Verkföll sögð óumflýjanleg sveinn arnarsson skrifar 4. maí 2015 07:00 Kjaradeilur eru sagðar í hnút og staðan grafalvarleg. Svo víðtækar verkfallsaðgerðir sem eru í sjónmáli eru fáheyrðar í íslenskri kjarabaráttu. Helmingur launþega gæti lagt niður störf í lok mánaðarins. Fréttablaðið/Pjetur 37 sáttamálum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara á þessu ári. Þar af er þrjátíu og þremur málum ólokið hjá embættinu og ekkert þokast í átt að samningum stóru félaganna við Samtök atvinnulífsins. Á Alþingi í dag verður rætt um þá stöðu sem upp er komin á vinnumarkaði og er Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, málshefjandi. Yfirvofandi verkföll eru Katrínu áhyggjuefni. Vill hún fá upplýsingar um hvort ríkisstjórnin ætli sér á einhvern hátt að liðka fyrir samningum. Hún telur störf ríkisstjórnarinnar þvert á móti ekki hjálpa til.Katrín Jakobsdóttirvísir/daníel„Á baráttudegi verkalýðsins var boðað afnám sérstaks raforkuskatts á álver svo dæmi sé tekið. Mér finnst að ríkið eigi að hjálpa til við samninga en ekki vera að þvælast fyrir. Stjórnvöld hafa þvert á móti hert þann hnút sem er á vinnumarkaði í dag,“ segir Katrín. Um tíu þúsund félagar Starfsgreinasambandsins(SGS) lögðu niður störf síðastliðinn fimmtudag í fyrstu aðgerðum sínum og von er á tveggja sólarhringa vinnustöðvun á miðvikudag og fimmtudag, sem mun lama atvinnulíf á landsbyggðinni. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, telur útilokað að það náist að semja fyrir þann tíma. „Það er nánast öruggt að við munum þurfa að leggja niður störf í þessari viku. Það er enginn vilji til samninga af hálfu Samtaka atvinnulífsins og samtökin vilja ekki hlusta á sanngjarnar kröfur okkar,“ segir Björn. Stór félög launþega eru einnig líkleg til að leggja niður störf í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingar hefja atkvæðagreiðslu í dag um verkfallsboðun og ekkert hefur miðað í samningaviðræðum Flóabandalagsins og VR við Samtök atvinnulífsins.Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin og segir að líklega muni atkvæðagreiðsla um verkfall hefjast um miðjan mánuðinn. „Við munum á þriðjudaginn [á morgun] senda frá okkur fréttatilkynningu um þá stöðu sem upp er komin í viðræðum okkar við SA. Við höfum ekki fengið samtal við SA um kröfugerð okkar og því er okkur nauðugur sá kostur að setja málið í þennan farveg,“ segir Ólafía. Að mati Ólafíu eru lög á verkföll ekki til þess fallin að liðka fyrir samningum. Félag hjúkrunarfræðinga hefur einnig ákveðið að kanna hug sinna félagsmanna til boðunar verkfalls. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir stéttina seinþreytta til vandræða. Frá því félagið var stofnað árið 1994 hafi félagsmenn aðeins farið í verkfall í tvo heila vinnudaga árið 2001. Nú sé hins vegar ekki sé unað lengur við þau kjör sem hjúkrunarfræðingum séu boðin. „Að morgni mánudagsins 11. maí verður ljóst hvort við förum í verkfall frá og með 27. maí. Við höfum átt þrjá árangurslausa fundi hjá ríkissáttasemjara frá því í byrjun apríl. Við sjáum þetta sem neyðarúrræði til að krefjast betri kjara,“ segir Ólafur. Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Sjá meira
37 sáttamálum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara á þessu ári. Þar af er þrjátíu og þremur málum ólokið hjá embættinu og ekkert þokast í átt að samningum stóru félaganna við Samtök atvinnulífsins. Á Alþingi í dag verður rætt um þá stöðu sem upp er komin á vinnumarkaði og er Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, málshefjandi. Yfirvofandi verkföll eru Katrínu áhyggjuefni. Vill hún fá upplýsingar um hvort ríkisstjórnin ætli sér á einhvern hátt að liðka fyrir samningum. Hún telur störf ríkisstjórnarinnar þvert á móti ekki hjálpa til.Katrín Jakobsdóttirvísir/daníel„Á baráttudegi verkalýðsins var boðað afnám sérstaks raforkuskatts á álver svo dæmi sé tekið. Mér finnst að ríkið eigi að hjálpa til við samninga en ekki vera að þvælast fyrir. Stjórnvöld hafa þvert á móti hert þann hnút sem er á vinnumarkaði í dag,“ segir Katrín. Um tíu þúsund félagar Starfsgreinasambandsins(SGS) lögðu niður störf síðastliðinn fimmtudag í fyrstu aðgerðum sínum og von er á tveggja sólarhringa vinnustöðvun á miðvikudag og fimmtudag, sem mun lama atvinnulíf á landsbyggðinni. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, telur útilokað að það náist að semja fyrir þann tíma. „Það er nánast öruggt að við munum þurfa að leggja niður störf í þessari viku. Það er enginn vilji til samninga af hálfu Samtaka atvinnulífsins og samtökin vilja ekki hlusta á sanngjarnar kröfur okkar,“ segir Björn. Stór félög launþega eru einnig líkleg til að leggja niður störf í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingar hefja atkvæðagreiðslu í dag um verkfallsboðun og ekkert hefur miðað í samningaviðræðum Flóabandalagsins og VR við Samtök atvinnulífsins.Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin og segir að líklega muni atkvæðagreiðsla um verkfall hefjast um miðjan mánuðinn. „Við munum á þriðjudaginn [á morgun] senda frá okkur fréttatilkynningu um þá stöðu sem upp er komin í viðræðum okkar við SA. Við höfum ekki fengið samtal við SA um kröfugerð okkar og því er okkur nauðugur sá kostur að setja málið í þennan farveg,“ segir Ólafía. Að mati Ólafíu eru lög á verkföll ekki til þess fallin að liðka fyrir samningum. Félag hjúkrunarfræðinga hefur einnig ákveðið að kanna hug sinna félagsmanna til boðunar verkfalls. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir stéttina seinþreytta til vandræða. Frá því félagið var stofnað árið 1994 hafi félagsmenn aðeins farið í verkfall í tvo heila vinnudaga árið 2001. Nú sé hins vegar ekki sé unað lengur við þau kjör sem hjúkrunarfræðingum séu boðin. „Að morgni mánudagsins 11. maí verður ljóst hvort við förum í verkfall frá og með 27. maí. Við höfum átt þrjá árangurslausa fundi hjá ríkissáttasemjara frá því í byrjun apríl. Við sjáum þetta sem neyðarúrræði til að krefjast betri kjara,“ segir Ólafur.
Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent