Fótbolti

Ísland aldrei í betri stöðu en nú

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson hefur spilað frábærlega með landsliðinu að undanförnu.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur spilað frábærlega með landsliðinu að undanförnu. vísir/anton
Það dregur til tíðinda í dag er dregið verður í undankeppni HM 2018. Úrslitakeppnin fer fram í Rússlandi en drátturinn fer fram í Konstantinovsky-höllinni í Sankti Pétursborg.

Ísland verður í fyrsta sinn í öðrum styrkleikaflokki fyrir undankeppni stórmóts en, þökk sé góðum árangri undanfarinna ára, staða Íslands á styrkleikalista FIFA hefur aldrei verið betri.

Til samanburðar má nefna að Ísland var í sjötta og neðsta styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM 2014 en komst engu að síður alla leið í umspil þar sem strákarnir okkar töpuðu fyrir Króatíu.

Athöfnin hefst klukkan 15.00 í dag að íslenskum tíma en fylgst verður með henni á Vísi.


Tengdar fréttir

Draumur og martröð strákanna okkar

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 23. sæti á nýjum heimslista FIFA og er því í öðrum styrkleikaflokki fyrir dráttinn til undankeppni HM 2018 í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×