Sjúkrahússýking á tveimur deildum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 1. maí 2015 13:00 Á Landspítalanum stendur yfir umfangsmikið hreinsunarstarf, en upp er komin sjúkrahússýking á skurðdeild. Vísir/Getty Sjúkrahússýking af völdum Vancomycin-ónæmra enterókokka er komin upp á Landspítalanum. Tveimur skurðdeildum af þremur hefur verið lokað, samtals 36 rúmum, og öllum aðgerðum nema bráðaaðgerðum frestað. Mjög ónæmisbældir einstaklingar, til að mynda á gjörgæslu og krabbameinsdeildum spítalans, eru sérstaklega viðkvæmir gagnvart sýkingunni. Átta sjúklingar eru enn inni á annarri sýktu deildinni og komast ekki af henni fyrr en meðferð þeirra er lokið. Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs, segir erfiðleika vegna sjúkrahússýkingar bætast við álag vegna yfirstandandi verkfalls. „Deildirnar verða hreinsaðar og sýni ræktuð. Við vitum ekki hver staðan er fyrr en um og upp úr helgi. Sýkingin bætist ofan á verkfallsaðgerðir, þetta er vissulega erfitt ástand. Við höfum verið svo lánsöm að við höfum fengið forgang á þessa vinnu í samvinnu við Félag lífeindafræðinga sem eru í verkfalli, þetta er gríðarlegt álag á þá, jafnt og sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, ræstingarfólk, svo ekki sé talað um sjúklinga.“ Markmiðið er að uppræta sýkingar af þessu tagi. „Hér á Íslandi höfum við ákveðið að uppræta sýkingar sem þessar úr umhverfi sjúklinga. Það eru ekki öll lönd sem hafa ákveðið að gera það. Þær valda hraustu og heilbrigðu fólki engum vandræðum, en sjúklingum sem eru verulega ónæmisbældir eða langtímaveikir er hætt við að sýkjast af þessum bakteríum.“ Lilja segir allt reynt til að lágmarka truflun af sýkingunni. „Við á skurðlæknasviði höfum lagað okkar flæði að því sem við erum að gera. Við reynum að færa starfsfólk til og höfum sett fleiri rúm á þessa einu deild sem er opin. Við höfum hent öllu aukalegu út af þeirri deild sem er opin og setjum rúm alls staðar þar sem er hægt. Við erum líka búin að opna sex rúm á dagdeild sem sólarhringsrúm.“ Umfangsmikið hreinsunarstarf fer nú fram á Landspítalanum. Þar er allt þrifið og mörgu þarf að henda, húsgögnum sem ekki er hægt að þrífa, áteknum vörum og skrifborðsvörum svo dæmi séu tekin. „Hreinsunarferlið er afar víðtækt. Deildirnar eru þrifnar með sérstöku hreinsiefni. Allt er þrifið, þá meina ég bókstaflega allt sem ekki er hent. Það þarf að henda áteknum vörum og öllu sem er ekki gerlegt að þrífa, skrifborðsmottum, húsgögnum og slitnum dýnum.“ Verkfall 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sjúkrahússýking af völdum Vancomycin-ónæmra enterókokka er komin upp á Landspítalanum. Tveimur skurðdeildum af þremur hefur verið lokað, samtals 36 rúmum, og öllum aðgerðum nema bráðaaðgerðum frestað. Mjög ónæmisbældir einstaklingar, til að mynda á gjörgæslu og krabbameinsdeildum spítalans, eru sérstaklega viðkvæmir gagnvart sýkingunni. Átta sjúklingar eru enn inni á annarri sýktu deildinni og komast ekki af henni fyrr en meðferð þeirra er lokið. Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs, segir erfiðleika vegna sjúkrahússýkingar bætast við álag vegna yfirstandandi verkfalls. „Deildirnar verða hreinsaðar og sýni ræktuð. Við vitum ekki hver staðan er fyrr en um og upp úr helgi. Sýkingin bætist ofan á verkfallsaðgerðir, þetta er vissulega erfitt ástand. Við höfum verið svo lánsöm að við höfum fengið forgang á þessa vinnu í samvinnu við Félag lífeindafræðinga sem eru í verkfalli, þetta er gríðarlegt álag á þá, jafnt og sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, ræstingarfólk, svo ekki sé talað um sjúklinga.“ Markmiðið er að uppræta sýkingar af þessu tagi. „Hér á Íslandi höfum við ákveðið að uppræta sýkingar sem þessar úr umhverfi sjúklinga. Það eru ekki öll lönd sem hafa ákveðið að gera það. Þær valda hraustu og heilbrigðu fólki engum vandræðum, en sjúklingum sem eru verulega ónæmisbældir eða langtímaveikir er hætt við að sýkjast af þessum bakteríum.“ Lilja segir allt reynt til að lágmarka truflun af sýkingunni. „Við á skurðlæknasviði höfum lagað okkar flæði að því sem við erum að gera. Við reynum að færa starfsfólk til og höfum sett fleiri rúm á þessa einu deild sem er opin. Við höfum hent öllu aukalegu út af þeirri deild sem er opin og setjum rúm alls staðar þar sem er hægt. Við erum líka búin að opna sex rúm á dagdeild sem sólarhringsrúm.“ Umfangsmikið hreinsunarstarf fer nú fram á Landspítalanum. Þar er allt þrifið og mörgu þarf að henda, húsgögnum sem ekki er hægt að þrífa, áteknum vörum og skrifborðsvörum svo dæmi séu tekin. „Hreinsunarferlið er afar víðtækt. Deildirnar eru þrifnar með sérstöku hreinsiefni. Allt er þrifið, þá meina ég bókstaflega allt sem ekki er hent. Það þarf að henda áteknum vörum og öllu sem er ekki gerlegt að þrífa, skrifborðsmottum, húsgögnum og slitnum dýnum.“
Verkfall 2016 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira