Meira af kókaíni í ár en tvö síðustu ár Snærós Sindradóttir skrifar 9. júlí 2015 07:00 Þórarinn Tyrfingsson segir að fljótt fjari undan hjá fólki sem er fíkið í kókaín. vísir/Anton Brink Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haldlagt meira af kókaíni það sem af er ári en samanlagt árin 2013 og 2014. Þau ár var haldlagning kókaíns í algjöru lágmarki.Aldís Hilmarsdóttir„Eitt mál getur skekkt allt. En við erum að vinna mikið og það skýrir árangurinn,“ segir Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fíkniefnabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísar Aldís þar með til funds á kókaíni í gámi við Sundahöfn í júní síðastliðnum. Tölurnar sem Fréttablaðið miðar við eru frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Töluvert magn af kókaíni hefur þó verið haldlagt af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli. Tvær franskar stúlkur um tvítugt sitja nú í gæsluvarðhaldi á Akureyri fyrir að smygla inn fjögurhundruð grömmum af kókaíni og hollenskar mæðgur voru handteknar í byrjun apríl síðastliðnum. Þær höfðu um tuttugu kíló af fíkniefnum meðferðis, þar á meðal kókaín. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ er grammið af kókaíni nú á tæpar átján þúsund krónur. Fjögurhundruð grömm af efninu myndu því skila gróða upp á rúmar sjö milljónir króna. Þá eru ekki teknar með í reikninginn aðferðir til að drýgja efnið og þynna það út, sem myndi skila enn frekari hagnaði. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þar á bæ hafi enn ekki skilað sér til meðferðar aukinn fjöldi kókaínfíkla. „Það getur verið að menn séu farnir að hugsa sér til hreyfings og flytja meira inn. Lögreglan getur verið að haldleggja núna sem getur bent til þess að við eigum von á aukningu [til okkar] í framtíðinni,“ segir Þórarinn. Hann segir að í Evrópu blandist kókaínneysla mikið annarri vímuefnaneyslu en þó sé eitthvað um að fólk með meira á milli handanna ánetjist efninu þar sem það er mun dýrara en annað á markaðnum. „Við fengum svoleiðis fólk fyrir hrun en það er mun minna núna. Þessi mýta um að maður geti notað kókaín lengi og verið ríkur hún er dálítið þvæld. Yfirleitt þegar maður er orðinn fíkinn í kókaín er fljót að fara af manni vinnan og peningarnir og flest sem maður er að gera.“ Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haldlagt meira af kókaíni það sem af er ári en samanlagt árin 2013 og 2014. Þau ár var haldlagning kókaíns í algjöru lágmarki.Aldís Hilmarsdóttir„Eitt mál getur skekkt allt. En við erum að vinna mikið og það skýrir árangurinn,“ segir Aldís Hilmarsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá fíkniefnabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísar Aldís þar með til funds á kókaíni í gámi við Sundahöfn í júní síðastliðnum. Tölurnar sem Fréttablaðið miðar við eru frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Töluvert magn af kókaíni hefur þó verið haldlagt af tollvörðum á Keflavíkurflugvelli. Tvær franskar stúlkur um tvítugt sitja nú í gæsluvarðhaldi á Akureyri fyrir að smygla inn fjögurhundruð grömmum af kókaíni og hollenskar mæðgur voru handteknar í byrjun apríl síðastliðnum. Þær höfðu um tuttugu kíló af fíkniefnum meðferðis, þar á meðal kókaín. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ er grammið af kókaíni nú á tæpar átján þúsund krónur. Fjögurhundruð grömm af efninu myndu því skila gróða upp á rúmar sjö milljónir króna. Þá eru ekki teknar með í reikninginn aðferðir til að drýgja efnið og þynna það út, sem myndi skila enn frekari hagnaði. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þar á bæ hafi enn ekki skilað sér til meðferðar aukinn fjöldi kókaínfíkla. „Það getur verið að menn séu farnir að hugsa sér til hreyfings og flytja meira inn. Lögreglan getur verið að haldleggja núna sem getur bent til þess að við eigum von á aukningu [til okkar] í framtíðinni,“ segir Þórarinn. Hann segir að í Evrópu blandist kókaínneysla mikið annarri vímuefnaneyslu en þó sé eitthvað um að fólk með meira á milli handanna ánetjist efninu þar sem það er mun dýrara en annað á markaðnum. „Við fengum svoleiðis fólk fyrir hrun en það er mun minna núna. Þessi mýta um að maður geti notað kókaín lengi og verið ríkur hún er dálítið þvæld. Yfirleitt þegar maður er orðinn fíkinn í kókaín er fljót að fara af manni vinnan og peningarnir og flest sem maður er að gera.“
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira