Þetta er alveg ný spenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2015 07:00 Eiður Smári í leik gegn Króötum. vísir/vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik fyrir átján árum og rúmum ellefu mánuðum og það eru miklar líkur á því að hann komi við sögu á móti Kasakstan í undankeppni EM í dag og verði um leið sá leikmaður sem hefur átt lengsta landsliðsferilinn. „Við erum í öðru sæti þrátt fyrir að hafa tapað í Tékklandi. Við vitum það að ef við vinnum leikinn þá erum við að berjast um efsta sætið í riðlinum þegar kemur að leiknum í júní. Við vitum það að þetta verður alls ekki auðvelt,“ sagði Eiður Smári. Kasakarnir eru samt með skeinuhætt lið þrátt fyrir slæma stöðu í riðlinum sem og á FIFA-listanum. „Þetta er leikur þar sem menn þurfa að passa sig mikið á smáatriðunum. Ég tel að það hafi verið mjög jákvætt að við komum hingað tiltölulega snemma. Það er því ekkert sem er að koma okkur á óvart á leikdegi,“ sagði Eiður Smári. En hvernig er gervigrasið að fara með fæturna á honum. „Ég held að ég hafi átti auðveldara með þetta þegar ég var yngri. Maður finnur aðeins öðruvísi þreytu og boltinn rúllar líka aðeins öðruvísi. Það er aðeins harðara en ég hef klárað allar æfingar og þetta er þannig séð ekkert mál. Við þurfum bara að vera klárir á laugardaginn en svo getum við tekið út þreytuna í nokkra daga eftir það,“ sagði Eiður léttur. Eiður Smári hefur ekkert spilað með landsliðinu frá því í nóvember 2013 eða í sextán mánuði. Hann er þó ekki að ganga inn í nýtt lið. „Megnið af strákunum eru sömu leikmennirnir og í síðustu keppni. Það er sama þjálfarateymi og sama fólkið í kringum liðið. Mér líður því ekki eins og ég sé búinn að vera í burtu í langan tíma,“ segir Eiður Smári. Strákarnir í liðinu tala mikið um það að Eiður komi með ró inn í liðið. Hvað finnst honum sjálfum um það? „Fylgir það ekki bara aldrinum? Ég kem kannski með róna innan vallar og kannski utan vallar líka því ég er voðalega rólegur yfir þessu öllu saman,“ sagði Eiður brosandi og af sinni kunnu yfirvegun. Hann hefur vissulega séð margt í boltanum en þó ekki allt. „Ég viðurkenni það alveg að það er ekki oft sem ég hef verið að spila með landsliðinu þar sem við erum virkilega að berjast um efsta sætið í riðlinum. Það er alveg nýtt fyrir mér og ný spenna sem fylgir því. Það sem við höfum náð að gera er að halda áfram á sömu braut frá síðustu keppni,“ sagði Eiður Smári að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta landsleik fyrir átján árum og rúmum ellefu mánuðum og það eru miklar líkur á því að hann komi við sögu á móti Kasakstan í undankeppni EM í dag og verði um leið sá leikmaður sem hefur átt lengsta landsliðsferilinn. „Við erum í öðru sæti þrátt fyrir að hafa tapað í Tékklandi. Við vitum það að ef við vinnum leikinn þá erum við að berjast um efsta sætið í riðlinum þegar kemur að leiknum í júní. Við vitum það að þetta verður alls ekki auðvelt,“ sagði Eiður Smári. Kasakarnir eru samt með skeinuhætt lið þrátt fyrir slæma stöðu í riðlinum sem og á FIFA-listanum. „Þetta er leikur þar sem menn þurfa að passa sig mikið á smáatriðunum. Ég tel að það hafi verið mjög jákvætt að við komum hingað tiltölulega snemma. Það er því ekkert sem er að koma okkur á óvart á leikdegi,“ sagði Eiður Smári. En hvernig er gervigrasið að fara með fæturna á honum. „Ég held að ég hafi átti auðveldara með þetta þegar ég var yngri. Maður finnur aðeins öðruvísi þreytu og boltinn rúllar líka aðeins öðruvísi. Það er aðeins harðara en ég hef klárað allar æfingar og þetta er þannig séð ekkert mál. Við þurfum bara að vera klárir á laugardaginn en svo getum við tekið út þreytuna í nokkra daga eftir það,“ sagði Eiður léttur. Eiður Smári hefur ekkert spilað með landsliðinu frá því í nóvember 2013 eða í sextán mánuði. Hann er þó ekki að ganga inn í nýtt lið. „Megnið af strákunum eru sömu leikmennirnir og í síðustu keppni. Það er sama þjálfarateymi og sama fólkið í kringum liðið. Mér líður því ekki eins og ég sé búinn að vera í burtu í langan tíma,“ segir Eiður Smári. Strákarnir í liðinu tala mikið um það að Eiður komi með ró inn í liðið. Hvað finnst honum sjálfum um það? „Fylgir það ekki bara aldrinum? Ég kem kannski með róna innan vallar og kannski utan vallar líka því ég er voðalega rólegur yfir þessu öllu saman,“ sagði Eiður brosandi og af sinni kunnu yfirvegun. Hann hefur vissulega séð margt í boltanum en þó ekki allt. „Ég viðurkenni það alveg að það er ekki oft sem ég hef verið að spila með landsliðinu þar sem við erum virkilega að berjast um efsta sætið í riðlinum. Það er alveg nýtt fyrir mér og ný spenna sem fylgir því. Það sem við höfum náð að gera er að halda áfram á sömu braut frá síðustu keppni,“ sagði Eiður Smári að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Sjá meira