Uppsagnir óumflýjanlegar Sveinn Arnarsson skrifar 15. júní 2015 07:00 Framkvæmdastjóri hjúkrunar á LSH segir þá stöðu sem upp er komin grafalvarlega og að íslenskt heilbrigðiskerfi megi ekki við því að hjúkrunarfræðingar segi upp störfum. „Það er hrun yfirvofandi í íslensku heilbrigðiskerfi ef af verður,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, við þeim fregnum að fjöldi hjúkrunarfræðinga ætli sér að segja upp vegna lagasetningar á verkfall þeirra sem samþykkt var á Alþingi síðastliðinn laugardag. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir það hafa verið brýnt að stöðva verkfallsaðgerðir til að tryggja öryggi sjúklinga. „Það komu inn uppsagnir fyrir helgi sem ég hef fengið staðfestar en ég reikna með því að það komi mun fleiri uppsagnir inn á borð spítalans þegar hjúkrunarfræðingar mæta til vinnu eftir helgina,“ segir Sigríður. „Hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykki í íslensku heilbrigðiskerfi og ég hef heyrt í mjög sérhæfðum hjúkrunarfræðingum að þeir einstaklingar muni segja upp í stórum stíl.“ Verkfallsaðgerðir hafa staðið yfir í langan tíma og hefur staðan á sjúkrahúsum landsins versnað dag frá degi. Sigríður segir það hárrétt að verkfalli varð að ljúka en ekki með þessum hætti. Reiðin sé mikil innan stéttarinnar með lagasetningu á verkfall þeirra og langlundargeð hjúkrunarfræðinga sé að þrotum komið.Kristján Þór Júlíusson Heilbrigðisráðherra.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir stofnanirnar þurfa nú að taka á þeim vanda ef hjúkrunarfræðingar fara að segja upp í stórum stíl. „Það er leitt ef til þess þarf að koma,“ segir Kristján Þór. „Brýnasta úrlausnarefnið var að tryggja öryggi sjúklinga. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga eru veruleiki sem stofnanirnar þurfa svo að takast á við.“ BHM hefur boðað málsókn vegna lagasetningar þingsins og segir það brot á stjórnarskrá að afnema samningsrétt félagsins. „Það er áhyggjuefni að ríkisvaldið skuli hvorki skynja né skilja hlutverk sitt sem vinnuveitandi þúsunda háskólamenntaðra sérfræðinga sem sinna nauðsynlegri opinberri þjónustu í þjóðfélaginu,“ segir í tilkynningu BHM. Verkfall 2016 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Sjá meira
„Það er hrun yfirvofandi í íslensku heilbrigðiskerfi ef af verður,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, við þeim fregnum að fjöldi hjúkrunarfræðinga ætli sér að segja upp vegna lagasetningar á verkfall þeirra sem samþykkt var á Alþingi síðastliðinn laugardag. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir það hafa verið brýnt að stöðva verkfallsaðgerðir til að tryggja öryggi sjúklinga. „Það komu inn uppsagnir fyrir helgi sem ég hef fengið staðfestar en ég reikna með því að það komi mun fleiri uppsagnir inn á borð spítalans þegar hjúkrunarfræðingar mæta til vinnu eftir helgina,“ segir Sigríður. „Hjúkrunarfræðingar eru hryggjarstykki í íslensku heilbrigðiskerfi og ég hef heyrt í mjög sérhæfðum hjúkrunarfræðingum að þeir einstaklingar muni segja upp í stórum stíl.“ Verkfallsaðgerðir hafa staðið yfir í langan tíma og hefur staðan á sjúkrahúsum landsins versnað dag frá degi. Sigríður segir það hárrétt að verkfalli varð að ljúka en ekki með þessum hætti. Reiðin sé mikil innan stéttarinnar með lagasetningu á verkfall þeirra og langlundargeð hjúkrunarfræðinga sé að þrotum komið.Kristján Þór Júlíusson Heilbrigðisráðherra.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir stofnanirnar þurfa nú að taka á þeim vanda ef hjúkrunarfræðingar fara að segja upp í stórum stíl. „Það er leitt ef til þess þarf að koma,“ segir Kristján Þór. „Brýnasta úrlausnarefnið var að tryggja öryggi sjúklinga. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga eru veruleiki sem stofnanirnar þurfa svo að takast á við.“ BHM hefur boðað málsókn vegna lagasetningar þingsins og segir það brot á stjórnarskrá að afnema samningsrétt félagsins. „Það er áhyggjuefni að ríkisvaldið skuli hvorki skynja né skilja hlutverk sitt sem vinnuveitandi þúsunda háskólamenntaðra sérfræðinga sem sinna nauðsynlegri opinberri þjónustu í þjóðfélaginu,“ segir í tilkynningu BHM.
Verkfall 2016 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Sjá meira