Útflutningur hrossa liggur niðri Sveinn Arnarsson skrifar 20. maí 2015 07:00 Hulda Gústafsdóttir, hestamaður og útflytjandi. Fréttablaðið/Stefán Ekkert hross hefur verið flutt úr landi í yfirstandandi verkfallsaðgerðum dýralækna hjá Matvælastofnun. Á annað hundrað hross hafa verið seld úr landi og bíða nú fyrrverandi eigendur eftir því að geta flutt hrossin til nýrra heimkynna. „Þetta veldur óneitanlega óþægindum fyrir hrossasölu. Á okkar vegum eru um 60 hross sem bíða eftir því að komast út. Hættan er sú að nýir eigendur bíði með að flytja út hross þar til í haust því það er ekki gott fyrir hrossin að koma út í sumarhitann. Á meðan munu þessi hross bíða hér á landi í einhvern tíma,“ segir Hulda Gústafsdóttir, tamningamaður og útflytjandi á Árbakka í Landsveit. Útflytjendur segja þetta geta haft mikil áhrif á útflutning íslenska hestsins á þessu ári ef fram heldur sem horfir. Gunnar Arnarson og Eysteinn Leifsson eru einnig stórir aðilar í útflutningi hrossa og í gegnum þau þrjú fer obbi íslenskra hesta til útlanda. Um 140 hross bíða útflutnings hjá Eysteini og Gunnari. Hulda bendir á að þótt ástandið sé ekki gott er lán í óláni að háannatími í útflutningi hrossa er að haustlagi. „Það mun taka okkur einhvern tíma að ná í skottið á okkur því svo fer allt á fullt að hausti þegar langflest hross eru flutt úr landi. Því vonum við að þetta verkfall leysist sem fyrst. En þó þetta hafi vissulega slæm áhrif á útflutning hrossa kemur þetta afar hart niður á svína og alifuglabændum og maður hugsar til þeirra stétta í dag,“ segir Hulda. Verkfall 2016 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Ekkert hross hefur verið flutt úr landi í yfirstandandi verkfallsaðgerðum dýralækna hjá Matvælastofnun. Á annað hundrað hross hafa verið seld úr landi og bíða nú fyrrverandi eigendur eftir því að geta flutt hrossin til nýrra heimkynna. „Þetta veldur óneitanlega óþægindum fyrir hrossasölu. Á okkar vegum eru um 60 hross sem bíða eftir því að komast út. Hættan er sú að nýir eigendur bíði með að flytja út hross þar til í haust því það er ekki gott fyrir hrossin að koma út í sumarhitann. Á meðan munu þessi hross bíða hér á landi í einhvern tíma,“ segir Hulda Gústafsdóttir, tamningamaður og útflytjandi á Árbakka í Landsveit. Útflytjendur segja þetta geta haft mikil áhrif á útflutning íslenska hestsins á þessu ári ef fram heldur sem horfir. Gunnar Arnarson og Eysteinn Leifsson eru einnig stórir aðilar í útflutningi hrossa og í gegnum þau þrjú fer obbi íslenskra hesta til útlanda. Um 140 hross bíða útflutnings hjá Eysteini og Gunnari. Hulda bendir á að þótt ástandið sé ekki gott er lán í óláni að háannatími í útflutningi hrossa er að haustlagi. „Það mun taka okkur einhvern tíma að ná í skottið á okkur því svo fer allt á fullt að hausti þegar langflest hross eru flutt úr landi. Því vonum við að þetta verkfall leysist sem fyrst. En þó þetta hafi vissulega slæm áhrif á útflutning hrossa kemur þetta afar hart niður á svína og alifuglabændum og maður hugsar til þeirra stétta í dag,“ segir Hulda.
Verkfall 2016 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira