Dauðans alvara Jón Gnarr skrifar 4. júlí 2015 07:00 Ég fer oft í viðtöl við erlenda fjölmiðla sem koma til Íslands. Í sumar hafa þetta verið frá einu upp í þrjú viðtöl á viku. Þegar ég er beðinn um að stinga upp á mínum uppáhaldsstað í Reykjavík þá nefni ég alltaf Hólavallakirkjugarð. Þangað fer ég nær daglega til að ganga um með hundinn minn og hlusta á hljóðbækur. Þar er ró og friður og mér finnst fáir staðir á Íslandi jafn íslenskir og Hólavallagarðurinn; undurfallegur strúktúreraður í óskipulagi sínu. Upp af leiðum vaxa tré og minna mann á að lífið er framrás og dauðinn aðeins einhvers konar umbreyting. Kirkjugarðar eru yfirleitt staðir sem ég heimsæki þegar ég er í borgum í útlöndum og hef tíma aflögu. Ég fer frekar í kirkjugarð heldur en á safn. Í sumar var ég í Prag og fór þá að sjálfsögðu í gamla gyðingakirkjugarðinn. Sem áhugamaður um kirkjugarða og Íslendingur vil ég nota tækifærið og segja hvað mér finnst kirkjugarðurinn í Gufunesi hræðilegur staður. Hann er svona „drive-through“ garður eins og úr einhverri amerískri martröð. Maður sér fólk keyra þar upp að leiðum og henda blómum út um bílgluggann. Stundum sér maður jafnvel hjólför yfir leiði. Ég fór með yngsta son minn að leiði mömmu og pabba fyrir nokkrum árum. Einhver kall hafði lagt bílnum sínum fyrir leiðið þannig að við þurftum að koma að því frá hlið. Hann hafði skilið bílinn eftir í gangi. Rúðan var opin, kveikt á útvarpinu og Reykjavík síðdegis ómaði yfir öllu. Þessir tveir kirkjugarðar eru svo góð dæmi um hvað er rétt og gott og hvað rangt og slæmt í Reykjavík. Annar er sivílíseraður og byggir á djúpum menningarlegum grunni á meðan hinn er kúltúrlaust og kuldalegt skipulagsslys.Mamma, pabbi og Jói Ég var mjög ungur þegar ég kynntist dauðanum. Ég átti aldraða foreldra. Þegar ég var tveggja ára dó systir pabba. Ég var bara þriggja ára þegar móðuramma mín dó. Þegar ég var fjögurra ára dó systir mömmu. Þegar ég var níu ára dó önnur systir hennar. Árið 1981 var örlagaríkt í mínu lífi á margan hátt. Ég var þá fjórtán ára. Það ár dó föðuramma mín, en hún var mér mjög náin. Sama ár fóru líka tveir bræður mömmu eftir langa veikindabaráttu. Þetta hafði mjög afgerandi áhrif á alla fjölskylduna og okkar samskipti. Ég hef svo, eins og flestir aðrir, haft einhver afskipti og tengsl við dauðsföll í gegnum tíðina. Dauðinn er mér innblástur og hvatning til lífs og gleði. Þrítugasta nóvember 2008 dó pabbi minn. Pabbi var mjög pólitískur og líklega valdi ég að verða pólitískur til að heiðra minningu hans og halda hans baráttu áfram á minn hátt. Og úr því varð Besti flokkurinn. Sjötta apríl 2010, í upphafi kosningabaráttunnar, varð tengdapabbi minn og vinur, Jói Gísla, bráðkvaddur á heimili sínu. Og í stað þess að missa andann og hætta lagði ég mig allan fram við að gera allt eins fjörugt og hann hefði viljað hafa það. Andi tengdapabba míns sveif yfir kosningabaráttu Besta flokksins enda var hann fæddur 17. júní. Sami dagur varð líka fyrsti formlegi vinnudagurinn minn. Þegar ég var búinn að vera borgarstjóri í nokkra mánuði dó svo mamma mín. Ofan á öll leiðindin sem voru fyrir þá óttaðist ég að það myndi gera út af við mig og ég var við það að brotna og gefast upp. En mamma var þrautseig og æðrulaus. Hún hafði kosið Besta flokkinn og mig. Og í minningu hennar ákvað ég að gefast ekki upp heldur klára það sem ég hafði byrjað á, því þannig hefði hún gert það.Nýtt upphaf Af öllum mysteríum alheimsins þá er fátt sem jafnast á við dauðann. Það veit enginn hvað „verður um okkur“ þegar við deyjum. Þeir sem hafa verið nálægt því að deyja hafa oft merkilegar sögur að segja af reynslu sinni og ýmsar ólíkar kenningar eru um fyrirbærið. Ég hef lesið mikið af bókum um dauðann, bæði vísindaleg fræðirit, heimspeki- og trúarrit. Ég hef ekki komist að neinni niðurstöðu. Ég ber kvíðablandna tilhlökkun til minnar eigin dauðastundar. Ég er mjög spenntur að sjá hvað gerist. Kemur pabbi á svifnökkva að taka á móti mér eða líkamnast ég kannski í geimveru í einhverjum fjarlægum hluta sólkerfisins? Það væri vissulega gaman en ef ekkert gerist þá nær það ekki lengra. Það skiptir kannski ekki höfuðmáli hvað verður um mann heldur frekar þá sem eftir sitja og hvaða verk sitja eftir mann. Ef allt er orka hér í heimi þá hlýtur minning að vera orka líka. Kannski er lífið og dauðinn bara eitt og hið sama og endalaus umbreyting orku og á meðan við höldum að við séum að kveðja einhvern sem er farinn þá er hann kannski orðinn hluti af manni sjálfum og heldur áfram að lifa í gegnum okkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Ég fer oft í viðtöl við erlenda fjölmiðla sem koma til Íslands. Í sumar hafa þetta verið frá einu upp í þrjú viðtöl á viku. Þegar ég er beðinn um að stinga upp á mínum uppáhaldsstað í Reykjavík þá nefni ég alltaf Hólavallakirkjugarð. Þangað fer ég nær daglega til að ganga um með hundinn minn og hlusta á hljóðbækur. Þar er ró og friður og mér finnst fáir staðir á Íslandi jafn íslenskir og Hólavallagarðurinn; undurfallegur strúktúreraður í óskipulagi sínu. Upp af leiðum vaxa tré og minna mann á að lífið er framrás og dauðinn aðeins einhvers konar umbreyting. Kirkjugarðar eru yfirleitt staðir sem ég heimsæki þegar ég er í borgum í útlöndum og hef tíma aflögu. Ég fer frekar í kirkjugarð heldur en á safn. Í sumar var ég í Prag og fór þá að sjálfsögðu í gamla gyðingakirkjugarðinn. Sem áhugamaður um kirkjugarða og Íslendingur vil ég nota tækifærið og segja hvað mér finnst kirkjugarðurinn í Gufunesi hræðilegur staður. Hann er svona „drive-through“ garður eins og úr einhverri amerískri martröð. Maður sér fólk keyra þar upp að leiðum og henda blómum út um bílgluggann. Stundum sér maður jafnvel hjólför yfir leiði. Ég fór með yngsta son minn að leiði mömmu og pabba fyrir nokkrum árum. Einhver kall hafði lagt bílnum sínum fyrir leiðið þannig að við þurftum að koma að því frá hlið. Hann hafði skilið bílinn eftir í gangi. Rúðan var opin, kveikt á útvarpinu og Reykjavík síðdegis ómaði yfir öllu. Þessir tveir kirkjugarðar eru svo góð dæmi um hvað er rétt og gott og hvað rangt og slæmt í Reykjavík. Annar er sivílíseraður og byggir á djúpum menningarlegum grunni á meðan hinn er kúltúrlaust og kuldalegt skipulagsslys.Mamma, pabbi og Jói Ég var mjög ungur þegar ég kynntist dauðanum. Ég átti aldraða foreldra. Þegar ég var tveggja ára dó systir pabba. Ég var bara þriggja ára þegar móðuramma mín dó. Þegar ég var fjögurra ára dó systir mömmu. Þegar ég var níu ára dó önnur systir hennar. Árið 1981 var örlagaríkt í mínu lífi á margan hátt. Ég var þá fjórtán ára. Það ár dó föðuramma mín, en hún var mér mjög náin. Sama ár fóru líka tveir bræður mömmu eftir langa veikindabaráttu. Þetta hafði mjög afgerandi áhrif á alla fjölskylduna og okkar samskipti. Ég hef svo, eins og flestir aðrir, haft einhver afskipti og tengsl við dauðsföll í gegnum tíðina. Dauðinn er mér innblástur og hvatning til lífs og gleði. Þrítugasta nóvember 2008 dó pabbi minn. Pabbi var mjög pólitískur og líklega valdi ég að verða pólitískur til að heiðra minningu hans og halda hans baráttu áfram á minn hátt. Og úr því varð Besti flokkurinn. Sjötta apríl 2010, í upphafi kosningabaráttunnar, varð tengdapabbi minn og vinur, Jói Gísla, bráðkvaddur á heimili sínu. Og í stað þess að missa andann og hætta lagði ég mig allan fram við að gera allt eins fjörugt og hann hefði viljað hafa það. Andi tengdapabba míns sveif yfir kosningabaráttu Besta flokksins enda var hann fæddur 17. júní. Sami dagur varð líka fyrsti formlegi vinnudagurinn minn. Þegar ég var búinn að vera borgarstjóri í nokkra mánuði dó svo mamma mín. Ofan á öll leiðindin sem voru fyrir þá óttaðist ég að það myndi gera út af við mig og ég var við það að brotna og gefast upp. En mamma var þrautseig og æðrulaus. Hún hafði kosið Besta flokkinn og mig. Og í minningu hennar ákvað ég að gefast ekki upp heldur klára það sem ég hafði byrjað á, því þannig hefði hún gert það.Nýtt upphaf Af öllum mysteríum alheimsins þá er fátt sem jafnast á við dauðann. Það veit enginn hvað „verður um okkur“ þegar við deyjum. Þeir sem hafa verið nálægt því að deyja hafa oft merkilegar sögur að segja af reynslu sinni og ýmsar ólíkar kenningar eru um fyrirbærið. Ég hef lesið mikið af bókum um dauðann, bæði vísindaleg fræðirit, heimspeki- og trúarrit. Ég hef ekki komist að neinni niðurstöðu. Ég ber kvíðablandna tilhlökkun til minnar eigin dauðastundar. Ég er mjög spenntur að sjá hvað gerist. Kemur pabbi á svifnökkva að taka á móti mér eða líkamnast ég kannski í geimveru í einhverjum fjarlægum hluta sólkerfisins? Það væri vissulega gaman en ef ekkert gerist þá nær það ekki lengra. Það skiptir kannski ekki höfuðmáli hvað verður um mann heldur frekar þá sem eftir sitja og hvaða verk sitja eftir mann. Ef allt er orka hér í heimi þá hlýtur minning að vera orka líka. Kannski er lífið og dauðinn bara eitt og hið sama og endalaus umbreyting orku og á meðan við höldum að við séum að kveðja einhvern sem er farinn þá er hann kannski orðinn hluti af manni sjálfum og heldur áfram að lifa í gegnum okkur?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun