Gosi Jón Gnarr skrifar 7. mars 2015 07:00 Tilvera mín hefur lengi verið mér hugleikin. Hver er ég? Hvaðan kem ég? Hvert fer ég? Hef ég sál eða anda? Ég hef lesið aragrúa bóka um andleg málefni, kynnt mér alls konar hugleiðslur og trúarrit og kenningar helstu heimspekinga. Ég hef lesið sálfræði. Ég hef fylgst með sjálfum mér og öðrum. Síðustu ár hef ég verið heillaður af rannsóknum á sviði taugavísinda og sérstaklega á mannsheilanum. Tæknikunnátta okkar er orðin svo mikil og þróuð að við getum beint sjónum okkar að kjarna okkar sjálfra. Við getum rannsakað og skoðað fyrirbæri sem við gátum aðeins spekúlerað um áður. Hvað er vilji? Er til frjáls vilji? Hvað er sjálf? Hvað gerist þegar við deyjum? Hvað er ást? Sláandi niðurstöður birtast í viku hverri, rannsóknir sem sýna að heilinn í okkur er búinn að taka ákvörðun, allt að 5 sekúndum, áður en við sjálf tökum meðvitaða ákvörðun. Auðvitað er líka ákveðin þversögn í þessum rannsóknum. Ekki síst vegna þess að heilinn er að skoða sjálfan sig á vísindalegan hátt. Og þessar rannsóknir og niðurstöður leiða okkur inn á ólíklegustu svið; heimspeki og siðfræði, sálfræði, eðlisfræði og guðfræði svo fátt eitt sé nefnt. Allt bendir til að vísindin muni gjörbreyta heimsmynd okkar á næstu árum og áratugum.Af hverju endurtek ég alltaf sömu mistökin? Mér hefur oft liðið eins og farþega í því farartæki sem er Ég. Ég hef oft velt fyrir mér af hverju ég hafi gert hluti svona en ekki hinsegin, af hverju ég hafi brugðist svona við en ekki öðruvísi? Af hverju elska ég þessa manneskju en ekki einhverja aðra? Af hverju endurtek ég alltaf sömu mistökin? Af hverju get ég ekki vanið mig af ósiðum? Listinn er endalaus. Mér hefur oft fundist eins og ég sé leiddur áfram inn í og í gegnum aðstæður. Eins og einhver utanaðkomandi öfl séu að stýra mér. Ég hef reynt að finna út hvað þetta er. Er þetta Guð? Eftir skoðun hef ég komist að því að svo sé ekki. Af hverju ætti Guð að láta mig ruglast í ríminu, keyra eitthvert sem ég ætlaði ekki að fara og rekast þar á frænda minn fyrir tilviljun? Ef Guð er að dunda sér við svona smámuni er hann ekki sá guð sem hann þykist vera. Hann væri frekar að einbeita sér að því að aðstoða fólk sem þarf virkilega á hjálp að halda. Hann væri ekkert að pæla í mér. Ég hafna því þeirri hugmynd. En hvað með engla eða framliðna ættingja? Getur verið að það lið sé allt saman í einhverri annarri vídd að hjálpa mér og öðrum í okkar daglega amstri? Freistandi hugmynd en hún gengur ekki upp. Árangurinn af slíkri vinnu er líka nær enginn miðað við erfiðið sem hlýtur að búa að baki. Ég hallast að því að þetta sé innsæi. Maður fylgir innsæinu sínu, það er ekki alltaf meðvitað. Og það er ekki guð, eða skrattinn, draugurinn hennar ömmu eða Mikael erkiengill sem er að leiða okkur áfram heldur heilinn í okkur.It's just a ride! Eftir langa leit hef ég fundið út að helsta ástæðan fyrir því, að ég hef ekki fundið mig sé, að ég sé ekki raunverulega til. Ég er einungis líffræðilegt vélmenni, stjórnað af ofurtölvu sem er heilinn í mér. Þessi tölva stjórnar mínu lífi, skynjunum og upplifun af raunveruleikanum. Og hún takmarkar mig. Ég sé bara ákveðna liti og get einungis skynjað nokkrar víddir. Hann skammtar mér upplýsingar. Þegar mig dreymir á nóttunni er ég áhorfandi minna eigin hugsana. Ég er nokkuð viljalaust verkfæri þessa heila. Persónuleiki minn er eins og avatar, kallað gengill á íslensku, bara ákveðið viðmót. Sumir kunna við það, aðrir ekki en ég er ekki raunverulegri vera heldur en persóna í tölvuleik. Það sem ég sjálfur upplifi að ég sé að segja hér er þar af leiðandi misskilningur. Heilinn í mér er að nota mína fabrikeruðu persónu til að koma gögnum í heilann á þér. Heilinn á þér er að nota þig á nákvæmlega sama hátt með því að láta þig lesa þetta. Heilar okkar vilja að við eigum í sem mestum mögulegum samskiptum og miðlum upplýsingum, genum og jafnvel bakteríum okkar á milli. Aðlaðandi stúlka hittir myndarlegan mann og fer í sleik við hann. Er það ást eða eitthvað andlegt? Eru heilar þeirra einungis að nota þau til skiptast á bakteríum til að styrkja ónæmiskerfið? Ég held það. Internetið er annað dæmi. Mannsheilinn bjó ekki til internetið svo við gætum stytt okkur stundir við að skoða klám og spila Candy Crush. Internetið er upplýsinganet milli heila. Okkar meðvitund sér ekki nema brot af því sem þar fer á milli. Heilinn er hinn raunverulegi leiðtogi í lífi okkar. Það er verið að spila með okkur af okkur sjálfum. En við getum slakað á og reynt að hafa gaman af því. Við erum í rauninni ekki til og því engin ástæða til að vera hræddur eða reiður. It's just a ride! Góða helgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Tilvera mín hefur lengi verið mér hugleikin. Hver er ég? Hvaðan kem ég? Hvert fer ég? Hef ég sál eða anda? Ég hef lesið aragrúa bóka um andleg málefni, kynnt mér alls konar hugleiðslur og trúarrit og kenningar helstu heimspekinga. Ég hef lesið sálfræði. Ég hef fylgst með sjálfum mér og öðrum. Síðustu ár hef ég verið heillaður af rannsóknum á sviði taugavísinda og sérstaklega á mannsheilanum. Tæknikunnátta okkar er orðin svo mikil og þróuð að við getum beint sjónum okkar að kjarna okkar sjálfra. Við getum rannsakað og skoðað fyrirbæri sem við gátum aðeins spekúlerað um áður. Hvað er vilji? Er til frjáls vilji? Hvað er sjálf? Hvað gerist þegar við deyjum? Hvað er ást? Sláandi niðurstöður birtast í viku hverri, rannsóknir sem sýna að heilinn í okkur er búinn að taka ákvörðun, allt að 5 sekúndum, áður en við sjálf tökum meðvitaða ákvörðun. Auðvitað er líka ákveðin þversögn í þessum rannsóknum. Ekki síst vegna þess að heilinn er að skoða sjálfan sig á vísindalegan hátt. Og þessar rannsóknir og niðurstöður leiða okkur inn á ólíklegustu svið; heimspeki og siðfræði, sálfræði, eðlisfræði og guðfræði svo fátt eitt sé nefnt. Allt bendir til að vísindin muni gjörbreyta heimsmynd okkar á næstu árum og áratugum.Af hverju endurtek ég alltaf sömu mistökin? Mér hefur oft liðið eins og farþega í því farartæki sem er Ég. Ég hef oft velt fyrir mér af hverju ég hafi gert hluti svona en ekki hinsegin, af hverju ég hafi brugðist svona við en ekki öðruvísi? Af hverju elska ég þessa manneskju en ekki einhverja aðra? Af hverju endurtek ég alltaf sömu mistökin? Af hverju get ég ekki vanið mig af ósiðum? Listinn er endalaus. Mér hefur oft fundist eins og ég sé leiddur áfram inn í og í gegnum aðstæður. Eins og einhver utanaðkomandi öfl séu að stýra mér. Ég hef reynt að finna út hvað þetta er. Er þetta Guð? Eftir skoðun hef ég komist að því að svo sé ekki. Af hverju ætti Guð að láta mig ruglast í ríminu, keyra eitthvert sem ég ætlaði ekki að fara og rekast þar á frænda minn fyrir tilviljun? Ef Guð er að dunda sér við svona smámuni er hann ekki sá guð sem hann þykist vera. Hann væri frekar að einbeita sér að því að aðstoða fólk sem þarf virkilega á hjálp að halda. Hann væri ekkert að pæla í mér. Ég hafna því þeirri hugmynd. En hvað með engla eða framliðna ættingja? Getur verið að það lið sé allt saman í einhverri annarri vídd að hjálpa mér og öðrum í okkar daglega amstri? Freistandi hugmynd en hún gengur ekki upp. Árangurinn af slíkri vinnu er líka nær enginn miðað við erfiðið sem hlýtur að búa að baki. Ég hallast að því að þetta sé innsæi. Maður fylgir innsæinu sínu, það er ekki alltaf meðvitað. Og það er ekki guð, eða skrattinn, draugurinn hennar ömmu eða Mikael erkiengill sem er að leiða okkur áfram heldur heilinn í okkur.It's just a ride! Eftir langa leit hef ég fundið út að helsta ástæðan fyrir því, að ég hef ekki fundið mig sé, að ég sé ekki raunverulega til. Ég er einungis líffræðilegt vélmenni, stjórnað af ofurtölvu sem er heilinn í mér. Þessi tölva stjórnar mínu lífi, skynjunum og upplifun af raunveruleikanum. Og hún takmarkar mig. Ég sé bara ákveðna liti og get einungis skynjað nokkrar víddir. Hann skammtar mér upplýsingar. Þegar mig dreymir á nóttunni er ég áhorfandi minna eigin hugsana. Ég er nokkuð viljalaust verkfæri þessa heila. Persónuleiki minn er eins og avatar, kallað gengill á íslensku, bara ákveðið viðmót. Sumir kunna við það, aðrir ekki en ég er ekki raunverulegri vera heldur en persóna í tölvuleik. Það sem ég sjálfur upplifi að ég sé að segja hér er þar af leiðandi misskilningur. Heilinn í mér er að nota mína fabrikeruðu persónu til að koma gögnum í heilann á þér. Heilinn á þér er að nota þig á nákvæmlega sama hátt með því að láta þig lesa þetta. Heilar okkar vilja að við eigum í sem mestum mögulegum samskiptum og miðlum upplýsingum, genum og jafnvel bakteríum okkar á milli. Aðlaðandi stúlka hittir myndarlegan mann og fer í sleik við hann. Er það ást eða eitthvað andlegt? Eru heilar þeirra einungis að nota þau til skiptast á bakteríum til að styrkja ónæmiskerfið? Ég held það. Internetið er annað dæmi. Mannsheilinn bjó ekki til internetið svo við gætum stytt okkur stundir við að skoða klám og spila Candy Crush. Internetið er upplýsinganet milli heila. Okkar meðvitund sér ekki nema brot af því sem þar fer á milli. Heilinn er hinn raunverulegi leiðtogi í lífi okkar. Það er verið að spila með okkur af okkur sjálfum. En við getum slakað á og reynt að hafa gaman af því. Við erum í rauninni ekki til og því engin ástæða til að vera hræddur eða reiður. It's just a ride! Góða helgi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun