Fyrst pirraðir og svo reyndum við að hlæja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2015 07:00 Ragnar Sigurðsson vísir/getty Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska liðsins, spilar með FC Krasnodar í Rússlandi og var því einn af fáum leikmönnum íslenska liðsins sem þurfti ekki að hafa áhyggjur af mjög löngu ferðalagi til Kasakstans en annað kom þó á daginn. Ragnar var nefnilega einn af átta leikmönnum íslenska liðsins sem höfðu ekki fengið vegabréfsáritun og þurftu því að dúsa á flugvellinum í Astana í átta tíma. „Við þurftum að bíða aðeins á flugvellinum í vegabréfsskoðuninni. Ferðalagið fyrir mig var þannig séð frekar stutt. Við vorum nokkrir ekki með áritun og það var einhver heilagur dagur í gær. Við fengum því að bíða aðeins á flugvellinum,“ sagði Ragnar, en þetta hefur væntanlega farið illa í menn sem voru að koma til Kasakstans um miðja nótt. Það er ekki eins og þessi mál gangi mjög hratt fyrir sig en það tók um fimmtán mínútur fyrir Íslending með vegabréfsáritun að sleppa inn í landið. Þeir sem voru án hennar þurftu hins vegar að bíða mjög lengi og það reyndi á þolinmæðina. „Fyrst vorum við pirraðir en svo vorum við að reyna að hlæja að þessu en síðustu tvo tímana var aftur kominn pirringur í okkur. Þetta er svona eins og gengur og gerist,“ segir Ragnar. Ragnar er á sínu öðru tímabili með FC Krasnodar og þekkir því aðeins til vinnuaðferðanna. „Ég er búinn að vera í Rússlandi í rúmt ár og maður kannast við þetta vesen. Ég bjóst alveg við smá veseni fyrst við vorum ekki komnir með vegabréfsáritunina,“ segir Ragnar. Knattspyrnusambandið sendi flest vegabréfin til London í tíma til að fá áritun en nokkrir leikmannanna voru á ferðinni með sín vegabréf og gátu ekki látið þau af hendi. Allir komust strákarnir þó inn í landið á endanum og verða með á móti Kasakstan á laugardaginn. Viðar Örn Kjartansson var hins vegar sá sem þurfti að fara í stysta ferðalagið til Kasakstans því hann spilar með kínverska liðinu Jiangsu, en Kasakstan liggur einmitt að Kína. „Ég flaug í tvo og hálfan tíma og þetta var mjög stutt ferðalag fyrir mig,“ sagði Viðar, sem þurfti heldur ekki að hafa miklar áhyggjur af tímamismuninum. Ferðalög hans í landsleiki í framtíðinni verða aftur á móti miklu lengri. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska liðsins, spilar með FC Krasnodar í Rússlandi og var því einn af fáum leikmönnum íslenska liðsins sem þurfti ekki að hafa áhyggjur af mjög löngu ferðalagi til Kasakstans en annað kom þó á daginn. Ragnar var nefnilega einn af átta leikmönnum íslenska liðsins sem höfðu ekki fengið vegabréfsáritun og þurftu því að dúsa á flugvellinum í Astana í átta tíma. „Við þurftum að bíða aðeins á flugvellinum í vegabréfsskoðuninni. Ferðalagið fyrir mig var þannig séð frekar stutt. Við vorum nokkrir ekki með áritun og það var einhver heilagur dagur í gær. Við fengum því að bíða aðeins á flugvellinum,“ sagði Ragnar, en þetta hefur væntanlega farið illa í menn sem voru að koma til Kasakstans um miðja nótt. Það er ekki eins og þessi mál gangi mjög hratt fyrir sig en það tók um fimmtán mínútur fyrir Íslending með vegabréfsáritun að sleppa inn í landið. Þeir sem voru án hennar þurftu hins vegar að bíða mjög lengi og það reyndi á þolinmæðina. „Fyrst vorum við pirraðir en svo vorum við að reyna að hlæja að þessu en síðustu tvo tímana var aftur kominn pirringur í okkur. Þetta er svona eins og gengur og gerist,“ segir Ragnar. Ragnar er á sínu öðru tímabili með FC Krasnodar og þekkir því aðeins til vinnuaðferðanna. „Ég er búinn að vera í Rússlandi í rúmt ár og maður kannast við þetta vesen. Ég bjóst alveg við smá veseni fyrst við vorum ekki komnir með vegabréfsáritunina,“ segir Ragnar. Knattspyrnusambandið sendi flest vegabréfin til London í tíma til að fá áritun en nokkrir leikmannanna voru á ferðinni með sín vegabréf og gátu ekki látið þau af hendi. Allir komust strákarnir þó inn í landið á endanum og verða með á móti Kasakstan á laugardaginn. Viðar Örn Kjartansson var hins vegar sá sem þurfti að fara í stysta ferðalagið til Kasakstans því hann spilar með kínverska liðinu Jiangsu, en Kasakstan liggur einmitt að Kína. „Ég flaug í tvo og hálfan tíma og þetta var mjög stutt ferðalag fyrir mig,“ sagði Viðar, sem þurfti heldur ekki að hafa miklar áhyggjur af tímamismuninum. Ferðalög hans í landsleiki í framtíðinni verða aftur á móti miklu lengri.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira