Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Viktoría Hermannsdóttir skrifar 30. maí 2015 07:00 Á síðunni hafa fjölmargar konur sagt frá ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. NORDICPHOTOS/GETTY Inni á Facebook-hópnum Beauty Tips hafa á síðasta sólarhring hundruð kvenna sem eru meðlimir hópsins deilt reynslu sinni af því að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Hópurinn er lokaður en meðlimir eru um 24 þúsund talsins. Sögunum hefur verið deilt undir myllumerkjunum #þöggun og #konurtala. Um sannkallaða byltingu er að ræða þar sem þolendur kynferðisofbeldis skila skömminni og margar eru að segja í fyrsta skipti frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir.Andrea Sóleyjar og Björgvinsdóttir.„Ég skammaðist mín alltaf fyrir að hafa lent í þessu sem varð til þess að ég var með mjög lítið sjálfsálit,“ segir Andrea Sóleyjar og Björgvinsdóttir, ein þeirra sem deildu reynslu sinni inni á Beauty Tips en áður hafði hún sagt sögu sína í Kvennablaðinu. Andreu var nauðgað þegar hún var unglingur en sagði engum frá, ekki fyrr en hún var áreitt af tveimur yfirmönnum sínum fyrir tveimur árum. „Það að segja frá losaði mig við mikla byrði í sálinni,“ segir Andrea sem á þrjár dætur. „Ég vil að dætur mínar alist upp í heimi sem er laus við þetta. Ég vil leggja allt mitt af mörkum til þess að þetta hætti.“ Andrea líkir frásögnum kvennanna á síðunni við byltingu. „Það verður að stoppa þetta og það þarf alltaf byltingu til að stoppa alla hluti. Við eigum ekki að sætta okkur við að kynferðisofbeldi sé til.“Sigríður Tinna Einarsdóttir.Sigríður Tinna Einarsdóttir sagði líka frá sinni reynslu. Hún segir blendnar tilfinningar hafa fylgt því að opinbera reynslu sína á þessum vettvangi. „Ég er búin að fara þrisvar að gráta í dag en er samt ótrúlega stolt af mér og öðrum. Orð skipta máli og þegar við stöndum saman þá verður allt auðveldara. Þegar það eru svona margar raddir þá tölum við svo hátt,“ segir Sigríður sem vonast til þess að þessi bylting verði til þess að sem flestir þolendur ofbeldis skili skömminni. „Ef mín frásögn hjálpar einni við að segja frá þá er tilganginum náð. Ég á tvær stelpur, tveggja og þriggja ára, og ég vona að þegar þær verði orðnar unglingar þá detti þeim aldrei í hug að þær þurfi að þegja yfir því ef einhver meiðir þær.“ Margar kvennanna voru að segja frá ofbeldinu í fyrsta skipti, einnig var áberandi að konurnar lýstu reynslu sinni af því að hafa kært en málið hafi verið fellt niður vegna skorts á sönnunargögnum.Hér fyrir neðan má sjá brot úr frásögnum nokkurra kvennana:„Ég var 9 ára þegar stóri frændi minn, sem ég dýrkaði og dáði, misnotaði mig. Þegar ég loksins fann kjarkinn til að segja honum að ég vildi ekki gera þessa hluti lengur þá bættist við andlegt ofbeldi. Hann var að refsa mér fyrir að taka ekki þátt í þessu sjálfviljug.“„Mér var nauðgað af barnsföður mínum með hníf við hálsinn heima hjá mér. Ári seinna kærði ég hann.“„Ókunnugur maður kemur og biður mig um kveikjara. Þegar ég er að leita þá dregur hann mig á hárinu inn í húsasund. Ég berst á móti og næ að komast burt eftir langa baráttu.“„Ég var rifin í endaþarmi og leggöngum, áverkavottorðið var hræðilegt. Kæran var felld niður því að tveir menn sem voru teknir í viðtal neituðu og sannanirnar ekki nógu miklar.“„Þegar ég var að verða 17 ára var ég plötuð upp í sumarbústað af strák sem var „skotinn í mér“. Þegar ég kom upp í bústaðinn þá var strákurinn ekki þar, heldur allir vinir hans. Mér var nauðgað og það var tekið upp á vídeó.“„Mér var nauðgað af maka með vakandi barnið okkar í fanginu.“„Ég var 15 ára þegar eldri bróðir manneskju sem ég þekkti misnotaði mig. Hélt mér niðri og hélt svo fyrir munninn á mér svo enginn heyrði í mér á meðan hann fékk vilja sínum framgengt.“„Ég sagði ekki frá því ég skammaðist mín og ætlaði bara að bæla þetta niður þangað til ég myndi gleyma. Ég hlyti að gleyma þessu einhvern tímann… mikið sem ég hafði rangt fyrir mér.“„Hann neyddi mig upp í herbergi með sér, henti mér í rúm þannig að ég lá á maganum, þrýsti kodda á höfuðið á mér og hélt fyrir munninn á mér, tók mig úr buxunum og nauðgaði mér. Hjartað í mér stoppaði, ég sá engan tilgang með lífinu.“„Eftir að hafa lesið ykkar vitnisburði fékk ég loksins styrk til að segja mína sögu. Ég var beitt andlegu ofbeldi og hótunum af manni um 45 árum eldri en ég til að gera kynferðislega hluti við hann og svo til að lítillækka mig ennþá meira henti hann í mig pening eftir á og kallaði mig mellu.“„Mér var nauðgað á meðan barnið mitt var sofandi í rúminu sínu við hliðiná á því sem við vorum í og einnig var ég neydd til að hafa munnmök við mann sem var mikið eldri en ég þegar ég var 15 ára. Alla mína ævi hef ég farið í gegnum lífið haldandi að það væri mér að kenna að hlutirnir gerðust afþví ég kom mér í aðstæðurnar, ég veit að það er ekki satt. Eitt nei á að vera nóg! Þetta er ekki nema brot af því sem hefur komið fyrir mig en kjarkurinn í restina kemur kanski seinna. Takk fyrir ykkar sögur, þið hafið allar veitt mér ómetanlegan styrk einungis með því að stíga fram.“#þöggun Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Væri skömm að hjálpa ekki fleirum upp úr holunni Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Inni á Facebook-hópnum Beauty Tips hafa á síðasta sólarhring hundruð kvenna sem eru meðlimir hópsins deilt reynslu sinni af því að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Hópurinn er lokaður en meðlimir eru um 24 þúsund talsins. Sögunum hefur verið deilt undir myllumerkjunum #þöggun og #konurtala. Um sannkallaða byltingu er að ræða þar sem þolendur kynferðisofbeldis skila skömminni og margar eru að segja í fyrsta skipti frá kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir.Andrea Sóleyjar og Björgvinsdóttir.„Ég skammaðist mín alltaf fyrir að hafa lent í þessu sem varð til þess að ég var með mjög lítið sjálfsálit,“ segir Andrea Sóleyjar og Björgvinsdóttir, ein þeirra sem deildu reynslu sinni inni á Beauty Tips en áður hafði hún sagt sögu sína í Kvennablaðinu. Andreu var nauðgað þegar hún var unglingur en sagði engum frá, ekki fyrr en hún var áreitt af tveimur yfirmönnum sínum fyrir tveimur árum. „Það að segja frá losaði mig við mikla byrði í sálinni,“ segir Andrea sem á þrjár dætur. „Ég vil að dætur mínar alist upp í heimi sem er laus við þetta. Ég vil leggja allt mitt af mörkum til þess að þetta hætti.“ Andrea líkir frásögnum kvennanna á síðunni við byltingu. „Það verður að stoppa þetta og það þarf alltaf byltingu til að stoppa alla hluti. Við eigum ekki að sætta okkur við að kynferðisofbeldi sé til.“Sigríður Tinna Einarsdóttir.Sigríður Tinna Einarsdóttir sagði líka frá sinni reynslu. Hún segir blendnar tilfinningar hafa fylgt því að opinbera reynslu sína á þessum vettvangi. „Ég er búin að fara þrisvar að gráta í dag en er samt ótrúlega stolt af mér og öðrum. Orð skipta máli og þegar við stöndum saman þá verður allt auðveldara. Þegar það eru svona margar raddir þá tölum við svo hátt,“ segir Sigríður sem vonast til þess að þessi bylting verði til þess að sem flestir þolendur ofbeldis skili skömminni. „Ef mín frásögn hjálpar einni við að segja frá þá er tilganginum náð. Ég á tvær stelpur, tveggja og þriggja ára, og ég vona að þegar þær verði orðnar unglingar þá detti þeim aldrei í hug að þær þurfi að þegja yfir því ef einhver meiðir þær.“ Margar kvennanna voru að segja frá ofbeldinu í fyrsta skipti, einnig var áberandi að konurnar lýstu reynslu sinni af því að hafa kært en málið hafi verið fellt niður vegna skorts á sönnunargögnum.Hér fyrir neðan má sjá brot úr frásögnum nokkurra kvennana:„Ég var 9 ára þegar stóri frændi minn, sem ég dýrkaði og dáði, misnotaði mig. Þegar ég loksins fann kjarkinn til að segja honum að ég vildi ekki gera þessa hluti lengur þá bættist við andlegt ofbeldi. Hann var að refsa mér fyrir að taka ekki þátt í þessu sjálfviljug.“„Mér var nauðgað af barnsföður mínum með hníf við hálsinn heima hjá mér. Ári seinna kærði ég hann.“„Ókunnugur maður kemur og biður mig um kveikjara. Þegar ég er að leita þá dregur hann mig á hárinu inn í húsasund. Ég berst á móti og næ að komast burt eftir langa baráttu.“„Ég var rifin í endaþarmi og leggöngum, áverkavottorðið var hræðilegt. Kæran var felld niður því að tveir menn sem voru teknir í viðtal neituðu og sannanirnar ekki nógu miklar.“„Þegar ég var að verða 17 ára var ég plötuð upp í sumarbústað af strák sem var „skotinn í mér“. Þegar ég kom upp í bústaðinn þá var strákurinn ekki þar, heldur allir vinir hans. Mér var nauðgað og það var tekið upp á vídeó.“„Mér var nauðgað af maka með vakandi barnið okkar í fanginu.“„Ég var 15 ára þegar eldri bróðir manneskju sem ég þekkti misnotaði mig. Hélt mér niðri og hélt svo fyrir munninn á mér svo enginn heyrði í mér á meðan hann fékk vilja sínum framgengt.“„Ég sagði ekki frá því ég skammaðist mín og ætlaði bara að bæla þetta niður þangað til ég myndi gleyma. Ég hlyti að gleyma þessu einhvern tímann… mikið sem ég hafði rangt fyrir mér.“„Hann neyddi mig upp í herbergi með sér, henti mér í rúm þannig að ég lá á maganum, þrýsti kodda á höfuðið á mér og hélt fyrir munninn á mér, tók mig úr buxunum og nauðgaði mér. Hjartað í mér stoppaði, ég sá engan tilgang með lífinu.“„Eftir að hafa lesið ykkar vitnisburði fékk ég loksins styrk til að segja mína sögu. Ég var beitt andlegu ofbeldi og hótunum af manni um 45 árum eldri en ég til að gera kynferðislega hluti við hann og svo til að lítillækka mig ennþá meira henti hann í mig pening eftir á og kallaði mig mellu.“„Mér var nauðgað á meðan barnið mitt var sofandi í rúminu sínu við hliðiná á því sem við vorum í og einnig var ég neydd til að hafa munnmök við mann sem var mikið eldri en ég þegar ég var 15 ára. Alla mína ævi hef ég farið í gegnum lífið haldandi að það væri mér að kenna að hlutirnir gerðust afþví ég kom mér í aðstæðurnar, ég veit að það er ekki satt. Eitt nei á að vera nóg! Þetta er ekki nema brot af því sem hefur komið fyrir mig en kjarkurinn í restina kemur kanski seinna. Takk fyrir ykkar sögur, þið hafið allar veitt mér ómetanlegan styrk einungis með því að stíga fram.“#þöggun
Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Væri skömm að hjálpa ekki fleirum upp úr holunni Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira