Búist við kjötskorti Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. apríl 2015 07:00 Fersk kjötvara, önnur en lambakjöt, verður fljót að hverfa úr hillum verslana komi til langvarandi verkfalls dýralækna. Fréttablaðið/Heiða Komi til verkfalls dýralækna næsta mánudag gæti orðið kjötskortur í verslunum innan fárra daga. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir erfitt að segja nákvæmlega til um áhrif verkfalls á verslanir. „Kjötið klárast tiltölulega hratt, en ég veit að einhverjir eru að sækja um undanþágur þannig að á þessari stundu er ekki víst hvernig þetta endar,“ segir hann. Vari verkfallið í skamman tíma segir hann einhver áhrif verða, en ekki mikil. Vari það hins vegar lengi verði áhrifin mikil. „Við fáum ferskvöru daglega,“ segir Finnur og telur líklegt að hún klárist á tveimur til þremur dögum í verkfalli. „Síðan eru einhverjar meiri birgðir af frosinni vöru.“Þá komi verkfall dýralækna mismunandi niður á kjöttegundum. „Það er ekki sláturtíð í lambakjöti svo að birgðastaða þess er bara birgðastaðan í landinu og þarf ekki dýralækna til að klára söluna á því, þannig að það myndi líklega duga okkur fram á haust.“ Áhrifin komi hins vegar strax fram í því að skrúfist fyrir framboð á svína-, kjúklinga- og nautakjöti. Í tilkynningu sem Guðbjörg Þorvarðardóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sendi frá sér í gær kemur fram að flestir dýralæknar í opinberri þjónustu starfi hjá Matvælastofnun og að komi til verkfalls raskist starfsemi stofnunarinnar töluvert. Hún bendir á að komi til verkfalls frá og með næsta mánudegi, 20. apríl, líkt og boðað hefur verið stöðvast slátrun í landinu, dýralæknar votti ekki flutning þar sem þarf og ábendingum um brot á velferð dýra verði ekki sinnt. Þá stöðvist útflutningur dýraafurða til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins og hætt verði útgáfu vottorða vegna útflutnings gæludýra. Eins verði ekki gefin út vottorð vegna flutnings tækja eða skepna yfir sjúkdómavarnalínur.Áhrif verkfalls dýralæknaAllt eftirlit í frumframleiðslu og með matvælafyrirtækjum sem framleiða matvæli úr dýraafurðum stöðvast.Eftirlit með aðbúnaði dýra stöðvast.Innflutningur á fóðri sem inniheldur dýraafurðir frá ríkjum utan EES stöðvast.Allt eftirlit í sláturhúsum stöðvast.Innflutningur á lifandi dýrum og dýraafurðum stöðvast.Útflutningur á lifandi dýrum stöðvast.Útflutningur á dýraafurðum til þriðju ríkja stöðvast að mestu.Eftirlit með sjúkdómum í fiskeldi stöðvast.Ýmis önnur eftirlitsverkefni stöðvast.Þjónusta við eftirlitsaðila, leiðbeiningar o.fl. hættir.Fyrirspurnum fyrirtækja og almennings varðandi ofangreind atriði verður ekki sinnt. Mest lesið Olivia Hussey er látin Erlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Urðu úti við leit að Stórfæti Erlent Fleiri fréttir Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Sjá meira
Komi til verkfalls dýralækna næsta mánudag gæti orðið kjötskortur í verslunum innan fárra daga. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir erfitt að segja nákvæmlega til um áhrif verkfalls á verslanir. „Kjötið klárast tiltölulega hratt, en ég veit að einhverjir eru að sækja um undanþágur þannig að á þessari stundu er ekki víst hvernig þetta endar,“ segir hann. Vari verkfallið í skamman tíma segir hann einhver áhrif verða, en ekki mikil. Vari það hins vegar lengi verði áhrifin mikil. „Við fáum ferskvöru daglega,“ segir Finnur og telur líklegt að hún klárist á tveimur til þremur dögum í verkfalli. „Síðan eru einhverjar meiri birgðir af frosinni vöru.“Þá komi verkfall dýralækna mismunandi niður á kjöttegundum. „Það er ekki sláturtíð í lambakjöti svo að birgðastaða þess er bara birgðastaðan í landinu og þarf ekki dýralækna til að klára söluna á því, þannig að það myndi líklega duga okkur fram á haust.“ Áhrifin komi hins vegar strax fram í því að skrúfist fyrir framboð á svína-, kjúklinga- og nautakjöti. Í tilkynningu sem Guðbjörg Þorvarðardóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sendi frá sér í gær kemur fram að flestir dýralæknar í opinberri þjónustu starfi hjá Matvælastofnun og að komi til verkfalls raskist starfsemi stofnunarinnar töluvert. Hún bendir á að komi til verkfalls frá og með næsta mánudegi, 20. apríl, líkt og boðað hefur verið stöðvast slátrun í landinu, dýralæknar votti ekki flutning þar sem þarf og ábendingum um brot á velferð dýra verði ekki sinnt. Þá stöðvist útflutningur dýraafurða til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins og hætt verði útgáfu vottorða vegna útflutnings gæludýra. Eins verði ekki gefin út vottorð vegna flutnings tækja eða skepna yfir sjúkdómavarnalínur.Áhrif verkfalls dýralæknaAllt eftirlit í frumframleiðslu og með matvælafyrirtækjum sem framleiða matvæli úr dýraafurðum stöðvast.Eftirlit með aðbúnaði dýra stöðvast.Innflutningur á fóðri sem inniheldur dýraafurðir frá ríkjum utan EES stöðvast.Allt eftirlit í sláturhúsum stöðvast.Innflutningur á lifandi dýrum og dýraafurðum stöðvast.Útflutningur á lifandi dýrum stöðvast.Útflutningur á dýraafurðum til þriðju ríkja stöðvast að mestu.Eftirlit með sjúkdómum í fiskeldi stöðvast.Ýmis önnur eftirlitsverkefni stöðvast.Þjónusta við eftirlitsaðila, leiðbeiningar o.fl. hættir.Fyrirspurnum fyrirtækja og almennings varðandi ofangreind atriði verður ekki sinnt.
Mest lesið Olivia Hussey er látin Erlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Urðu úti við leit að Stórfæti Erlent Fleiri fréttir Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Sjá meira