Hulinn heimur heima Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 7. mars 2015 12:00 Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður við gínurnar. Vísir/Vilhelm Fatahönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir setur upp sýninguna ,,Hulinn heimur heima“ á HönnunarMars. Sýningin er samsýning hennar og leirhönnuðarins Sigrúnar Guðmundsdóttur þar sem þær vinna út frá heimilinu og hvernig við tengjumst því tilfinningalega. „Heima tekur fólk af sér grímuna og er það sjálft. Þar er enginn leikur í gangi og þar sýnir þú þig í raun og veru,“ segir Steinunn. Á sýningunni verður Steinunn með 27 gínur þar sem hún sýnir fatnað sem innblásinn er af fatnaði sem maður klæðist heima hjá sér. „Við eigum það öll til að klæða okkur í heimaföt, sérstaklega konurnar. Við stelumst kannski í peysu eða skyrtu af eiginmanninum. Eitthvað sem er þægilegt og lætur okkur líða vel,“ segir Steinunn. Litatónarnir í fatnaðinum eru ljósir og jarðbundnir og segir hún þá vísa í svefnherbergi konunnar. Sigrún Guðmundsdóttir leirhönnuður hefur gert keramík með vísun í heimilið og Steinunn hefur látið útbúa púða í mjög takmörkuðu upplagi. Að auki gerði hún óróa sem hanga í loftinu og tengja sýninguna saman. „Við erum að útbúa okkur heimili alla ævi, meira að segja þegar við eldumst. Fegurðarskynið þróast og breytist eftir því hvað er í tísku og hvað ekki, og við skiptum þeim hlutum út. Svo eru það tilfinningalegu hlutirnir sem verða eftir og veita manni öryggi,“ segir Steinunn og segir þær vera að fara sömu leið með fatnaðinn og hlutina fyrir heimilið og vísa þannig í öryggistilfinninguna. „Við erum að skoða og beina skynjuninni að því sem stendur okkur næst. Það má segja að sýningin sé með ,,sensual direction“. Sýningin verður opin allan HönnunarMars og verður opnuð á fimmtudag. HönnunarMars Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Fatahönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir setur upp sýninguna ,,Hulinn heimur heima“ á HönnunarMars. Sýningin er samsýning hennar og leirhönnuðarins Sigrúnar Guðmundsdóttur þar sem þær vinna út frá heimilinu og hvernig við tengjumst því tilfinningalega. „Heima tekur fólk af sér grímuna og er það sjálft. Þar er enginn leikur í gangi og þar sýnir þú þig í raun og veru,“ segir Steinunn. Á sýningunni verður Steinunn með 27 gínur þar sem hún sýnir fatnað sem innblásinn er af fatnaði sem maður klæðist heima hjá sér. „Við eigum það öll til að klæða okkur í heimaföt, sérstaklega konurnar. Við stelumst kannski í peysu eða skyrtu af eiginmanninum. Eitthvað sem er þægilegt og lætur okkur líða vel,“ segir Steinunn. Litatónarnir í fatnaðinum eru ljósir og jarðbundnir og segir hún þá vísa í svefnherbergi konunnar. Sigrún Guðmundsdóttir leirhönnuður hefur gert keramík með vísun í heimilið og Steinunn hefur látið útbúa púða í mjög takmörkuðu upplagi. Að auki gerði hún óróa sem hanga í loftinu og tengja sýninguna saman. „Við erum að útbúa okkur heimili alla ævi, meira að segja þegar við eldumst. Fegurðarskynið þróast og breytist eftir því hvað er í tísku og hvað ekki, og við skiptum þeim hlutum út. Svo eru það tilfinningalegu hlutirnir sem verða eftir og veita manni öryggi,“ segir Steinunn og segir þær vera að fara sömu leið með fatnaðinn og hlutina fyrir heimilið og vísa þannig í öryggistilfinninguna. „Við erum að skoða og beina skynjuninni að því sem stendur okkur næst. Það má segja að sýningin sé með ,,sensual direction“. Sýningin verður opin allan HönnunarMars og verður opnuð á fimmtudag.
HönnunarMars Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira