Gæti tekið vikur og mánuði að vinda ofan af verkföllunum Ingvar Haraldsson skrifar 16. júní 2015 09:00 Tæplega ellefu þúsund skjöl bíða þinglýsingar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. VÍSIR/VILHELM lMargar vikur, jafnvel mánuði, mun taka að vinda ofan af þeim uppsafnaða vanda sem skapast hefur vegna verkfalla hjá dýralæknum Matvælastofnunar og lögfræðingum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn mættu aftur til vinnu í gær eftir verkfall sem staðið hafði frá því í apríl.Hörður HarðarsonJón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir mestan tíma taka að greiða úr þeim vanda sem skapast hefur í tengslum við inn- og útflutning. „Við erum búin að bæta við starfsfólki á inn- og útflutningsskrifstofunni. Við munum reyna að afgreiða það eins og hratt og hægt,“ segir Jón en það muni þó taka tíma enda skipti óafgreidd mál hundruðum. „Það getur tekið einhverjar vikur að koma þessu í rétt horf,“ segir Jón. Byrjað var að slátra nautgripum í gær eftir langt hlé í gær. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að von sé á nautakjöti í verslanir um næstu helgi. „Kjötið þarf að fá eðlilegan meyrnunartíma,“ segir Baldur. Svína- og kjúklingakjöt hefur verið aðgengilegt í verslunum undanfarnar vikur þar sem undanþágur hafa fengist til slátrunar. Verkfallið hefur þó reynst svínakjöts- og kjúklingaframleiðendum dýrt. „Þetta hefur kostað okkur yfir 50 milljónir,“ segir Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri kjúklingaframleiðandans Reykjagarðs. Reykjagarður hefur fengið leyfi til að slátra tvisvar í viku að undanförnu en í venjulegu árferði er slátrað fjórum til fimm sinnum í viku að sögn Matthíasar. Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir stöðuna hjá svínabændum grafalvarlega og gjaldþrot svínabænda gætu verið fram undan. Hörður segir brýnt að komið verði í veg fyrir að sambærileg verkföll endurtaki sig. Þuríður Árnadóttir, staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að nú standi yfir vinna við að skipuleggja umfang vandans og hvernig hann verði leystur. „Það þarf að skipuleggjast með tilliti til hve mikið fólk getur bætt við sig vinnu, sumarleyfa og fleira,“ segir Þuríður. Sú skipulagsvinna muni standa yfir næstu daga. Til stendur að ráða starfsfólk aukalega til að takast á við vandann. Tæplega ellefu þúsund skjöl bíða þinglýsingar hjá sýslumanni. „Þess utan eru önnur mál á borð við fullnustugerðir, nauðungaruppboð, aðfarargerðir, fjölskyldumál og dánarbú sem ekki hafa verið afgreidd,“ segir Þuríður. Lögum samkvæmt verði að afgreiða þinglýsingar og fullnustugerðir í þeirri röð sem þær berast. Því fari þau mál sem komi á borð sýslumanns í þessari viku aftast í röðina. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
lMargar vikur, jafnvel mánuði, mun taka að vinda ofan af þeim uppsafnaða vanda sem skapast hefur vegna verkfalla hjá dýralæknum Matvælastofnunar og lögfræðingum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn mættu aftur til vinnu í gær eftir verkfall sem staðið hafði frá því í apríl.Hörður HarðarsonJón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir mestan tíma taka að greiða úr þeim vanda sem skapast hefur í tengslum við inn- og útflutning. „Við erum búin að bæta við starfsfólki á inn- og útflutningsskrifstofunni. Við munum reyna að afgreiða það eins og hratt og hægt,“ segir Jón en það muni þó taka tíma enda skipti óafgreidd mál hundruðum. „Það getur tekið einhverjar vikur að koma þessu í rétt horf,“ segir Jón. Byrjað var að slátra nautgripum í gær eftir langt hlé í gær. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að von sé á nautakjöti í verslanir um næstu helgi. „Kjötið þarf að fá eðlilegan meyrnunartíma,“ segir Baldur. Svína- og kjúklingakjöt hefur verið aðgengilegt í verslunum undanfarnar vikur þar sem undanþágur hafa fengist til slátrunar. Verkfallið hefur þó reynst svínakjöts- og kjúklingaframleiðendum dýrt. „Þetta hefur kostað okkur yfir 50 milljónir,“ segir Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri kjúklingaframleiðandans Reykjagarðs. Reykjagarður hefur fengið leyfi til að slátra tvisvar í viku að undanförnu en í venjulegu árferði er slátrað fjórum til fimm sinnum í viku að sögn Matthíasar. Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir stöðuna hjá svínabændum grafalvarlega og gjaldþrot svínabænda gætu verið fram undan. Hörður segir brýnt að komið verði í veg fyrir að sambærileg verkföll endurtaki sig. Þuríður Árnadóttir, staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að nú standi yfir vinna við að skipuleggja umfang vandans og hvernig hann verði leystur. „Það þarf að skipuleggjast með tilliti til hve mikið fólk getur bætt við sig vinnu, sumarleyfa og fleira,“ segir Þuríður. Sú skipulagsvinna muni standa yfir næstu daga. Til stendur að ráða starfsfólk aukalega til að takast á við vandann. Tæplega ellefu þúsund skjöl bíða þinglýsingar hjá sýslumanni. „Þess utan eru önnur mál á borð við fullnustugerðir, nauðungaruppboð, aðfarargerðir, fjölskyldumál og dánarbú sem ekki hafa verið afgreidd,“ segir Þuríður. Lögum samkvæmt verði að afgreiða þinglýsingar og fullnustugerðir í þeirri röð sem þær berast. Því fari þau mál sem komi á borð sýslumanns í þessari viku aftast í röðina.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30