Innsýn í hvernig bransinn virkar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2015 11:30 Guðmundur Jörundsson stendur fyrir tveggja vikna fatahönnunarnámskeiði fyrir fimmtán ára og eldri. Vísir/Ernir Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson, sem er flestum kunnur sem stofnandi og yfirhönnuður tískuhússins JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON, stendur fyrir tveggja vikna fatahönnunarnámskeiði. „Ég man þegar ég var að byrja í náminu að það vantaði svona svolitla kynningu á þessu. Þegar ég byrjaði í LHÍ vissi ég ekkert hvað ég var að gera,“ segir hann og bætir við: „Innsýn inn í hvernig þessi bransi er frá einhverjum sem er búinn að vera að vinna í þessu, það er svona svolítið öðruvísi en námið.“ Námskeiðið, sem taka mun á helstu undirstöðuatriðum hvað varðar hönnun og gerð fatalínu, stendur yfir í tvær vikur og mun nemendum verða úthlutað heimaverkefnum og munu þeir hanna eigin fatalínu. „Rannsóknarvinnan verður líka kennd, en hún er mikilvægur þáttur í þessu, kynna það að halda utan um skissubók, velja efni og liti sem fitta og svona,“ segir Guðmundur og að hans sögn eiga bæði byrjendur og lengra komnir heima á námskeiðinu sem hugsað er fyrir fimmtán ára og upp úr. „Það er áhugavert að sjá um hvað þetta snýst og ef maður er að pæla í að fara að læra þetta þá fær maður svona „touch base“,“ segir Guðmundur að lokum.Námskeiðið hefst þann 17. maí næstkomandi og stendur yfir í tvær vikur en fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við info@jorstore.com. Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson, sem er flestum kunnur sem stofnandi og yfirhönnuður tískuhússins JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON, stendur fyrir tveggja vikna fatahönnunarnámskeiði. „Ég man þegar ég var að byrja í náminu að það vantaði svona svolitla kynningu á þessu. Þegar ég byrjaði í LHÍ vissi ég ekkert hvað ég var að gera,“ segir hann og bætir við: „Innsýn inn í hvernig þessi bransi er frá einhverjum sem er búinn að vera að vinna í þessu, það er svona svolítið öðruvísi en námið.“ Námskeiðið, sem taka mun á helstu undirstöðuatriðum hvað varðar hönnun og gerð fatalínu, stendur yfir í tvær vikur og mun nemendum verða úthlutað heimaverkefnum og munu þeir hanna eigin fatalínu. „Rannsóknarvinnan verður líka kennd, en hún er mikilvægur þáttur í þessu, kynna það að halda utan um skissubók, velja efni og liti sem fitta og svona,“ segir Guðmundur og að hans sögn eiga bæði byrjendur og lengra komnir heima á námskeiðinu sem hugsað er fyrir fimmtán ára og upp úr. „Það er áhugavert að sjá um hvað þetta snýst og ef maður er að pæla í að fara að læra þetta þá fær maður svona „touch base“,“ segir Guðmundur að lokum.Námskeiðið hefst þann 17. maí næstkomandi og stendur yfir í tvær vikur en fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við info@jorstore.com.
Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira