Ólafía Þórunn: Fæ samviskubit ef ég er ekki að æfa mig Anton Ingi Leifsson skrifar 9. janúar 2016 22:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem Hjörtur Hjartarson ræddi við hana um atvinnumennskuna og fleira. Ólafía segist tapsár og er spennt fyrir komandi árum í atvinnumennskunni. „Þeir drógu mig út á völl. Fyrst fannst mér ekkert sérstaklega gaman í golfi þar sem þeir voru miklu betri en ég. Ég var bara: á hvaða holu erum við? Hvað eru margar holur eftir?" sagði Ólafía og hló þegar hún var aðspurð út í fyrstu kynni sín af golfi. Bræður hennar og faðir drógu hana út á völl. Ólafía er annar kvenkyns atvinnukylfingurinn sem kemur frá Íslandi, en áður hafði Ólöf María Jónsdóttir reynt fyrir sér. Þetta krefst mikillar vinnu segir Ólafía. „Ég fæ rosalegt samviskubit ef ég er ekki að æfa mig. Það gerðist ekki áður. Þegar maður er kominn með stimpilinn að þetta sé atvinna þín þá ertu bara: Ég verð að fara." Ólafía bjó til mynd fyrir sig til að halda sér á tánum, en ákvað síðar að byrja að selja myndina í styrktarskyni. Það reyndist vel. „Ég byrjaði að gera þetta fyrir sjálfan mig, en svo ákvað ég að prufa að selja þetta og leyfa almenningi að styrkja mig. Salan hefur gengið vonum framar." Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari Íslands í golfi, er mjög hrifin af Ólafíu sem kylfingi og sparar ekki hrósið. „Hún er mjög góður íþróttamaður. Hún er sterk, hávaxin og hefur mjög góða tækni. Hún slær langt og slær vel og það eru fáir veikleikar í hennar leik," sagði landsliðsþjálfarinn, en hversu langt getur hún náð? „Það er mjög erfitt að segja. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig samkeppnin er þarna, en miðað við árangurinn hjá henni á síðasta ári þá var hún að spila nokkrum sinnum meðal tíu og fimmtán efstu í mótaröðinni," sagði Úlfar. Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan þar sem Hjörtur og Ólafía fara meðal annars í keppni. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn á leið á Evrópumótaröðina Spilaði frábærlega í dag og var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. 22. desember 2015 13:44 Ólafía önnur íslenska konan á Evrópumótaröðinni Hafnaði í 25.-27. sæti í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. 22. desember 2015 15:29 Magnað að sjá hvernig Ólafía stóðst álagið Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð í gær önnur íslenska konan til að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í golfi. Keppir um allan heim á næsta ári en þarf sjálf að borga brúsann. 23. desember 2015 06:00 Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Eins og fram kom á Vísi í kvöld var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttamanna en niðurstöður kosningarinnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 30. desember 2015 22:02 Ólafía Þórunn: Aðalmarkmiðið að halda keppnisréttinum Hefur leik á Evrópumótaröðinni í febrúar. Segir markmiðið fyrir fyrsta tímabilið að læra sem mest og halda keppnisréttinum. Langtímamarkmiðin liggja í Bandaríkjunum. 7. janúar 2016 16:30 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem Hjörtur Hjartarson ræddi við hana um atvinnumennskuna og fleira. Ólafía segist tapsár og er spennt fyrir komandi árum í atvinnumennskunni. „Þeir drógu mig út á völl. Fyrst fannst mér ekkert sérstaklega gaman í golfi þar sem þeir voru miklu betri en ég. Ég var bara: á hvaða holu erum við? Hvað eru margar holur eftir?" sagði Ólafía og hló þegar hún var aðspurð út í fyrstu kynni sín af golfi. Bræður hennar og faðir drógu hana út á völl. Ólafía er annar kvenkyns atvinnukylfingurinn sem kemur frá Íslandi, en áður hafði Ólöf María Jónsdóttir reynt fyrir sér. Þetta krefst mikillar vinnu segir Ólafía. „Ég fæ rosalegt samviskubit ef ég er ekki að æfa mig. Það gerðist ekki áður. Þegar maður er kominn með stimpilinn að þetta sé atvinna þín þá ertu bara: Ég verð að fara." Ólafía bjó til mynd fyrir sig til að halda sér á tánum, en ákvað síðar að byrja að selja myndina í styrktarskyni. Það reyndist vel. „Ég byrjaði að gera þetta fyrir sjálfan mig, en svo ákvað ég að prufa að selja þetta og leyfa almenningi að styrkja mig. Salan hefur gengið vonum framar." Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari Íslands í golfi, er mjög hrifin af Ólafíu sem kylfingi og sparar ekki hrósið. „Hún er mjög góður íþróttamaður. Hún er sterk, hávaxin og hefur mjög góða tækni. Hún slær langt og slær vel og það eru fáir veikleikar í hennar leik," sagði landsliðsþjálfarinn, en hversu langt getur hún náð? „Það er mjög erfitt að segja. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig samkeppnin er þarna, en miðað við árangurinn hjá henni á síðasta ári þá var hún að spila nokkrum sinnum meðal tíu og fimmtán efstu í mótaröðinni," sagði Úlfar. Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan þar sem Hjörtur og Ólafía fara meðal annars í keppni.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn á leið á Evrópumótaröðina Spilaði frábærlega í dag og var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. 22. desember 2015 13:44 Ólafía önnur íslenska konan á Evrópumótaröðinni Hafnaði í 25.-27. sæti í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. 22. desember 2015 15:29 Magnað að sjá hvernig Ólafía stóðst álagið Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð í gær önnur íslenska konan til að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í golfi. Keppir um allan heim á næsta ári en þarf sjálf að borga brúsann. 23. desember 2015 06:00 Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Eins og fram kom á Vísi í kvöld var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttamanna en niðurstöður kosningarinnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 30. desember 2015 22:02 Ólafía Þórunn: Aðalmarkmiðið að halda keppnisréttinum Hefur leik á Evrópumótaröðinni í febrúar. Segir markmiðið fyrir fyrsta tímabilið að læra sem mest og halda keppnisréttinum. Langtímamarkmiðin liggja í Bandaríkjunum. 7. janúar 2016 16:30 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn á leið á Evrópumótaröðina Spilaði frábærlega í dag og var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. 22. desember 2015 13:44
Ólafía önnur íslenska konan á Evrópumótaröðinni Hafnaði í 25.-27. sæti í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. 22. desember 2015 15:29
Magnað að sjá hvernig Ólafía stóðst álagið Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð í gær önnur íslenska konan til að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í golfi. Keppir um allan heim á næsta ári en þarf sjálf að borga brúsann. 23. desember 2015 06:00
Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Eins og fram kom á Vísi í kvöld var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttamanna en niðurstöður kosningarinnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 30. desember 2015 22:02
Ólafía Þórunn: Aðalmarkmiðið að halda keppnisréttinum Hefur leik á Evrópumótaröðinni í febrúar. Segir markmiðið fyrir fyrsta tímabilið að læra sem mest og halda keppnisréttinum. Langtímamarkmiðin liggja í Bandaríkjunum. 7. janúar 2016 16:30