Samningar smullu með skattalækkun Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 30. maí 2015 07:00 Þorsteini Víglundssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins, er létt eftir nýgerða kjarasamninga. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir skattabreytingar hafa skipt máli í því að tryggja lágmarkslaun. Fréttablaðið/Vilhelm Aðkoma stjórnvalda til að liðka fyrir gerð kjarasamninga skipti miklu máli að sögn forystumanna þeirra félaga sem skrifuðu undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins í gær. Þar má fyrst nefna fyrirhugaðar heildarlækkanir á tekjuskatti einstaklinga sem eiga að auka ráðstöfunartekjur um 50-100 þúsund krónur á ári. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga að stuðla að bættum kjörum almennings. „Útspil ríkisstjórnarinnar var jákvætt en hafði ekki úrslitaáhrif. Fleiri félagslegar íbúðir og lækkun lækniskostnaðar skiptir félagsmenn okkar máli og er ágætis innlegg,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, SGS. „Auðvitað hefðum við viljað sjá aukinn persónuafslátt líka en hann hækkar áfram eins og lög gera ráð fyrir með hækkandi verðlagi.“ Strax í upphafi viðræðna fór SGS fram með skýra kröfu um að lágmarkslaun yrðu 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Björn segir deiluna hafa verið erfiða, samninganefnd hafi talið að lengra yrði ekki komist eftir átökin, aðalmarkmiðinu hafi verið náð og kjarasamningar gagnist vel fólki á taxta. „Okkur finnst stór áfangi að ná lágmarkslaunum í þrjú hundruð þúsund krónur, þetta er sigur fyrir fólk sem vinnur á taxta.“ Kjarasamningarnir gilda til 1. maí árið 2018 og fela í sér blöndu krónutöluhækkana fyrir lægstu launahópana og stiglækkandi prósentuhækkana til þeirra sem eru í millitekjuhópunum. Í lok samningstímans verða lágmarkslaun orðin 300 þúsund krónur á mánuði. Næstu tvær vikurnar verður samningurinn kynntur í aðildarfélögum SGS og skal niðurstaða atkvæðagreiðslu liggja fyrir 22. júní. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir það hafa kostað átak að tryggja lágmarkslaunin og skattabreytingar ríkisstjórnarinnar hafi liðkað til við samningagerðina. „Það sem er mér efst í huga er að ég tel að það hafi náðst að tryggja kaupmáttaraukningu, líka að ná stórum hópi að samningaborðinu. Útspil ríkisstjórnarinnar skipti máli, sérstaklega hvað varðar skattabreytingar. Við tryggðum lágmarkslaunin með þessum hætti.“ Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á kynningarfundum næstu daga og vikur til samþykktar. Þorsteinn Víglundsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir töluverðan kostnað felast í nýgerðum kjarasamningum en að á sama tíma sé ákveðinn léttir að hafa komist að niðurstöðu. „Það er ákveðinn léttir að það hafi náðst að landa þessum samningum með farsælum hætti. Það er ljóst að það er töluverður kostnaður sem í þeim felst, í þeim eru miklar launahækkanir sem geta reynt á þol fyrirtækja. Við bindum vonir við það að vegna þess að það er samið til langs tíma ráði fyrirtæki betur við kostnaðaraukann. Það er annars engin leið að meta með hvaða hætti fyrirtæki bregðast við þeim kostnaðarauka sem felst í kjarasamningum. Hér er verið að hækka lægstu laun um liðlega 30% en ýtrustu kröfur voru 50%-70% hækkun allra launa, verðbólguáhrifin verða því minni en ella.“ Hann segir útspil ríkisstjórnar skipta miklu máli og lofar sérstaklega aukið framboð félagslegs húsnæðis. „Það þurfti að bregðast við því að fjöldi fólks á við verulega erfiðleika að etja á húsnæðismarkaði. Þá finnst mér vera góður samhljómur með skattabreytingum ríkisstjórnar og þeim áherslum sem eru í þessum samningum. Við vonum að þegar upp er staðið þá leiði þeir til kaupmáttaraukningar fyrir launafólk og að okkur auðnist að halda þeim stöðugleika sem hefur náðst. Ef við höldum vel á spilunum þá getur þetta orðið farsælt,“ segir Þorsteinn sem segir deiluna hafa verið þá alhörðustu síðustu áratugi. Deila ríkis og BHM er hins vegar enn í hnút. Félagið hafnaði tilboði ríkisins í gær og taldi mikið bera á milli. Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Aðkoma stjórnvalda til að liðka fyrir gerð kjarasamninga skipti miklu máli að sögn forystumanna þeirra félaga sem skrifuðu undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins í gær. Þar má fyrst nefna fyrirhugaðar heildarlækkanir á tekjuskatti einstaklinga sem eiga að auka ráðstöfunartekjur um 50-100 þúsund krónur á ári. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga að stuðla að bættum kjörum almennings. „Útspil ríkisstjórnarinnar var jákvætt en hafði ekki úrslitaáhrif. Fleiri félagslegar íbúðir og lækkun lækniskostnaðar skiptir félagsmenn okkar máli og er ágætis innlegg,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, SGS. „Auðvitað hefðum við viljað sjá aukinn persónuafslátt líka en hann hækkar áfram eins og lög gera ráð fyrir með hækkandi verðlagi.“ Strax í upphafi viðræðna fór SGS fram með skýra kröfu um að lágmarkslaun yrðu 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Björn segir deiluna hafa verið erfiða, samninganefnd hafi talið að lengra yrði ekki komist eftir átökin, aðalmarkmiðinu hafi verið náð og kjarasamningar gagnist vel fólki á taxta. „Okkur finnst stór áfangi að ná lágmarkslaunum í þrjú hundruð þúsund krónur, þetta er sigur fyrir fólk sem vinnur á taxta.“ Kjarasamningarnir gilda til 1. maí árið 2018 og fela í sér blöndu krónutöluhækkana fyrir lægstu launahópana og stiglækkandi prósentuhækkana til þeirra sem eru í millitekjuhópunum. Í lok samningstímans verða lágmarkslaun orðin 300 þúsund krónur á mánuði. Næstu tvær vikurnar verður samningurinn kynntur í aðildarfélögum SGS og skal niðurstaða atkvæðagreiðslu liggja fyrir 22. júní. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir það hafa kostað átak að tryggja lágmarkslaunin og skattabreytingar ríkisstjórnarinnar hafi liðkað til við samningagerðina. „Það sem er mér efst í huga er að ég tel að það hafi náðst að tryggja kaupmáttaraukningu, líka að ná stórum hópi að samningaborðinu. Útspil ríkisstjórnarinnar skipti máli, sérstaklega hvað varðar skattabreytingar. Við tryggðum lágmarkslaunin með þessum hætti.“ Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á kynningarfundum næstu daga og vikur til samþykktar. Þorsteinn Víglundsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir töluverðan kostnað felast í nýgerðum kjarasamningum en að á sama tíma sé ákveðinn léttir að hafa komist að niðurstöðu. „Það er ákveðinn léttir að það hafi náðst að landa þessum samningum með farsælum hætti. Það er ljóst að það er töluverður kostnaður sem í þeim felst, í þeim eru miklar launahækkanir sem geta reynt á þol fyrirtækja. Við bindum vonir við það að vegna þess að það er samið til langs tíma ráði fyrirtæki betur við kostnaðaraukann. Það er annars engin leið að meta með hvaða hætti fyrirtæki bregðast við þeim kostnaðarauka sem felst í kjarasamningum. Hér er verið að hækka lægstu laun um liðlega 30% en ýtrustu kröfur voru 50%-70% hækkun allra launa, verðbólguáhrifin verða því minni en ella.“ Hann segir útspil ríkisstjórnar skipta miklu máli og lofar sérstaklega aukið framboð félagslegs húsnæðis. „Það þurfti að bregðast við því að fjöldi fólks á við verulega erfiðleika að etja á húsnæðismarkaði. Þá finnst mér vera góður samhljómur með skattabreytingum ríkisstjórnar og þeim áherslum sem eru í þessum samningum. Við vonum að þegar upp er staðið þá leiði þeir til kaupmáttaraukningar fyrir launafólk og að okkur auðnist að halda þeim stöðugleika sem hefur náðst. Ef við höldum vel á spilunum þá getur þetta orðið farsælt,“ segir Þorsteinn sem segir deiluna hafa verið þá alhörðustu síðustu áratugi. Deila ríkis og BHM er hins vegar enn í hnút. Félagið hafnaði tilboði ríkisins í gær og taldi mikið bera á milli.
Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira