Gagnrýna tilboð Samtaka atvinnulífsins Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. maí 2015 08:00 SA hefur boðið 23,5 prósenta launahækkun Fréttablaðið/Daníel „Það stenst ekki skoðun að tilboð þeirra muni gagnast okkar félagsmönnum,“ sagði Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, um tilboð Samtaka atvinnulífsins (SA) í yfirstandandi kjaraviðræðum. VR, Flóabandalagið og LÍV sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem fullyrt er að tilboð SA um 23,5 prósenta hækkun dagvinnulauna muni ekki gagnast launafólki. „Í okkar félögum er fólk í mismunandi stöðu og sumir munu hreinlega bera skarðan hlut frá borði,“ segir Ólafía. Í gær sendu SA frá sér tilkynningu um að launþegasamtökin þrenn hafi ekki komið til móts við SA með neinum gagntilboðum. Ólafía segir þetta ekki rétt heldur hafi samtökin lagt til breytingar á vinnutímaákvæðum en SA hafi hafnað því tilboði. „Við viljum vinna inn í þetta norræna vinnufyrirkomulag með breytingum á vinnutímaákvæðum. Til að skapa fjölskylduvænan atvinnumarkað. En það gerist ekki með þeim hætti sem þeir hafa lagt fram,“ segir hún. „Ég vonast til að fólk fari að setjast niður til að semja til að stefna fólki frá því að fara inn í verkföll. En þá þarf fólk líka að byrja að vera sanngjarnt,“ bætir Ólafía við. Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, þykir það miður að samtök hans séu sökuð um blekkingar. „Þessar breytingar kæmu meginþorranum vel. Okkar tilboð er upplegg að mikilli breytingu á vinnumarkaði. Þetta kemur dagvinnufólki langbest og við erum með þessu að færa okkur nær kerfi sem þekkist í okkar nágrannalöndum,“ segir hann. Um leið sé ljóst að skoða þurfi sértilvik og í tilboðinu séu ákvæði um að enginn eigi að tapa á breytingum sem lagðar séu til. Þorsteinn segir að sér þyki ásakanir af hálfu verkalýðsfélaganna ótímabærar þar sem ekki liggi fyrir útfærslur fyrir þá hópa sem hagnist minna á tilboði SA. Verkfall 2016 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
„Það stenst ekki skoðun að tilboð þeirra muni gagnast okkar félagsmönnum,“ sagði Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, um tilboð Samtaka atvinnulífsins (SA) í yfirstandandi kjaraviðræðum. VR, Flóabandalagið og LÍV sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem fullyrt er að tilboð SA um 23,5 prósenta hækkun dagvinnulauna muni ekki gagnast launafólki. „Í okkar félögum er fólk í mismunandi stöðu og sumir munu hreinlega bera skarðan hlut frá borði,“ segir Ólafía. Í gær sendu SA frá sér tilkynningu um að launþegasamtökin þrenn hafi ekki komið til móts við SA með neinum gagntilboðum. Ólafía segir þetta ekki rétt heldur hafi samtökin lagt til breytingar á vinnutímaákvæðum en SA hafi hafnað því tilboði. „Við viljum vinna inn í þetta norræna vinnufyrirkomulag með breytingum á vinnutímaákvæðum. Til að skapa fjölskylduvænan atvinnumarkað. En það gerist ekki með þeim hætti sem þeir hafa lagt fram,“ segir hún. „Ég vonast til að fólk fari að setjast niður til að semja til að stefna fólki frá því að fara inn í verkföll. En þá þarf fólk líka að byrja að vera sanngjarnt,“ bætir Ólafía við. Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, þykir það miður að samtök hans séu sökuð um blekkingar. „Þessar breytingar kæmu meginþorranum vel. Okkar tilboð er upplegg að mikilli breytingu á vinnumarkaði. Þetta kemur dagvinnufólki langbest og við erum með þessu að færa okkur nær kerfi sem þekkist í okkar nágrannalöndum,“ segir hann. Um leið sé ljóst að skoða þurfi sértilvik og í tilboðinu séu ákvæði um að enginn eigi að tapa á breytingum sem lagðar séu til. Þorsteinn segir að sér þyki ásakanir af hálfu verkalýðsfélaganna ótímabærar þar sem ekki liggi fyrir útfærslur fyrir þá hópa sem hagnist minna á tilboði SA.
Verkfall 2016 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira