Frosni kjúklingurinn að klárast hjá Bónus sveinn arnarsson skrifar 5. maí 2015 07:00 Kjúklingabirgðir landsins verða búnar innan skamms. Ferskur kjúklingur er ófáanlegur og frosinn kjúklingur verður brátt einnig uppseldur. Fréttablaðið/Valli Hundruð tonna af kjöti liggja á hafnarbakkanum í Sundahöfn eða í skipum á leið til landsins og fást ekki afgreidd til kjötafurðastöðva til vinnslu. Í næstu viku verður nautahakk og frosinn kjúklingur til þurrðar genginn náist ekki samningar milli dýralækna og ríkisins. Þungt hljóð er í svínabændum sem telja stöðuna ólíðandi fyrir bú sín. Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Kjötmarkaðarins, segir að í næstu viku verði ekki hægt að fá nautahamborgara á landinu. Slátrun stórgripa liggur að mestu niðri og ekki sé hægt að tollafgreiða nautahakkefni sem liggur á hafnarsvæði í Reykjavík. „Það er alveg ljóst að við munum eiga nóg af nautahakki í þessari viku. Hins vegar er mjög líklegt að nautahakk verði búið í landinu þegar næsta vika rennur sitt skeið. Ástandið er alvarlegt og ég veit til þess að sumar kjötvinnslur eru farnar af stað með prófanir á að búa til hamborgara úr lambakjöti,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar á hann um 40 tonn af kjötafurðum í tveimur gámum sem ekki sé hægt að tollafgreiða. Dýralæknar hjá Matvælastofnun þurfa að votta innflutning og því hefur ekkert kjöt verið flutt inn frá því verkfall hófst. Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis á Svalbarðseyri, tekur í sama streng og segir um 60 tonn af kjöti bíða á hafnarbakka eftir því að verða afgreidd til þeirra.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir sumar tegundir búnar og í næstu viku muni fleiri vörutegundir klárast á markaðnum. „Ferskur kjúklingur er auðvitað ekki til og um næstu helgi verður einnig frosinn kjúklingur búinn. Nautakjöt verður einnig búið á þeim tíma og því munum við bara verða með fisk og lamb og svínakjöt á grillið í okkar verslunum. Þetta er staðan sem við búum við ef ekki semst fyrir þann tíma,“ segir Guðmundur. Svínabændur eru einnig uggandi yfir stöðu sinni og segja dýravelferð vera afgangsstærð í verkfalli dýralækna. Ferskt svínakjöt er ekki til í landinu í dag og eru svínabú þeirra að fyllast af grísum sem komnir eru í sláturstærð. Andrés Kristinsson, svínabóndi í Eyjafirði, segir stöðuna ólíðandi. „Við svínabændur erum aðeins þriðji aðili í þessari kjaradeilu og erum ekki viðsemjendur við dýralækna. Hins vegar bitnar verkfallið aðeins á okkur fjárhagslega,“ segir Andrés Kristinsson. Verkfall 2016 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira
Hundruð tonna af kjöti liggja á hafnarbakkanum í Sundahöfn eða í skipum á leið til landsins og fást ekki afgreidd til kjötafurðastöðva til vinnslu. Í næstu viku verður nautahakk og frosinn kjúklingur til þurrðar genginn náist ekki samningar milli dýralækna og ríkisins. Þungt hljóð er í svínabændum sem telja stöðuna ólíðandi fyrir bú sín. Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Kjötmarkaðarins, segir að í næstu viku verði ekki hægt að fá nautahamborgara á landinu. Slátrun stórgripa liggur að mestu niðri og ekki sé hægt að tollafgreiða nautahakkefni sem liggur á hafnarsvæði í Reykjavík. „Það er alveg ljóst að við munum eiga nóg af nautahakki í þessari viku. Hins vegar er mjög líklegt að nautahakk verði búið í landinu þegar næsta vika rennur sitt skeið. Ástandið er alvarlegt og ég veit til þess að sumar kjötvinnslur eru farnar af stað með prófanir á að búa til hamborgara úr lambakjöti,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar á hann um 40 tonn af kjötafurðum í tveimur gámum sem ekki sé hægt að tollafgreiða. Dýralæknar hjá Matvælastofnun þurfa að votta innflutning og því hefur ekkert kjöt verið flutt inn frá því verkfall hófst. Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis á Svalbarðseyri, tekur í sama streng og segir um 60 tonn af kjöti bíða á hafnarbakka eftir því að verða afgreidd til þeirra.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir sumar tegundir búnar og í næstu viku muni fleiri vörutegundir klárast á markaðnum. „Ferskur kjúklingur er auðvitað ekki til og um næstu helgi verður einnig frosinn kjúklingur búinn. Nautakjöt verður einnig búið á þeim tíma og því munum við bara verða með fisk og lamb og svínakjöt á grillið í okkar verslunum. Þetta er staðan sem við búum við ef ekki semst fyrir þann tíma,“ segir Guðmundur. Svínabændur eru einnig uggandi yfir stöðu sinni og segja dýravelferð vera afgangsstærð í verkfalli dýralækna. Ferskt svínakjöt er ekki til í landinu í dag og eru svínabú þeirra að fyllast af grísum sem komnir eru í sláturstærð. Andrés Kristinsson, svínabóndi í Eyjafirði, segir stöðuna ólíðandi. „Við svínabændur erum aðeins þriðji aðili í þessari kjaradeilu og erum ekki viðsemjendur við dýralækna. Hins vegar bitnar verkfallið aðeins á okkur fjárhagslega,“ segir Andrés Kristinsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Sjá meira