Fá ekki peninga til fræðslu um mansal Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 07:00 Umfangsmikil rannsókn á mansali hefur staðið yfir að undanförnu vegna fiskvinnslufyrirtækis sem er starfandi í Bolungarvík. Upphaflega var málið rannsakað sem fjárkúgun. vísir/pjetur Fræðslufundur um mansal á Vestfjörðum varð til þess að formaður verkalýðsfélags í Bolungarvík ákvað að kalla þyrfti til mansalsteymi að sunnan vegna máls sem hafði verið rannsakað sem fjárkúgun í heilt ár. „Við höfum lært heilmikið af þessu. Ég fór fyrst á námskeið um mansal á formannafundi á Ísafirði og þetta mál kom upp í kjölfarið,“ segir Lárus Benediktsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, um meint mansalsmál er varðar fiskvinnslu í Bolungarvík og lögreglan á Vestfjörðum rannsakar. Lárus fékk, í kjölfar fræðsluerindisins sem var haldið í september fyrir ári, erindi frá Pólverjum sem störfuðu í fiskvinnslu í Bolungarvík. Lögreglan hafði þá rannsakað meinta fjárkúgun verkstjóra í fiskvinnslunni á tuttugu Pólverjum sem þar störfuðu í nærri því eitt ár.Lárus BenediktssonLárus óskaði svo eftir því að kallað yrði til mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að aðstoða við rannsóknina. Hann segir alla þá sem hafa aðkomu að verkalýðsmálum og vinnueftirliti hafi lært af málinu og segir mansalsmál falin, en þau verði að koma upp á yfirborðið. „Því miður þá virðist þetta vera voðalega falið, þetta eru hlutir sem verða að koma upp á yfirborðið og ég hvet alla sem verða varir við eitthvað svona, að gera viðvart og gera eitthvað í þessum málum því það er kominn tími til. Það er of mikið af þessu í samfélaginu, ég er sannfærður um það og þetta á ekki að líðast.“ Lárus segist trúa því að aðkoma mansalsteymisins hafi komið að gagni. „Samkvæmt skýringum í bréfum þá fannst manni svona eins og að þarna væri eitthvað gruggugt á seyði.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnir fræðslu sem þessari í grasrótarstarfi. Fræðslunni fylgir engin fjárveiting. Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir slaka löggæslu þegar kemur að baráttunni gegn mansali í nýlegri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist í vetur munu leggja sitt af mörkum til að leita eftir fjármunum til framkvæmdar aðgerða sem miða að því að sporna gegn mansali. Enn bólar ekkert á því fé. Mansal í Vík Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Sjá meira
Fræðslufundur um mansal á Vestfjörðum varð til þess að formaður verkalýðsfélags í Bolungarvík ákvað að kalla þyrfti til mansalsteymi að sunnan vegna máls sem hafði verið rannsakað sem fjárkúgun í heilt ár. „Við höfum lært heilmikið af þessu. Ég fór fyrst á námskeið um mansal á formannafundi á Ísafirði og þetta mál kom upp í kjölfarið,“ segir Lárus Benediktsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, um meint mansalsmál er varðar fiskvinnslu í Bolungarvík og lögreglan á Vestfjörðum rannsakar. Lárus fékk, í kjölfar fræðsluerindisins sem var haldið í september fyrir ári, erindi frá Pólverjum sem störfuðu í fiskvinnslu í Bolungarvík. Lögreglan hafði þá rannsakað meinta fjárkúgun verkstjóra í fiskvinnslunni á tuttugu Pólverjum sem þar störfuðu í nærri því eitt ár.Lárus BenediktssonLárus óskaði svo eftir því að kallað yrði til mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að aðstoða við rannsóknina. Hann segir alla þá sem hafa aðkomu að verkalýðsmálum og vinnueftirliti hafi lært af málinu og segir mansalsmál falin, en þau verði að koma upp á yfirborðið. „Því miður þá virðist þetta vera voðalega falið, þetta eru hlutir sem verða að koma upp á yfirborðið og ég hvet alla sem verða varir við eitthvað svona, að gera viðvart og gera eitthvað í þessum málum því það er kominn tími til. Það er of mikið af þessu í samfélaginu, ég er sannfærður um það og þetta á ekki að líðast.“ Lárus segist trúa því að aðkoma mansalsteymisins hafi komið að gagni. „Samkvæmt skýringum í bréfum þá fannst manni svona eins og að þarna væri eitthvað gruggugt á seyði.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnir fræðslu sem þessari í grasrótarstarfi. Fræðslunni fylgir engin fjárveiting. Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir slaka löggæslu þegar kemur að baráttunni gegn mansali í nýlegri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist í vetur munu leggja sitt af mörkum til að leita eftir fjármunum til framkvæmdar aðgerða sem miða að því að sporna gegn mansali. Enn bólar ekkert á því fé.
Mansal í Vík Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Sjá meira