Tapið í Tékklandi hjálpar okkur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. mars 2015 08:00 Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson voru hressir og jákvæðir á blaðamannafundi í gær. Þeir ætla til Astana í Kasakstan að sækja þrjú stig. fréttablaðið/pjetur „Það var ekkert svo erfitt að velja þennan hóp. Við vorum viðbúnir meiðslum og höfum verið að fylgjast með um 35 leikmönnum og vorum búnir að forgangsraða ef einhverjir myndi meiðast og annað,“ segir Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, en hann og Lars Lagerbäck tilkynntu í gær leikmannahópinn fyrir leikinn gegn Kasakstan sem fer fram ytra þann 28. mars næstkomandi. Þremur dögum síðar mun þessi hópur síðan mæta Eistum í vináttulandsleik. Sölvi Geir Ottesen og Theodór Elmar Bjarnason gátu ekki gefið kost á sér vegna meiðsla og þeir Helgi Valur Daníelsson og Ólafur Ingi Skúlason voru ekki valdir að þessu sinni. „Þeir eiga enn möguleika. Þetta var bara valið svona að þessu sinni. Það er bara mjög ánægjulegt að það sé barátta um sætin í hópnum,“ segir Heimir. Framtíðarmenn eins og Haukur Heiðar Hauksson og Hörður Björgvin Magnússon eru í hópnum að þessu sinni og einnig kemur Guðlaugur Victor Pálsson inn í hópinn.Nýta tapið á jákvæðan hátt Ísland tapaði sínum síðasta leik í undankeppni EM gegn Tékkum og þjálfararnir hafa reynt að nýta það tap á jákvæðan hátt fyrir liðið. „Ef við hefðum unnið í Tékklandi hefði ég haft áhyggjur af vanmati í Kasakstan. Ég held að tapið í Tékklandi muni að vissu leyti hjálpa okkur þó svo það sé aldrei gott að tapa,“ segir Heimir og bendir á að lið Kasakstan sé sýnd veiði en ekki gefin þó svo liðið sitji í neðsta sæti riðilsins með eitt stig eftir fjóra leiki. Ísland er í öðru sæti með níu stig. „Þeir eru mjög erfiðir heim að sækja. Þeir eru bæði með létta, snögga og tekníska leikmenn og svo sterka stráka í vörninni. Þeir spila með þrjá miðverði og oft á tíðum eru fimm í vörninni hjá þeim. Liðum hefur reynst erfitt að brjóta þá niður eins og sást til að mynda í Hollandi þar sem Kasakstan komst yfir og Hollandi tókst ekki að skora fyrr en eftir um 70 mínútur.“Tímabilið að byrja í Kasakstan Landsliðsþjálfarinn vildi lítið gefa upp um veikleika andstæðingsins og hvernig Ísland ætli sér að sækja á þá. Hann sagði þó að ekki væri hægt að bjóða upp á neinar afsakanir ef illa færi. „Allir leikmenn Kasakstan spila í heimalandinu og það hlýtur að teljast vera veikleiki hjá þeim að allt liðið er að byrja tímabilið sitt núna. Þeir gætu því verið ryðgaðir.“ Fyrir ekki svo löngu hefði íslenska landsliðið verið sátt við að fara til lands eins og Kasakstan og sækja eitt stig. Þeir tímar eru sem betur fer liðnir. Íslenska liðið ætlar sér þrjú stig og ekkert annað í Astana. „Staðan í riðlinum býður ekki upp á annað. Við verðum að fara þarna út til þess að vinna leikinn þó svo það yrði enginn heimsendir ef við gerðum jafntefli. Við megum samt ekki tapa þessum leikjum ef við ætlum okkur annað sætið í riðlinum.“Eiður til í að fórna sér Eiður Smári Guðjohnsen var aftur valinn í hópinn og hann tekur slaginn þó svo eiginkona hans eigi von á þeirra fjórða barni á svipuðum tíma og leikurinn fer fram. „Hann var mjög jákvæður á þetta verkefni þó svo þau hjónin eigi von á barni. Þetta er virðingarvert hjá honum og sýnir hvernig karakter hann er. Eiður er til í að fórna sér fyrir land og þjóð,“ segir Heimir og bætir við að það hafi ekki þurft að setja neina pressu á Eið Smára til að vera með. „Það er frábært að hann sé til í að hjálpa okkur.“ Eins og gengur er mismunandi stand á leikmönnum íslenska liðsins. Sumir eru að spila á meðan aðrir fá ekki mörg tækifæri. Tímabilið hjá öðrum leikmönnum er svo kannski ekki hafið. „Vissulega hefur staðan oft verið betri. Við höfum átt markahæstu menn í Noregi og Hollandi er við spilum landsleik. Allir á flugi, en þetta er sá tími ársins þar sem allir eru ekki komnir í gang. Þetta er eðlilegt.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári í hópnum á móti Kasakstan | Sölvi og Elmar meiddir Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck tilkynntu í dag hópinn sem mætir Kasakstan í undankeppni EM 2016 28. mars og Eistum í vináttuleik. 20. mars 2015 10:21 Heimir: Eiður er til í að fórna sér fyrir land og þjóð Eiður Smári Guðjohnsen var valinn aftur í íslenska landsliðshópinn í dag og glöddust margir yfir því. 20. mars 2015 14:15 Kona Eiðs Smára á von á þeirra fjórða barni Eiður Smári Guðjohnsen er í landsliðshópi Íslands á móti Kasakstan sem tilkynntur var í dag en hann er að koma aftur inn í landsliðið eftir sextán mánaða fjarveru. 20. mars 2015 13:49 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
„Það var ekkert svo erfitt að velja þennan hóp. Við vorum viðbúnir meiðslum og höfum verið að fylgjast með um 35 leikmönnum og vorum búnir að forgangsraða ef einhverjir myndi meiðast og annað,“ segir Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, en hann og Lars Lagerbäck tilkynntu í gær leikmannahópinn fyrir leikinn gegn Kasakstan sem fer fram ytra þann 28. mars næstkomandi. Þremur dögum síðar mun þessi hópur síðan mæta Eistum í vináttulandsleik. Sölvi Geir Ottesen og Theodór Elmar Bjarnason gátu ekki gefið kost á sér vegna meiðsla og þeir Helgi Valur Daníelsson og Ólafur Ingi Skúlason voru ekki valdir að þessu sinni. „Þeir eiga enn möguleika. Þetta var bara valið svona að þessu sinni. Það er bara mjög ánægjulegt að það sé barátta um sætin í hópnum,“ segir Heimir. Framtíðarmenn eins og Haukur Heiðar Hauksson og Hörður Björgvin Magnússon eru í hópnum að þessu sinni og einnig kemur Guðlaugur Victor Pálsson inn í hópinn.Nýta tapið á jákvæðan hátt Ísland tapaði sínum síðasta leik í undankeppni EM gegn Tékkum og þjálfararnir hafa reynt að nýta það tap á jákvæðan hátt fyrir liðið. „Ef við hefðum unnið í Tékklandi hefði ég haft áhyggjur af vanmati í Kasakstan. Ég held að tapið í Tékklandi muni að vissu leyti hjálpa okkur þó svo það sé aldrei gott að tapa,“ segir Heimir og bendir á að lið Kasakstan sé sýnd veiði en ekki gefin þó svo liðið sitji í neðsta sæti riðilsins með eitt stig eftir fjóra leiki. Ísland er í öðru sæti með níu stig. „Þeir eru mjög erfiðir heim að sækja. Þeir eru bæði með létta, snögga og tekníska leikmenn og svo sterka stráka í vörninni. Þeir spila með þrjá miðverði og oft á tíðum eru fimm í vörninni hjá þeim. Liðum hefur reynst erfitt að brjóta þá niður eins og sást til að mynda í Hollandi þar sem Kasakstan komst yfir og Hollandi tókst ekki að skora fyrr en eftir um 70 mínútur.“Tímabilið að byrja í Kasakstan Landsliðsþjálfarinn vildi lítið gefa upp um veikleika andstæðingsins og hvernig Ísland ætli sér að sækja á þá. Hann sagði þó að ekki væri hægt að bjóða upp á neinar afsakanir ef illa færi. „Allir leikmenn Kasakstan spila í heimalandinu og það hlýtur að teljast vera veikleiki hjá þeim að allt liðið er að byrja tímabilið sitt núna. Þeir gætu því verið ryðgaðir.“ Fyrir ekki svo löngu hefði íslenska landsliðið verið sátt við að fara til lands eins og Kasakstan og sækja eitt stig. Þeir tímar eru sem betur fer liðnir. Íslenska liðið ætlar sér þrjú stig og ekkert annað í Astana. „Staðan í riðlinum býður ekki upp á annað. Við verðum að fara þarna út til þess að vinna leikinn þó svo það yrði enginn heimsendir ef við gerðum jafntefli. Við megum samt ekki tapa þessum leikjum ef við ætlum okkur annað sætið í riðlinum.“Eiður til í að fórna sér Eiður Smári Guðjohnsen var aftur valinn í hópinn og hann tekur slaginn þó svo eiginkona hans eigi von á þeirra fjórða barni á svipuðum tíma og leikurinn fer fram. „Hann var mjög jákvæður á þetta verkefni þó svo þau hjónin eigi von á barni. Þetta er virðingarvert hjá honum og sýnir hvernig karakter hann er. Eiður er til í að fórna sér fyrir land og þjóð,“ segir Heimir og bætir við að það hafi ekki þurft að setja neina pressu á Eið Smára til að vera með. „Það er frábært að hann sé til í að hjálpa okkur.“ Eins og gengur er mismunandi stand á leikmönnum íslenska liðsins. Sumir eru að spila á meðan aðrir fá ekki mörg tækifæri. Tímabilið hjá öðrum leikmönnum er svo kannski ekki hafið. „Vissulega hefur staðan oft verið betri. Við höfum átt markahæstu menn í Noregi og Hollandi er við spilum landsleik. Allir á flugi, en þetta er sá tími ársins þar sem allir eru ekki komnir í gang. Þetta er eðlilegt.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári í hópnum á móti Kasakstan | Sölvi og Elmar meiddir Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck tilkynntu í dag hópinn sem mætir Kasakstan í undankeppni EM 2016 28. mars og Eistum í vináttuleik. 20. mars 2015 10:21 Heimir: Eiður er til í að fórna sér fyrir land og þjóð Eiður Smári Guðjohnsen var valinn aftur í íslenska landsliðshópinn í dag og glöddust margir yfir því. 20. mars 2015 14:15 Kona Eiðs Smára á von á þeirra fjórða barni Eiður Smári Guðjohnsen er í landsliðshópi Íslands á móti Kasakstan sem tilkynntur var í dag en hann er að koma aftur inn í landsliðið eftir sextán mánaða fjarveru. 20. mars 2015 13:49 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Eiður Smári í hópnum á móti Kasakstan | Sölvi og Elmar meiddir Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck tilkynntu í dag hópinn sem mætir Kasakstan í undankeppni EM 2016 28. mars og Eistum í vináttuleik. 20. mars 2015 10:21
Heimir: Eiður er til í að fórna sér fyrir land og þjóð Eiður Smári Guðjohnsen var valinn aftur í íslenska landsliðshópinn í dag og glöddust margir yfir því. 20. mars 2015 14:15
Kona Eiðs Smára á von á þeirra fjórða barni Eiður Smári Guðjohnsen er í landsliðshópi Íslands á móti Kasakstan sem tilkynntur var í dag en hann er að koma aftur inn í landsliðið eftir sextán mánaða fjarveru. 20. mars 2015 13:49