Forsíðukandídat á Landakotsspítala Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. maí 2015 07:00 Gunnar Baldvin Björgvinsson kandídat í læknisfræði á Landspítalanum. Fréttablaðið/Ernir Ein hliðaráhrif yfirstandandi verkfalla á Gunnar Baldvin Björgvinsson, læknakandídat á lokaári við Landspítalann, reyndust nokkuð óvænt. Myndir sem ljósmyndari Morgunblaðsins tók af honum (og fleirum) í læknaverkfallinu hafa nefnilega birst á síðum blaðsins, og í það minnsta tvisvar á forsíðu, auk birtinga á vef blaðsins. „Það mætti kannski kalla mig verkfallskandídat miðað við hvað blaðið hefur birt af mér margar myndir,“ segir hann, en þegar myndirnar voru teknar starfaði hann á bráðamóttökunni. „En ég bað svo sem ekki um að verða einhver verkfallsstrákur, eða andlit heilbrigðisstétta í verkfalli.“ Áhrif verkfallanna nú merkir Gunnar hins vegar eins og annað heilbrigðisstarfsfólk og segir alvarleg. „Læknaverkfallið var slæmt en röskunin af þessu er líklega meiri,“ segir hann. Núna starfar Gunnar Baldvin á Landakoti og sér daglega hvernig rannsóknir tefjast vegna þess að sýni og blóðprufur fást ekki greind nema með undanþágum í bráðatilvikum og sama á við um röntgenmyndatöku. Þá liggur hún niðri á Landakoti, þannig að fara þarf með fólk á milli sjúkrahúsbygginga í bráðatilvikum til myndatökunnar, sem sé aukaálag. Gunnar segir ljóst að ástandið sé líka til þess fallið að auka fólki kvíða. „Sé fólk með fullum sönsum þá gerir það það, en þegar þú ert kominn á öldrunar- og endurhæfingarspítala þá er allur gangur á því,“ bætir hann við. „En vissulega geta komið upp bráðatilvik hér. Og ef setja þarf fólk strax í röntgen þá er það bara sjúkrabíll og mikil röskun fyrir eldra fólk. Ástandið bitnar kannski mest á þeim sem síst mega við því, það er að segja eldra fólkinu.“ Verkfall 2016 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Ein hliðaráhrif yfirstandandi verkfalla á Gunnar Baldvin Björgvinsson, læknakandídat á lokaári við Landspítalann, reyndust nokkuð óvænt. Myndir sem ljósmyndari Morgunblaðsins tók af honum (og fleirum) í læknaverkfallinu hafa nefnilega birst á síðum blaðsins, og í það minnsta tvisvar á forsíðu, auk birtinga á vef blaðsins. „Það mætti kannski kalla mig verkfallskandídat miðað við hvað blaðið hefur birt af mér margar myndir,“ segir hann, en þegar myndirnar voru teknar starfaði hann á bráðamóttökunni. „En ég bað svo sem ekki um að verða einhver verkfallsstrákur, eða andlit heilbrigðisstétta í verkfalli.“ Áhrif verkfallanna nú merkir Gunnar hins vegar eins og annað heilbrigðisstarfsfólk og segir alvarleg. „Læknaverkfallið var slæmt en röskunin af þessu er líklega meiri,“ segir hann. Núna starfar Gunnar Baldvin á Landakoti og sér daglega hvernig rannsóknir tefjast vegna þess að sýni og blóðprufur fást ekki greind nema með undanþágum í bráðatilvikum og sama á við um röntgenmyndatöku. Þá liggur hún niðri á Landakoti, þannig að fara þarf með fólk á milli sjúkrahúsbygginga í bráðatilvikum til myndatökunnar, sem sé aukaálag. Gunnar segir ljóst að ástandið sé líka til þess fallið að auka fólki kvíða. „Sé fólk með fullum sönsum þá gerir það það, en þegar þú ert kominn á öldrunar- og endurhæfingarspítala þá er allur gangur á því,“ bætir hann við. „En vissulega geta komið upp bráðatilvik hér. Og ef setja þarf fólk strax í röntgen þá er það bara sjúkrabíll og mikil röskun fyrir eldra fólk. Ástandið bitnar kannski mest á þeim sem síst mega við því, það er að segja eldra fólkinu.“
Verkfall 2016 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira