Stjórinn er góður að selja sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júní 2015 06:30 Kári Árnason stendur vaktina í vörninni. Fréttablaðið/ernir „Ég er búinn að bíða eftir þessum leik allt sumarfríið,“ segir Kári Árnason, miðvörður íslenska fótboltalandsliðsins, við Vísi um leikinn gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Þar geta strákarnir okkar tekið risastórt skref í átt að fyrsta stórmótinu í sögu karlalandsliðsins. „Sumarfríið hefur verið langt og hefur nánast bara gengið út á að bíða eftir þessum leik,“ segir Kári sem spilaði síðast fótboltaleik með félagsliði sínu Rotherham 2. maí. Miðvörðurinn öflugi verður því ekki búinn að spila fótboltaleik í 41 dag þegar flautað verður til leiks á Laugardalsvelli á föstudaginn. „Ég eyddi stærstum hluta frísins hér heima en fór aðeins til útlanda. Maður hefur bara verið að reyna að halda sér í standi,“ segir Kári sem hefur æft mest einn. „Ég reyndi að æfa með Víkingunum en vellirnir eru misgóðir þannig það var bara best að halda sig á hlaupabrettinu,“ segir hann og hlær. Tékkland vann Ísland, 2-1, þegar liðin mættust síðast, en þann sigur verðskulduðu Tékkarnir sem eru með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins. „Við fórum yfir það sem miður fór þar í Kasakstan og reyndum að laga hlutina fyrir þann leik. Við gerðum það ágætlega en nú erum við að mæta mun sterkara liði,“ segir Kári. Víkingurinn hefur spilað með Rotherham í neðri deildum Englands undanfarin þrjú ár, en liðið hélt sér uppi með naumindum í B-deildinni í ár sem nýliði. Árangurinn er góður hjá liðinu, sem var í D-deildinni þegar Kári samdi. „Það hefur alltaf verið mikill baráttuandi og karakter í þessu liði. Alltaf þegar það er búið að afskrifa okkur, eins og í úrslitaleiknum um að komast upp í B-deildina þar sem við lentum 2-0 undir, komum við til baka,“ segir Kári, en liðið lenti líka í kröppum dansi á síðustu leiktíð. „Það voru náttúrlega tekin af okkur stig á lokakaflanum í deildinni en við komum til baka eftir það og héldum okkur uppi. Við höfðum alltaf trú á þessu, en þetta var erfitt eftir að stigin voru tekin af okkur. Það var klaufalegt af hálfu stjórnar liðsins. Við leikmennirnir vissum samt alveg að þetta var hægt.“ Knattspyrnustjóri Rotherham, Steve Evans, er litríkur í meira lagi. Hann elskar sviðsljósið og fór hamförum undir lok tímabilsins þegar hann sagði leikmanni Millwall að hann mætti halda kjafti og hlakka til lífsins í C-deildinni eftir að liðið féll en Rotherham hélt sér uppi. Þá mætti hann í stuttbuxum og með mexíkóhatt í lokaumferðinni. „Hann nær svolítið að færa athyglina yfir á sig sjálfan,“ segir Kári, en er hann þá eins konar feitlaginn José Mourinho? „Ég læt það nú vera,“ segir Kári og hlær. „Hann er góður sölumaður. Hann selur sjálfan sig með þessu og það er það sem hann var að gera með þessu.“ EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
„Ég er búinn að bíða eftir þessum leik allt sumarfríið,“ segir Kári Árnason, miðvörður íslenska fótboltalandsliðsins, við Vísi um leikinn gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Þar geta strákarnir okkar tekið risastórt skref í átt að fyrsta stórmótinu í sögu karlalandsliðsins. „Sumarfríið hefur verið langt og hefur nánast bara gengið út á að bíða eftir þessum leik,“ segir Kári sem spilaði síðast fótboltaleik með félagsliði sínu Rotherham 2. maí. Miðvörðurinn öflugi verður því ekki búinn að spila fótboltaleik í 41 dag þegar flautað verður til leiks á Laugardalsvelli á föstudaginn. „Ég eyddi stærstum hluta frísins hér heima en fór aðeins til útlanda. Maður hefur bara verið að reyna að halda sér í standi,“ segir Kári sem hefur æft mest einn. „Ég reyndi að æfa með Víkingunum en vellirnir eru misgóðir þannig það var bara best að halda sig á hlaupabrettinu,“ segir hann og hlær. Tékkland vann Ísland, 2-1, þegar liðin mættust síðast, en þann sigur verðskulduðu Tékkarnir sem eru með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins. „Við fórum yfir það sem miður fór þar í Kasakstan og reyndum að laga hlutina fyrir þann leik. Við gerðum það ágætlega en nú erum við að mæta mun sterkara liði,“ segir Kári. Víkingurinn hefur spilað með Rotherham í neðri deildum Englands undanfarin þrjú ár, en liðið hélt sér uppi með naumindum í B-deildinni í ár sem nýliði. Árangurinn er góður hjá liðinu, sem var í D-deildinni þegar Kári samdi. „Það hefur alltaf verið mikill baráttuandi og karakter í þessu liði. Alltaf þegar það er búið að afskrifa okkur, eins og í úrslitaleiknum um að komast upp í B-deildina þar sem við lentum 2-0 undir, komum við til baka,“ segir Kári, en liðið lenti líka í kröppum dansi á síðustu leiktíð. „Það voru náttúrlega tekin af okkur stig á lokakaflanum í deildinni en við komum til baka eftir það og héldum okkur uppi. Við höfðum alltaf trú á þessu, en þetta var erfitt eftir að stigin voru tekin af okkur. Það var klaufalegt af hálfu stjórnar liðsins. Við leikmennirnir vissum samt alveg að þetta var hægt.“ Knattspyrnustjóri Rotherham, Steve Evans, er litríkur í meira lagi. Hann elskar sviðsljósið og fór hamförum undir lok tímabilsins þegar hann sagði leikmanni Millwall að hann mætti halda kjafti og hlakka til lífsins í C-deildinni eftir að liðið féll en Rotherham hélt sér uppi. Þá mætti hann í stuttbuxum og með mexíkóhatt í lokaumferðinni. „Hann nær svolítið að færa athyglina yfir á sig sjálfan,“ segir Kári, en er hann þá eins konar feitlaginn José Mourinho? „Ég læt það nú vera,“ segir Kári og hlær. „Hann er góður sölumaður. Hann selur sjálfan sig með þessu og það er það sem hann var að gera með þessu.“
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira