Verða í auglýsingu fyrir The Kooples Adda Soffia Ingvarsdottir skrifar 24. mars 2015 08:00 María Birta og Elli Vísir Leikkonan, fyrirsætan og verslunareigandinn María Birta situr fyrir í auglýsingum fyrir tískufyrirtækið The Kooples ásamt eiginmanni sínum Ella Egilssyni. Ljósmyndari á vegum þeirra var staddur hér á landi síðastliðið sumar í þeim tilgangi að finna pör í auglýsingu fyrir merkið, en í öllum þeirra auglýsingum eru pör. „Kærasta ljósmyndarans var að máta föt í Maníu, versluninni minni, þegar Elli kemur til að aðstoða mig við að taka upp sendingu. Ljósmyndarinn spurði okkur þá hvort við værum ekki til í að vera með,“ segir María. Hún og Elli slógu til og voru myndirnar teknar síðasta sumar, í lok júní. „Myndirnar voru teknar við höfnina í Reykjavík. Það vildi einmitt svo skemmtilega til að við vorum að fara að gifta okkur tveimur vikum síðar,“ segir María. Þau hjónin fengu svo þær fréttir fyrir þremur vikum að myndin af þeim hefði verið valin til þess að nota í auglýsingar hjá The Kooples og að hún yrði á sýningu í New York. „Þetta er einhver sýning á vegum Air France Magazine og The Kooples og myndin af okkur var valin á hana ásamt nokkrum öðrum,“ bætir hún við, en þau þekktu merkið vel og þykir því mikill heiður að sitja fyrir hjá þeim. Myndirnar munu svo fara í birtingu í verslunum The Kooples. María er alls ekki óvön fyrirsætustörfunum og nú síðast gekk hún tískupallana á Reykjavík Fashion Festival, ásamt því að hún hefur farið með hlutverk í kvikmyndunum Svartur á leik og XL. Elli var einn meðlima hljómsveitarinnar Steed Lord, en í dag reka þau saman verslunina MONO ásamt því að María á verslunina Maníu. Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Leikkonan, fyrirsætan og verslunareigandinn María Birta situr fyrir í auglýsingum fyrir tískufyrirtækið The Kooples ásamt eiginmanni sínum Ella Egilssyni. Ljósmyndari á vegum þeirra var staddur hér á landi síðastliðið sumar í þeim tilgangi að finna pör í auglýsingu fyrir merkið, en í öllum þeirra auglýsingum eru pör. „Kærasta ljósmyndarans var að máta föt í Maníu, versluninni minni, þegar Elli kemur til að aðstoða mig við að taka upp sendingu. Ljósmyndarinn spurði okkur þá hvort við værum ekki til í að vera með,“ segir María. Hún og Elli slógu til og voru myndirnar teknar síðasta sumar, í lok júní. „Myndirnar voru teknar við höfnina í Reykjavík. Það vildi einmitt svo skemmtilega til að við vorum að fara að gifta okkur tveimur vikum síðar,“ segir María. Þau hjónin fengu svo þær fréttir fyrir þremur vikum að myndin af þeim hefði verið valin til þess að nota í auglýsingar hjá The Kooples og að hún yrði á sýningu í New York. „Þetta er einhver sýning á vegum Air France Magazine og The Kooples og myndin af okkur var valin á hana ásamt nokkrum öðrum,“ bætir hún við, en þau þekktu merkið vel og þykir því mikill heiður að sitja fyrir hjá þeim. Myndirnar munu svo fara í birtingu í verslunum The Kooples. María er alls ekki óvön fyrirsætustörfunum og nú síðast gekk hún tískupallana á Reykjavík Fashion Festival, ásamt því að hún hefur farið með hlutverk í kvikmyndunum Svartur á leik og XL. Elli var einn meðlima hljómsveitarinnar Steed Lord, en í dag reka þau saman verslunina MONO ásamt því að María á verslunina Maníu.
Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira