Gallalaus Spieth leiðir með fjórum höggum á Hawaii 9. janúar 2016 12:30 Það var stuð hjá Spieth á öðrum hring í nótt. Getty Jordan Spieth hefur leikið hreint út sagt ótrúlegt golf á móti meistarana sem fram fer á Hawaii en eftir tvo hringi á Plantation vellinum er hann á 16 höggum undir pari. Spieth lék hring númer tvö í gær á 64 höggum eða níu undir pari og á fjögur högg á næstu menn sem eru Kevin Kisner, Fabian Gomez og Patrick Reed sem á titil að verja. Skor keppenda hefur verið mjög gott hingað til og eru allir nema þrír neðstu undir pari en á móti meistarana fá aðeins kylfingar þátttökurétt sem sigruðu í móti á PGA-mótaröðinni á síðasta ári. Spieth, sem hefur enn ekki fengið skolla í mótinu hingað til, sigraði á fimm mótum í fyrra og er í efsta sæti heimslistans í golfi en hann er greinilega staðráðin í að halda áfram að drottna yfir golfheiminum á nýju ári. Það verður spennandi að sjá hvort að einhver á séns í hann um helgina en mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jordan Spieth hefur leikið hreint út sagt ótrúlegt golf á móti meistarana sem fram fer á Hawaii en eftir tvo hringi á Plantation vellinum er hann á 16 höggum undir pari. Spieth lék hring númer tvö í gær á 64 höggum eða níu undir pari og á fjögur högg á næstu menn sem eru Kevin Kisner, Fabian Gomez og Patrick Reed sem á titil að verja. Skor keppenda hefur verið mjög gott hingað til og eru allir nema þrír neðstu undir pari en á móti meistarana fá aðeins kylfingar þátttökurétt sem sigruðu í móti á PGA-mótaröðinni á síðasta ári. Spieth, sem hefur enn ekki fengið skolla í mótinu hingað til, sigraði á fimm mótum í fyrra og er í efsta sæti heimslistans í golfi en hann er greinilega staðráðin í að halda áfram að drottna yfir golfheiminum á nýju ári. Það verður spennandi að sjá hvort að einhver á séns í hann um helgina en mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira