir miðum í verðflokki 4. Ef miðar seljast upp í þann verðflokk gæti umsóknum um slíka miða verið hafnað, þrátt fyrir að lausir miðar séu í öðrum verðflokkum. KSÍ mælir því með því að sækja um miða í fleiri verðflokkum með þeim fyrirvara að viðkomandi gæti þá endað með að kaupa dýrari miða en upphaflega var ætlað. Alls hafa 4500 manns sótt um miða á síðu Íslands fyrir EM í gegnum heimasíðu UEFA, þar af rúmlega 1600 manns núna um helgina. Það skal þó tekið fram að þetta eru ekki endanlegar tölur um fjölda stuðningsmanna Íslands á EM.Sjá einnig: Ísland vær 34 þúsund miða á EM „Óseldir“ miðar af íslensku úthlutuninni verða boðnir stuðningsmönnum hins liðsins í hverju tilfelli fyrir sig. Allar upplýsingar um miðasöluna má finna á vef UEFA sem og KSÍ. Þess má geta að það stefnir í allir sem sækja um miða á leiki Íslands verði að ósk sinni. Allar umsóknir um miða sem eru samþykktar eru skuldbindandi.Leikir Íslands:Þriðjudagur 14. júní kl. 19.00: Portúgal - Ísland Leikvöllur: Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Etienne Tekur: 42.000 áhorfendur Ísland fær: 7 þúsund miða Staða í morgun: Sótt um tæplega 6.000 miðaLaugardagur 18. júní kl. 16.00: Ísland - Ungverjaland Leikvöllur: Stade Vélodrome, Marseille Tekur: 67.394 áhorfendur Ísland fær: 12 þúsund miða Staða í morgun: Sótt um rúmlega 6.000 miðaMiðvikudagur 22. júní kl. 16.00: Ísland - Austurríki Leikvöllur: Stade de France, Saint-Denis Tekur: 81.338 áhorfendur Ísland fær: 15 þúsund miða Staða í morgun: Sótt um tæplega 5.500 miða EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Miðasölunni fyrir stuðningsmenn á leiki sinna liða á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar lýkur klukkan 11.00 í dag. Ísland keppir á EM í fyrsta skipti og stuðningsmenn íslenska liðsins, hvort sem er fólk sem er búsett hér á landi eða Íslendingar sem búa í öðrum löndum, hafa rétt á ákveðnum fjölda miða. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ sem bárust Vísi nú í morgun hafa Íslendingar sótt um 20 þúsund miða alls, mögulegum leikjum Íslands í útsláttarkeppninni meðtöldum.Sjá einnig: Auktu líkurnar á að fá miða á EM [ksi.is] Fæstir miðar eru í boði fyrir stuðningsmenn Íslands á leikinn gegn Portúgal í St. Etienne. Sótt hefur verið um tæplega sex þúsund miða á leikinn en Ísland á rétt á um sjö þúsund miðum.Uppfært: KSÍ bendir á að UEFA áskilur sér rétt á að taka frá miða vegna öryggisráðstafanna og af öðrum ástæðum. Það eru ekki til endanlegar tölur um hversu marga miða Ísland á rétt á en áætla að það séu tæplega sjö þúsund miðar á leikinn gegn Portúgal. Miðar eru í mismunandi verðflokkum og er mesta eftirspurnin eftir miðum í verðflokki 4. Ef miðar seljast upp í þann verðflokk gæti umsóknum um slíka miða verið hafnað, þrátt fyrir að lausir miðar séu í öðrum verðflokkum. KSÍ mælir því með því að sækja um miða í fleiri verðflokkum með þeim fyrirvara að viðkomandi gæti þá endað með að kaupa dýrari miða en upphaflega var ætlað. Alls hafa 4500 manns sótt um miða á síðu Íslands fyrir EM í gegnum heimasíðu UEFA, þar af rúmlega 1600 manns núna um helgina. Það skal þó tekið fram að þetta eru ekki endanlegar tölur um fjölda stuðningsmanna Íslands á EM.Sjá einnig: Ísland vær 34 þúsund miða á EM „Óseldir“ miðar af íslensku úthlutuninni verða boðnir stuðningsmönnum hins liðsins í hverju tilfelli fyrir sig. Allar upplýsingar um miðasöluna má finna á vef UEFA sem og KSÍ. Þess má geta að það stefnir í allir sem sækja um miða á leiki Íslands verði að ósk sinni. Allar umsóknir um miða sem eru samþykktar eru skuldbindandi.Leikir Íslands:Þriðjudagur 14. júní kl. 19.00: Portúgal - Ísland Leikvöllur: Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Etienne Tekur: 42.000 áhorfendur Ísland fær: 7 þúsund miða Staða í morgun: Sótt um tæplega 6.000 miðaLaugardagur 18. júní kl. 16.00: Ísland - Ungverjaland Leikvöllur: Stade Vélodrome, Marseille Tekur: 67.394 áhorfendur Ísland fær: 12 þúsund miða Staða í morgun: Sótt um rúmlega 6.000 miðaMiðvikudagur 22. júní kl. 16.00: Ísland - Austurríki Leikvöllur: Stade de France, Saint-Denis Tekur: 81.338 áhorfendur Ísland fær: 15 þúsund miða Staða í morgun: Sótt um tæplega 5.500 miða
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó