Lars og Heimir í hópi bestu þjálfara ársins hjá World Soccer Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2016 11:00 Lars Lagerbäck, Heimir Hallgrímsson og strákarnir fagna hér sæti á EM 2016. Vísir/Vilhelm Hið virta knattspyrnutímarit World Soccer er búið að gera upp árið með árlegum útnefningum sínum og að þessu sinni á Ísland fulltrúa af tveimur listum af þremur. Íslensku landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru meðal bestu þjálfara ársins en afrek þeirra að koma 330 þúsund manna þjóð í úrslitakeppni EM 2016 hefur ekki farið framhjá þeim á World Soccer. Barcelona vinnur samt alla flokka, Lionel Messi er leikmaður ársins 2015, Luis Enrique var besti þjálfarinn 2015 og Barcelona lið ársins 2015. Lars og Heimir eru í fimmta sæti listans en tveir félagsþjálfarar (Luis Enrique og Pep Guardiola) og tveir landsliðsþjálfarar (þjálfarar Síle og Norður-Írlands) eru á undan þeim. Íslenska landsliðið tryggði sér sæti á EM í Frakklandi í haust og var komið með farseðillinn þegar tveir leikir voru enn eftir í undankeppninni. Liðið fór næstum því alla leið með því að vinna Hollendinga í Amsterdam en gulltryggði sæti með markalausu jafntefli við Kasakstan nokkrum dögum síðar. Lars og Heimir fengu alls þrjú stig, einu minna en Michael O’Neill, landsliðsþjálfari Norður-Íra en einu meira en þeir Max Allegri hjá Juventus og Diego Simeone hjá Atletico Madrid. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er einnig meðal liða ársins en íslenska liðið hafnaði í fjórða sæti í kosningu World Soccer og eina landsliðið sem var ofar eru Suður-Ameríkumeistarar Síle.Besti þjálfari ársins 2015 að mati World Soccer 1. Luis Enrique, Barcelona 49 atkvæði 2. Jorge Sampaoli, Síle 15 3. Pep Guardiola, Bayern München 10 4. Michael O’Neill, Norður-Írland 45. Lars Lagerbäck/Heimir Hallgrímsson, Ísland 3 6. Max Allegri, Juventus 2 6. Diego Simeone, Atletico Madrid 2 8. Carlo Ancelotti, Real Madrid 1 8. Pal Dardai, Ungverjaland 1 8. Gianni Di Biaisi, Albanía 1 8. Eusebio Di Francesco, Sassuolo 1 8. Eddie Howe, Bournemouth 1 8. Jorge Jesus, Benfica/Sporting Lissabon 1 8. Joachim Löw, Þýskaland 1 8. Jose Mourinho, Chelsea 1 8. Luis Felipe Scolari, Guangzhou Evergrande 1 8. Uli Stielike, Suður-Kórea 1 8. Unai Emery, Sevilla 1 8. Hein Vanhaezebrouck, Gent 1Lið ársins 2015 að mati World Soccer 1. Barcelona 82 atkvæði 2. Síle 9 3. Bayern München 34. Ísland 2 5. Þýskaland 1 5. Tyrkland 1Besti leikmaður ársins 2015 að mati World Soccer (topp 20, sjá allan listann): 1. Lionel Messi, Barcelona & Argentína 927 atkvæði 2. Cristiano Ronaldo, Real Madrid & Portúgal 702 3. Neymar, Barcelona & Brasilía 675 4. Luis Suarez, Barcelona & Úrúgvæ 582 5. Robert Lewandowski, Bayern München & Pólland 450 6. Thomas Muller, Bayern München & Þýskaland 240 7. Andres Iniesta, Barcelona & Spánn 222 8. Zlatan Ibrahimovic, Paris Saint-Germain & Svíþjóð 196 9. Paul Pogba, Juventus & Frakkland 137 10. Manuel Neuer, Bayern München & Þýskaland 131 11. Alexis Sanchez, Arsenal & Síle 123 12. Eden Hazard, Chelsea & Belgía 102 13. Sergio Aguero, Manchester City & Argentína 98 14. Kevin De Bruyne, Wolfsburg/Manchester City & Belgía 78 15. Arturo Vidal, Juventus/Bayern München & Síle 73 16. Gianluigi Buffon, Juventus & Ítalía 72 17. Carlos Tevez, Juventus/Boca Juniors & Argentína 43 18. Yaya Toure, Manchester City & Fílabeinsströndin 39 19. Gareth Bale, Real Madrid & Wales 36 19. Ivan Rakitic, Barcelona & Króatía 36 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins | Heimir þjálfari ársins A-landslið karla í fótbolta var í kvöld valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en niðurstöður kosninga þeirra voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 30. desember 2015 21:20 Íslensku strákarnir mæta Grikkjum á heimavelli Alfreðs í mars Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun spila vináttulandsleik við Grikkland 29. mars næstkomandi og mun leikurinn fara fram á heimavelli landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar. 30. desember 2015 14:08 Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Eins og fram kom á Vísi í kvöld var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttamanna en niðurstöður kosningarinnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 30. desember 2015 22:02 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Hið virta knattspyrnutímarit World Soccer er búið að gera upp árið með árlegum útnefningum sínum og að þessu sinni á Ísland fulltrúa af tveimur listum af þremur. Íslensku landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru meðal bestu þjálfara ársins en afrek þeirra að koma 330 þúsund manna þjóð í úrslitakeppni EM 2016 hefur ekki farið framhjá þeim á World Soccer. Barcelona vinnur samt alla flokka, Lionel Messi er leikmaður ársins 2015, Luis Enrique var besti þjálfarinn 2015 og Barcelona lið ársins 2015. Lars og Heimir eru í fimmta sæti listans en tveir félagsþjálfarar (Luis Enrique og Pep Guardiola) og tveir landsliðsþjálfarar (þjálfarar Síle og Norður-Írlands) eru á undan þeim. Íslenska landsliðið tryggði sér sæti á EM í Frakklandi í haust og var komið með farseðillinn þegar tveir leikir voru enn eftir í undankeppninni. Liðið fór næstum því alla leið með því að vinna Hollendinga í Amsterdam en gulltryggði sæti með markalausu jafntefli við Kasakstan nokkrum dögum síðar. Lars og Heimir fengu alls þrjú stig, einu minna en Michael O’Neill, landsliðsþjálfari Norður-Íra en einu meira en þeir Max Allegri hjá Juventus og Diego Simeone hjá Atletico Madrid. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er einnig meðal liða ársins en íslenska liðið hafnaði í fjórða sæti í kosningu World Soccer og eina landsliðið sem var ofar eru Suður-Ameríkumeistarar Síle.Besti þjálfari ársins 2015 að mati World Soccer 1. Luis Enrique, Barcelona 49 atkvæði 2. Jorge Sampaoli, Síle 15 3. Pep Guardiola, Bayern München 10 4. Michael O’Neill, Norður-Írland 45. Lars Lagerbäck/Heimir Hallgrímsson, Ísland 3 6. Max Allegri, Juventus 2 6. Diego Simeone, Atletico Madrid 2 8. Carlo Ancelotti, Real Madrid 1 8. Pal Dardai, Ungverjaland 1 8. Gianni Di Biaisi, Albanía 1 8. Eusebio Di Francesco, Sassuolo 1 8. Eddie Howe, Bournemouth 1 8. Jorge Jesus, Benfica/Sporting Lissabon 1 8. Joachim Löw, Þýskaland 1 8. Jose Mourinho, Chelsea 1 8. Luis Felipe Scolari, Guangzhou Evergrande 1 8. Uli Stielike, Suður-Kórea 1 8. Unai Emery, Sevilla 1 8. Hein Vanhaezebrouck, Gent 1Lið ársins 2015 að mati World Soccer 1. Barcelona 82 atkvæði 2. Síle 9 3. Bayern München 34. Ísland 2 5. Þýskaland 1 5. Tyrkland 1Besti leikmaður ársins 2015 að mati World Soccer (topp 20, sjá allan listann): 1. Lionel Messi, Barcelona & Argentína 927 atkvæði 2. Cristiano Ronaldo, Real Madrid & Portúgal 702 3. Neymar, Barcelona & Brasilía 675 4. Luis Suarez, Barcelona & Úrúgvæ 582 5. Robert Lewandowski, Bayern München & Pólland 450 6. Thomas Muller, Bayern München & Þýskaland 240 7. Andres Iniesta, Barcelona & Spánn 222 8. Zlatan Ibrahimovic, Paris Saint-Germain & Svíþjóð 196 9. Paul Pogba, Juventus & Frakkland 137 10. Manuel Neuer, Bayern München & Þýskaland 131 11. Alexis Sanchez, Arsenal & Síle 123 12. Eden Hazard, Chelsea & Belgía 102 13. Sergio Aguero, Manchester City & Argentína 98 14. Kevin De Bruyne, Wolfsburg/Manchester City & Belgía 78 15. Arturo Vidal, Juventus/Bayern München & Síle 73 16. Gianluigi Buffon, Juventus & Ítalía 72 17. Carlos Tevez, Juventus/Boca Juniors & Argentína 43 18. Yaya Toure, Manchester City & Fílabeinsströndin 39 19. Gareth Bale, Real Madrid & Wales 36 19. Ivan Rakitic, Barcelona & Króatía 36
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins | Heimir þjálfari ársins A-landslið karla í fótbolta var í kvöld valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en niðurstöður kosninga þeirra voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 30. desember 2015 21:20 Íslensku strákarnir mæta Grikkjum á heimavelli Alfreðs í mars Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun spila vináttulandsleik við Grikkland 29. mars næstkomandi og mun leikurinn fara fram á heimavelli landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar. 30. desember 2015 14:08 Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Eins og fram kom á Vísi í kvöld var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttamanna en niðurstöður kosningarinnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 30. desember 2015 22:02 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Karlalandsliðið í fótbolta lið ársins | Heimir þjálfari ársins A-landslið karla í fótbolta var í kvöld valið lið ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en niðurstöður kosninga þeirra voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 30. desember 2015 21:20
Íslensku strákarnir mæta Grikkjum á heimavelli Alfreðs í mars Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun spila vináttulandsleik við Grikkland 29. mars næstkomandi og mun leikurinn fara fram á heimavelli landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar. 30. desember 2015 14:08
Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Eins og fram kom á Vísi í kvöld var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttamanna en niðurstöður kosningarinnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 30. desember 2015 22:02