Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. maí 2015 07:00 Einamana póstburðartaska. Búast má við að verkfallsaðgerðir SGS í dag og á morgun hafi áhrif á póstþjónustu á landsbyggðinni, þótt röskun verði ekki á útburði á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/GVA Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Félögin sem þar eru undir eru:AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Aðgerðir félaganna hafa mestanpart áhrif utan höfuðborgarsvæðisins (einhverjar ferðir atvinnubílstjóra út á land falla þó niður). Aðgerðirnar ná hins vegar til bróðurparts landsins að öðru leyti og hafa áhrif á fjölda vinnustaða. Meðal annars verður röskun á póstþjónustu á landsbyggðinni. Þá stendur enn ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM). Í dag er 30. dagur í verkfalli fimm þeirra:Félag geislafræðinga – en verkfall þeirra hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans í þá veru að ekki er hægt að framkvæma margvíslegar rannsóknir sem krefjast röntgenmyndatöku.Félag lífeindafræðinga – verkfall þeirra hefur sömuleiðis áhrif á framkvæmd rannsókna á Landspítalanum, en lífeindafræðingar starfa á rannsóknastofum sjúkrahúsa og fyrirtækja í erfðagreiningu og lyfjaiðnaði, auk stofnana sem þjóna landbúnaði.Félag íslenskra náttúrufræðinga á Landspítala – náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu koma meðal annars að hlutum sem snerta frumu- og sameindalíffræði, eðlis- og efnafræði, lífeðlis- og lífefnafræði, erfðafræði og líftækni, örveru- og veirufræði, ónæmisfræði, blóðbankafræði, vefjafræði, meinafræði, faraldsfræði, tölfræði og kerfislíffræði.Ljósmæðrafélag Íslands á Landspítala (þri., mið. og fim.) – verkfall ljósmæðra raskar starfsemi kvennadeildar, en undanþágur hafa verið veittar, svo sem vegna keisaraskurðaðgerða.Stéttarfélag lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu – verkfallið veldur því að ekki er hægt að ganga frá alls kyns opinberum skiptum, gjaldþrota- eða skiptum dánarbúa, skilnuðum, hjónavígslum og fleiri hlutum. Þann 9. apríl hófst ótímabundið verkfall félaga í Ljósmæðrafélagi Íslands á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar er verkfall á mánudögum og fimmtudögum. Og eru þær aðgerðir því á 28. degi. Þá hefur verkfall í dag staðið í 17 daga hjá eftirtöldum félögum, en það hófst 20. síðasta mánaðar:Félag íslenskra náttúrufræðinga á Matvælastofnun – verkfallið hefur áhrif á margvíslega starfsemi stofnunarinnar, svo sem vegna eftirlits með plöntuheilbrigði, matvælaöryggi og neytendavernd.Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði á Matvælastofnun – verkfall háskólamanna raskar margvíslegu eftirliti og rannsóknum sem unnar eru hjá MAST.Dýralæknafélag Íslands – verkfallið hefur stórfelld áhrif á matvælaframleiðslu því uppáskrift dýralækna og eftirlit þarf við hvers konar slátrun og einnig vegna innflutnings dýraafurða. Þá raskast eftirlit sem haft er með heilbrigði og velferð dýra.Að auki stendur svo yfir verkfall Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríkisins. Þær aðgerðir hófust 20. apríl og standa til 8. þessa mánaðar. Í byrjun verkfalls var veitt undanþága til þess að hægt yrði að greiða út barnabætur, en viðbúið er að margvíslegar greiðslur aðrar og afgreiðsla hjá Fjársýslunni raskist haldi verkfall áfram. Takist ekki samningar hefst ótímabundið verkfall hjá félaginu 11. maí. Verkfall 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Félögin sem þar eru undir eru:AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðsfélag Þórshafnar. Aðgerðir félaganna hafa mestanpart áhrif utan höfuðborgarsvæðisins (einhverjar ferðir atvinnubílstjóra út á land falla þó niður). Aðgerðirnar ná hins vegar til bróðurparts landsins að öðru leyti og hafa áhrif á fjölda vinnustaða. Meðal annars verður röskun á póstþjónustu á landsbyggðinni. Þá stendur enn ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM). Í dag er 30. dagur í verkfalli fimm þeirra:Félag geislafræðinga – en verkfall þeirra hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans í þá veru að ekki er hægt að framkvæma margvíslegar rannsóknir sem krefjast röntgenmyndatöku.Félag lífeindafræðinga – verkfall þeirra hefur sömuleiðis áhrif á framkvæmd rannsókna á Landspítalanum, en lífeindafræðingar starfa á rannsóknastofum sjúkrahúsa og fyrirtækja í erfðagreiningu og lyfjaiðnaði, auk stofnana sem þjóna landbúnaði.Félag íslenskra náttúrufræðinga á Landspítala – náttúrufræðingar í heilbrigðisþjónustu koma meðal annars að hlutum sem snerta frumu- og sameindalíffræði, eðlis- og efnafræði, lífeðlis- og lífefnafræði, erfðafræði og líftækni, örveru- og veirufræði, ónæmisfræði, blóðbankafræði, vefjafræði, meinafræði, faraldsfræði, tölfræði og kerfislíffræði.Ljósmæðrafélag Íslands á Landspítala (þri., mið. og fim.) – verkfall ljósmæðra raskar starfsemi kvennadeildar, en undanþágur hafa verið veittar, svo sem vegna keisaraskurðaðgerða.Stéttarfélag lögfræðinga hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu – verkfallið veldur því að ekki er hægt að ganga frá alls kyns opinberum skiptum, gjaldþrota- eða skiptum dánarbúa, skilnuðum, hjónavígslum og fleiri hlutum. Þann 9. apríl hófst ótímabundið verkfall félaga í Ljósmæðrafélagi Íslands á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar er verkfall á mánudögum og fimmtudögum. Og eru þær aðgerðir því á 28. degi. Þá hefur verkfall í dag staðið í 17 daga hjá eftirtöldum félögum, en það hófst 20. síðasta mánaðar:Félag íslenskra náttúrufræðinga á Matvælastofnun – verkfallið hefur áhrif á margvíslega starfsemi stofnunarinnar, svo sem vegna eftirlits með plöntuheilbrigði, matvælaöryggi og neytendavernd.Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði á Matvælastofnun – verkfall háskólamanna raskar margvíslegu eftirliti og rannsóknum sem unnar eru hjá MAST.Dýralæknafélag Íslands – verkfallið hefur stórfelld áhrif á matvælaframleiðslu því uppáskrift dýralækna og eftirlit þarf við hvers konar slátrun og einnig vegna innflutnings dýraafurða. Þá raskast eftirlit sem haft er með heilbrigði og velferð dýra.Að auki stendur svo yfir verkfall Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríkisins. Þær aðgerðir hófust 20. apríl og standa til 8. þessa mánaðar. Í byrjun verkfalls var veitt undanþága til þess að hægt yrði að greiða út barnabætur, en viðbúið er að margvíslegar greiðslur aðrar og afgreiðsla hjá Fjársýslunni raskist haldi verkfall áfram. Takist ekki samningar hefst ótímabundið verkfall hjá félaginu 11. maí.
Verkfall 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira