Íslendingar deila hatursáróðri á spjallborði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 Hér má sjá brot af þeim hatursáróðri sem má finna á síðunni Íslendingar skrifa ummæli undir nafninu Huldumaður á íslensku spjallborði, hýstu á bandarískri síðu, þar sem hatursáróðri er dreift. Skrifað er um hatur á útlendingum, múslimum, konum, hinsegin fólki, gyðingum, Pólverjum og blökkumönnum svo fátt eitt sé talið. Síðan er virk enn í dag og skiptust gestir meðal annars á skoðunum um HIV-smitaða hælisleitandann sem fjallað var um í Fréttablaðinu í júlí. Einn Huldumannanna á spjallborðinu velti til dæmis fyrir sér hugsunarhætti íslenskra kvenna. „Ég ætla að sofa hjá negra og ekkert slæmt mun gerast,“ skrifaði nafnleysinginn. Einnig virtist íslam spjallborðsgestum hugleikið. Mörg ummæli hvöttu til útrýmingar múslima og vildu margir hverjir láta banna trúna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Huldumennirnir svokölluðu deildu einnig fæðingarárum sínum í spjallþræði. Þar kom í ljós að meðalaldurinn er frekar ungur og eru þar margir undir átján ára aldri. Sá yngsti sem lét aldurs síns getið sagðist vera fæddur árið 1999. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu ekki hafa frétt af síðunni áður en Fréttablaðið benti á hana. „Við munum væntanlega kíkja á þetta og hvers eðlis þetta er,“ segir Friðrik.Friðrik Smári Björgvinsson„Ef það er hægt að rekja ummælin til einstaklinga og færa sönnur á að þetta sé frá þeim og þess eðlis að þau brjóti í bága við lög eru væntanlega einhver úrræði fyrir hendi,“ segir Friðrik. Hann segir enn fremur þurfa að skoða hvort hægt sé að loka síðunni en ekki er víst hvort það er lagalega framkvæmanlegt. „Það hafa komið upp dæmi um síður og dæmi um erlendar síður þar sem ekki er hægt að rekja ummæli til tiltekinna einstaklinga. Það er erfitt að eiga við þetta.“ Síðan er ekki fyrsta síðan þar sem Íslendingar dreifa hatursáróðri. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í apríl síðastliðnum að Bandaríkjamaðurinn Donald Pauly héldi úti kynþáttaníðssíðunni bardaga.org þar sem tveir ungir drengir, búsettir á Íslandi, eru níddir. Síðan er hýst í Bandaríkjunum. Auk þess greindi DV frá íslenskri hatursáróðurssíðu árið 2012. Hinsegin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Íslendingar skrifa ummæli undir nafninu Huldumaður á íslensku spjallborði, hýstu á bandarískri síðu, þar sem hatursáróðri er dreift. Skrifað er um hatur á útlendingum, múslimum, konum, hinsegin fólki, gyðingum, Pólverjum og blökkumönnum svo fátt eitt sé talið. Síðan er virk enn í dag og skiptust gestir meðal annars á skoðunum um HIV-smitaða hælisleitandann sem fjallað var um í Fréttablaðinu í júlí. Einn Huldumannanna á spjallborðinu velti til dæmis fyrir sér hugsunarhætti íslenskra kvenna. „Ég ætla að sofa hjá negra og ekkert slæmt mun gerast,“ skrifaði nafnleysinginn. Einnig virtist íslam spjallborðsgestum hugleikið. Mörg ummæli hvöttu til útrýmingar múslima og vildu margir hverjir láta banna trúna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Huldumennirnir svokölluðu deildu einnig fæðingarárum sínum í spjallþræði. Þar kom í ljós að meðalaldurinn er frekar ungur og eru þar margir undir átján ára aldri. Sá yngsti sem lét aldurs síns getið sagðist vera fæddur árið 1999. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu ekki hafa frétt af síðunni áður en Fréttablaðið benti á hana. „Við munum væntanlega kíkja á þetta og hvers eðlis þetta er,“ segir Friðrik.Friðrik Smári Björgvinsson„Ef það er hægt að rekja ummælin til einstaklinga og færa sönnur á að þetta sé frá þeim og þess eðlis að þau brjóti í bága við lög eru væntanlega einhver úrræði fyrir hendi,“ segir Friðrik. Hann segir enn fremur þurfa að skoða hvort hægt sé að loka síðunni en ekki er víst hvort það er lagalega framkvæmanlegt. „Það hafa komið upp dæmi um síður og dæmi um erlendar síður þar sem ekki er hægt að rekja ummæli til tiltekinna einstaklinga. Það er erfitt að eiga við þetta.“ Síðan er ekki fyrsta síðan þar sem Íslendingar dreifa hatursáróðri. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í apríl síðastliðnum að Bandaríkjamaðurinn Donald Pauly héldi úti kynþáttaníðssíðunni bardaga.org þar sem tveir ungir drengir, búsettir á Íslandi, eru níddir. Síðan er hýst í Bandaríkjunum. Auk þess greindi DV frá íslenskri hatursáróðurssíðu árið 2012.
Hinsegin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira