Hjúkrunarfræðingar segja upp og fara Snærós Sindradóttir skrifar 13. júní 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar fjölmenntu á Austurvöll og á þingpalla í gær þegar umræða fór fram um lög á verkfall þeirra og BHM. Þungt hljóð var í fólki, en mikill baráttuandi og samstaða ríkti í hópnum. vísir/valli Þolinmæði hjúkrunarfræðinga fyrir láglaunastefnu stjórnvalda er að þrotum komin. Þetta segir hjúkrunarfræðingur sem staddur var ásamt um tvö hundruð öðrum að mótmæla á Austurvelli í gær. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar voru mættir fyrir framan Alþingishúsið þegar þingfundur átti að hefjast klukkan tíu í gærmorgun. Þrátt fyrir að þingfundi væri frestað til hálftvö síðdegis létu hjúkrunarfræðingar engan bilbug á sér finna. Fréttablaðið ræddi við fjölmarga viðstadda og var hljóðið í þeim allt á einn veg. Ástandið væri ekki lengur viðunandi og ef lög yrðu samþykkt á verkfallið væri ekkert annað í stöðunni en að segja starfi sínu lausu. Margir höfðu þegar útvegað sér leyfi til að starfa erlendis og voru farnir að skipuleggja flutninga með fjölskyldum sínum. Aðeins einn hjúkrunarfræðingur sem Fréttablaðið ræddi við sagðist ætla að starfa áfram á Landspítalanum sama hvað á dyndi, hún ynni starfið af hugsjón en ekki vegna launanna sem væru skammarlega lág. Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst þann 27. maí síðastliðinn og hefur því staðið yfir í rúmar tvær vikur. Um 1.500 hjúkrunarfræðingar hafa lagt niður störf, en um 600 þeirra manna öryggislista sem eru í gildi. BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendu alþingismönnum áskorun um að hafna lögum ríkisstjórnarinnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, og Ólafur G. Skúlason, formaður FÍH afhentu Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis áskorunina. Einar lofaði að gera þingheimi grein fyrir henni. Verkfall 2016 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Þolinmæði hjúkrunarfræðinga fyrir láglaunastefnu stjórnvalda er að þrotum komin. Þetta segir hjúkrunarfræðingur sem staddur var ásamt um tvö hundruð öðrum að mótmæla á Austurvelli í gær. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar voru mættir fyrir framan Alþingishúsið þegar þingfundur átti að hefjast klukkan tíu í gærmorgun. Þrátt fyrir að þingfundi væri frestað til hálftvö síðdegis létu hjúkrunarfræðingar engan bilbug á sér finna. Fréttablaðið ræddi við fjölmarga viðstadda og var hljóðið í þeim allt á einn veg. Ástandið væri ekki lengur viðunandi og ef lög yrðu samþykkt á verkfallið væri ekkert annað í stöðunni en að segja starfi sínu lausu. Margir höfðu þegar útvegað sér leyfi til að starfa erlendis og voru farnir að skipuleggja flutninga með fjölskyldum sínum. Aðeins einn hjúkrunarfræðingur sem Fréttablaðið ræddi við sagðist ætla að starfa áfram á Landspítalanum sama hvað á dyndi, hún ynni starfið af hugsjón en ekki vegna launanna sem væru skammarlega lág. Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst þann 27. maí síðastliðinn og hefur því staðið yfir í rúmar tvær vikur. Um 1.500 hjúkrunarfræðingar hafa lagt niður störf, en um 600 þeirra manna öryggislista sem eru í gildi. BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendu alþingismönnum áskorun um að hafna lögum ríkisstjórnarinnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, og Ólafur G. Skúlason, formaður FÍH afhentu Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis áskorunina. Einar lofaði að gera þingheimi grein fyrir henni.
Verkfall 2016 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira