Ljósmæður segja launin kynjamisrétti Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 7. maí 2015 07:00 "Nánast allar ljósmæður fengu skerðingu á launum og fengu lítið sem ekkert greitt. Þær geta ekki staðið í skilum, greitt reikninga eða greitt eðlileg útgjöld heimilisins.“ Vísir/Vilhelm „Það er mikið að gera á kvennadeildinni þessa dagana, ástandið er erfitt,“ segir Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, en ljósmæður hafa ákveðið að herða verkfallsaðgerðir sínar eins og mögulegt er. „Við skoðum allar undanþágur mjög vel, auðvitað samþykkjum við þær undanþágur sem þörf er á, en ekki aðrar. Börnin fæðast, við stöðvum það ekki en þetta eru óþægindi fyrir barnshafandi konur sem koma í sónar og þurfa á rannsóknum og eftirfylgni að halda.“ Áslaug segir að laun ljósmæðra og lækna ættu í mörgum tilvikum að vera jöfn. Menntun þeirra og ábyrgð sé hægt að meta jafnt til verðleika. „Við viljum að okkar menntun sé metin til launa. Við viljum grunnlaunahækkun sem er í samræmi við laun lækna. Þeir eru í sama starfsumhverfi og í mörgum tilvikum með jafnlangt sérfræðinám að baki. Við vinnum með þessari stétt og getum í mörgum tilfellum metið okkur jafnt til verðleika. Þar að auki eru ljósmæður sjálfbærar í starfi og bera mikla ábyrgð sem endurspeglast ekki í launum,“ segir Áslaug. Að sögn Áslaugar grunar hana að lægri laun ljósmæðra stafi af kynjamisrétti, bæði því er ríkir í læknastétt í launum og því er kemur við sögu ljósmæðrastéttar. „Ljósmæður áttu að sinna starfi sínu af góðvild, við erum enn að stríða við þetta viðhorf til stéttarinnar nú áratugum seinna. Það eru tuttugu ár síðan nám ljósmæðra var fært á háskólastig og margir eru enn fastir í gömlum viðhorfum.“ Landspítalinn birti nýlega upplýsingar er vörðuðu launamun kynjanna á spítalanum og sýndu mikinn mun á milli karl- og kvenlækna. Áslaug vitnar í þá könnun. „Kvenlæknar eru með 80% af grunnlaunum karla og eingöngu 60% af yfirvinnulaunum, þetta launamisrétti endurspeglast í okkar launum,“ segir Áslaug og vísar til þess að ljósmæður eru kvennastétt. Byrjunarlaun ljósmóður með ljósmóðurleyfi eftir sex ára nám eru 392.000 krónur en byrjunarlaun læknis með lækningaleyfi eftir sex ára nám eru 471.404. Þess má geta að fyrir nýgerða samninga við lækna voru byrjunarlaun lækna lægri en byrjunarlaun ljósmóður. Árið 2008 sóttu ljósmæður kjarabót með því loforði að það væri upphafið að leiðréttingu á kjörum þeirra að sögn Áslaugar. „Við fengum ákveðna leiðréttingu 2008, á þeim tíma var talað um að þetta væri byrjunin. En svo hefur ekkert gerst og aðrar stéttir hafa nálgast okkur í launum. Hjúkrunarfræðingar eru mjög nálægt okkur í kjörum með tveimur árum skemmra nám að baki. Við ætlum að halda þetta út í þetta sinn.“ Enn hafa ljósmæður ekki fengið greidd full laun vegna vinnu í aprílmánuði en Fjársýsla ríkisins hélt mestum hluta launa þeirra eftir vegna verkfalls þeirra í apríl. Sumar þeirra sem fengu ekki greitt lögðu aðeins niður vinnu í einn dag. „Við höfum ekki einu sinni fengið að vita hvernig og hvenær við getum sótt laun okkar,“ segir Áslaug frá og segir skaðann mikinn fyrir fjárhag heimilis þeirra. Verkfall 2016 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
„Það er mikið að gera á kvennadeildinni þessa dagana, ástandið er erfitt,“ segir Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, en ljósmæður hafa ákveðið að herða verkfallsaðgerðir sínar eins og mögulegt er. „Við skoðum allar undanþágur mjög vel, auðvitað samþykkjum við þær undanþágur sem þörf er á, en ekki aðrar. Börnin fæðast, við stöðvum það ekki en þetta eru óþægindi fyrir barnshafandi konur sem koma í sónar og þurfa á rannsóknum og eftirfylgni að halda.“ Áslaug segir að laun ljósmæðra og lækna ættu í mörgum tilvikum að vera jöfn. Menntun þeirra og ábyrgð sé hægt að meta jafnt til verðleika. „Við viljum að okkar menntun sé metin til launa. Við viljum grunnlaunahækkun sem er í samræmi við laun lækna. Þeir eru í sama starfsumhverfi og í mörgum tilvikum með jafnlangt sérfræðinám að baki. Við vinnum með þessari stétt og getum í mörgum tilfellum metið okkur jafnt til verðleika. Þar að auki eru ljósmæður sjálfbærar í starfi og bera mikla ábyrgð sem endurspeglast ekki í launum,“ segir Áslaug. Að sögn Áslaugar grunar hana að lægri laun ljósmæðra stafi af kynjamisrétti, bæði því er ríkir í læknastétt í launum og því er kemur við sögu ljósmæðrastéttar. „Ljósmæður áttu að sinna starfi sínu af góðvild, við erum enn að stríða við þetta viðhorf til stéttarinnar nú áratugum seinna. Það eru tuttugu ár síðan nám ljósmæðra var fært á háskólastig og margir eru enn fastir í gömlum viðhorfum.“ Landspítalinn birti nýlega upplýsingar er vörðuðu launamun kynjanna á spítalanum og sýndu mikinn mun á milli karl- og kvenlækna. Áslaug vitnar í þá könnun. „Kvenlæknar eru með 80% af grunnlaunum karla og eingöngu 60% af yfirvinnulaunum, þetta launamisrétti endurspeglast í okkar launum,“ segir Áslaug og vísar til þess að ljósmæður eru kvennastétt. Byrjunarlaun ljósmóður með ljósmóðurleyfi eftir sex ára nám eru 392.000 krónur en byrjunarlaun læknis með lækningaleyfi eftir sex ára nám eru 471.404. Þess má geta að fyrir nýgerða samninga við lækna voru byrjunarlaun lækna lægri en byrjunarlaun ljósmóður. Árið 2008 sóttu ljósmæður kjarabót með því loforði að það væri upphafið að leiðréttingu á kjörum þeirra að sögn Áslaugar. „Við fengum ákveðna leiðréttingu 2008, á þeim tíma var talað um að þetta væri byrjunin. En svo hefur ekkert gerst og aðrar stéttir hafa nálgast okkur í launum. Hjúkrunarfræðingar eru mjög nálægt okkur í kjörum með tveimur árum skemmra nám að baki. Við ætlum að halda þetta út í þetta sinn.“ Enn hafa ljósmæður ekki fengið greidd full laun vegna vinnu í aprílmánuði en Fjársýsla ríkisins hélt mestum hluta launa þeirra eftir vegna verkfalls þeirra í apríl. Sumar þeirra sem fengu ekki greitt lögðu aðeins niður vinnu í einn dag. „Við höfum ekki einu sinni fengið að vita hvernig og hvenær við getum sótt laun okkar,“ segir Áslaug frá og segir skaðann mikinn fyrir fjárhag heimilis þeirra.
Verkfall 2016 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent