5.221 kílómetri fyrir þrjú stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2015 06:30 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfarar. fréttablaðið/valli Aldrei fyrr hefur íslenska karlalandsliðið í knattspyrnur þurft að leggjast í jafn langt ferðalag og fyrir leikinn gegn Kasakstan á laugardag. Bein loftlína á milli Reykjavíkur og Astana í Kasakstan er 5.221 km en til að bæta gráu ofan á svart þá er tímamismunurinn sex klukkustundir. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, var staddur í Frankfurt þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær en flestir leikmenn söfnuðust þar saman í gær og tóku svo næturflug yfir til Kasakstans. Það var lagt í hann um kvöldmatarleytið en þrátt fyrir að flugið sé aðeins sex klukkustunda langt var kominn morgun þegar liðið lenti í Astana. „Hugmyndin er sú að menn noti morgundaginn [í dag] til að hrista af sér ferðaþreytuna og jafna sig á tímamismuninum,“ segir Heimir. „Leikmenn leggja sig við komuna upp á hótel fram að hádegi. Þá er haldinn fundur, svo létt æfing og svo fundur aftur um kvöldið. Ætlunin er svo að menn fari að snemma að sofa og nái þessu þannig úr sér á sem stystum tíma.“grafík/garðarLeikmenn koma þó úr mörgum áttum og þrír þeirra koma með öðrum og styttri leiðum til Astana í dag. Hannes Þór Halldórsson kemur frá Tyrklandi þar sem lið hans, Sandnes Ulf, er í æfingaferð og Ragnar Sigurðsson kemur beint frá Rússlandi þar sem hann spilar með Krasnodar. Sá þriðji er Viðar Örn Kjartansson sem spilar í borginni Nanjing í austurhluta Kína. Þó svo að Kína og Kasakstan séu nágrannaríki eru 4.377 km til Astana og ferðalagið því dágóður spölur fyrir hann. Það er þó talsvert styttra en ferðalag Viðars í næsta heimaleik, verði hann valinn í landsliðið þá, en þá á hann fyrir höndum 8.800 km ferðalag. „Við vonum að þetta langa ferðalag muni ekki hafa áhrif á okkar leikmenn enda er ferðin skipulögð með það í huga að menn verði tilbúnir þegar leikurinn hefst,“ segir Heimir um undirbúninginn en góðu fréttirnar eru þær að allir leikmenn komust heilir frá síðustu leikjum sinna félagsliða. „Það er að minnsta kosti ekkert stórvægilegt sem komið hefur upp. Við vonumst til að allir geti tekið þátt í æfingu á morgun.“ Knattspyrnusamband Kasakstans gerðist aðili að Knattspyrnusambandi Asíu eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 en fékk inngöngu í UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, árið 2002. Kasakar hafa tekið þátt í undankeppni stórmóta síðan þá en aldrei komist í lokakeppni HM eða EM. Ísland er í öðru sæti A-riðils með níu stig en Kasakstan er á botninum með eitt stig að loknum fjórum umferðum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira
Aldrei fyrr hefur íslenska karlalandsliðið í knattspyrnur þurft að leggjast í jafn langt ferðalag og fyrir leikinn gegn Kasakstan á laugardag. Bein loftlína á milli Reykjavíkur og Astana í Kasakstan er 5.221 km en til að bæta gráu ofan á svart þá er tímamismunurinn sex klukkustundir. Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, var staddur í Frankfurt þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær en flestir leikmenn söfnuðust þar saman í gær og tóku svo næturflug yfir til Kasakstans. Það var lagt í hann um kvöldmatarleytið en þrátt fyrir að flugið sé aðeins sex klukkustunda langt var kominn morgun þegar liðið lenti í Astana. „Hugmyndin er sú að menn noti morgundaginn [í dag] til að hrista af sér ferðaþreytuna og jafna sig á tímamismuninum,“ segir Heimir. „Leikmenn leggja sig við komuna upp á hótel fram að hádegi. Þá er haldinn fundur, svo létt æfing og svo fundur aftur um kvöldið. Ætlunin er svo að menn fari að snemma að sofa og nái þessu þannig úr sér á sem stystum tíma.“grafík/garðarLeikmenn koma þó úr mörgum áttum og þrír þeirra koma með öðrum og styttri leiðum til Astana í dag. Hannes Þór Halldórsson kemur frá Tyrklandi þar sem lið hans, Sandnes Ulf, er í æfingaferð og Ragnar Sigurðsson kemur beint frá Rússlandi þar sem hann spilar með Krasnodar. Sá þriðji er Viðar Örn Kjartansson sem spilar í borginni Nanjing í austurhluta Kína. Þó svo að Kína og Kasakstan séu nágrannaríki eru 4.377 km til Astana og ferðalagið því dágóður spölur fyrir hann. Það er þó talsvert styttra en ferðalag Viðars í næsta heimaleik, verði hann valinn í landsliðið þá, en þá á hann fyrir höndum 8.800 km ferðalag. „Við vonum að þetta langa ferðalag muni ekki hafa áhrif á okkar leikmenn enda er ferðin skipulögð með það í huga að menn verði tilbúnir þegar leikurinn hefst,“ segir Heimir um undirbúninginn en góðu fréttirnar eru þær að allir leikmenn komust heilir frá síðustu leikjum sinna félagsliða. „Það er að minnsta kosti ekkert stórvægilegt sem komið hefur upp. Við vonumst til að allir geti tekið þátt í æfingu á morgun.“ Knattspyrnusamband Kasakstans gerðist aðili að Knattspyrnusambandi Asíu eftir fall Sovétríkjanna árið 1991 en fékk inngöngu í UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, árið 2002. Kasakar hafa tekið þátt í undankeppni stórmóta síðan þá en aldrei komist í lokakeppni HM eða EM. Ísland er í öðru sæti A-riðils með níu stig en Kasakstan er á botninum með eitt stig að loknum fjórum umferðum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira