Meta stöðuna eftir skýrslu landlæknis um áhrif aðgerða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. maí 2015 07:00 Beðið niðurstöðu Félagsdóms um lögmæti ótímabundins verkfalls hjá Fjársýslunni. VÍSIR/ERNIR Landlæknir kannar nú áhrif verkfallanna á heilbrigðiskerfi landsins og skilar samkvæmt heimildum blaðsins ríkisstjórninni skýrslu um stöðu mála í vikunni. Styðjast eigi við þau gögn við mat á því hvort grípa eigi til lagasetningar á verkfall BHM.Páll HalldórssonVÍSIR/STEFÁN„Ég óttast ekki að ríkið setji lög á verkfallið,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM „Ég geng út frá því að það verði samið og að þær viðurkenndu leikreglur samfélagsins verði virtar og að menn klári þetta með samningum,“ segir Páll og bætir við að síðast hafi fundi lokið með fororði um að þegar næst yrði boðað til fundar hefði ríkið eitthvað fram að færa. „Fyrst sáttasemjari boðar til fundar í dag þá er líklega eitthvað nýtt á borðinu.“ Úrskurð Félagsdóms í gærkvöldi um að ekki hafi verið með réttum hætti tilkynnt um verkfall Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríkisins og ótímabundið verkfall þeirra frá og með deginum í dag því ólögmætt, segir Páll engu breyta um þá stöðu sem uppi sé. „Verkfall stendur enn yfir og mikilvægt er að ná samningum sem fyrst.“Gunnar BjörnssonVísir/Egill AðalsteinssonGunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir ekki Pál að ákveða hvort eitthvað nýtt komi fram að hálfu samninganefndar ríkisins. „Að ekki yrði fundur nema ríkið hefði eitthvað fram að færa er túlkun Páls á síðasta fundi, en sáttasemjari orðaði það ekki þannig,“ segir hann og kveðst mæta bjartsýnn til fundar. Um leið segist hann vona að BHM komi með eitthvað nýtt að borðinu. „Það þurfa báðir að leggja sitt af mörkum. Það þarf tvo til að semja.“Vigdís HauksdóttirVÍSIR/GVAEkkert liggur hins vegar enn fyrir um skattkerfisbreytingar sem ríkið leggur fram til að liðka fyrir samningum. „Það er búið að vera spjall í gangi við aðila vinnumarkaðarins og ríkisins. Ég get þó ekki staðfest neitt fast og það er ekkert sem ég get sagt frá,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra. Þá hefur Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar þingsins, ekkert heyrt um slíkar áætlanir. „Það má þó ekki gera neinar breytingar á skattakerfinu nema þingið komi að því eftir stjórnskipun okkar.“ Verkfall 2016 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Landlæknir kannar nú áhrif verkfallanna á heilbrigðiskerfi landsins og skilar samkvæmt heimildum blaðsins ríkisstjórninni skýrslu um stöðu mála í vikunni. Styðjast eigi við þau gögn við mat á því hvort grípa eigi til lagasetningar á verkfall BHM.Páll HalldórssonVÍSIR/STEFÁN„Ég óttast ekki að ríkið setji lög á verkfallið,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM „Ég geng út frá því að það verði samið og að þær viðurkenndu leikreglur samfélagsins verði virtar og að menn klári þetta með samningum,“ segir Páll og bætir við að síðast hafi fundi lokið með fororði um að þegar næst yrði boðað til fundar hefði ríkið eitthvað fram að færa. „Fyrst sáttasemjari boðar til fundar í dag þá er líklega eitthvað nýtt á borðinu.“ Úrskurð Félagsdóms í gærkvöldi um að ekki hafi verið með réttum hætti tilkynnt um verkfall Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríkisins og ótímabundið verkfall þeirra frá og með deginum í dag því ólögmætt, segir Páll engu breyta um þá stöðu sem uppi sé. „Verkfall stendur enn yfir og mikilvægt er að ná samningum sem fyrst.“Gunnar BjörnssonVísir/Egill AðalsteinssonGunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir ekki Pál að ákveða hvort eitthvað nýtt komi fram að hálfu samninganefndar ríkisins. „Að ekki yrði fundur nema ríkið hefði eitthvað fram að færa er túlkun Páls á síðasta fundi, en sáttasemjari orðaði það ekki þannig,“ segir hann og kveðst mæta bjartsýnn til fundar. Um leið segist hann vona að BHM komi með eitthvað nýtt að borðinu. „Það þurfa báðir að leggja sitt af mörkum. Það þarf tvo til að semja.“Vigdís HauksdóttirVÍSIR/GVAEkkert liggur hins vegar enn fyrir um skattkerfisbreytingar sem ríkið leggur fram til að liðka fyrir samningum. „Það er búið að vera spjall í gangi við aðila vinnumarkaðarins og ríkisins. Ég get þó ekki staðfest neitt fast og það er ekkert sem ég get sagt frá,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra. Þá hefur Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar þingsins, ekkert heyrt um slíkar áætlanir. „Það má þó ekki gera neinar breytingar á skattakerfinu nema þingið komi að því eftir stjórnskipun okkar.“
Verkfall 2016 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira