Íslenskt hugvit sameinað áströlskum efnivið Guðrún Ansnes skrifar 2. mars 2015 11:00 Ragnar Kristjánsson er karlinn í brúnni. Alls starfa þrír við Börk design og er í nægu að snúast. Börkur design hefur hannað og framleitt sólgleraugu, sem ekki væri í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að slíkt er einsdæmi á Íslandi í dag. Hugmyndin er íslensk en unnið er úr ástralskri hnotu og kirsuberjavið. Ragnar Kristjánsson, framkvæmdastjóri og eigandi Barkar design, kom af fjöllum þegar sérstöðu sólgleraugnanna bar á góma. „Við gerum bara akkúrat það sem okkur langar til og höfum ekki verið að velta fyrir okkur hvað aðrir eru að gera,“ segir hann kampakátur. Ljóst þykir að hönnunarfyrirtækið hafi hitt á réttan tón því gleraugun hafa vissulega verið vinsæl.Börkur design ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og hannar einnig armbandsúr úr hnotu og kirsuberjavið.Fréttablaðið/GVA„Við erum komin á gott flug. Ég næ að minnsta kosti að lifa á þessu,“ segir Ragnar. Börkur er vaxandi fyrirtæki með þrjá starfsmenn innanborðs og komst upphaflega á kortið fyrir sérstæð iPhone-hulstur. Ferðamenn hafa verið hrifnir af vörum Barkar, en skreytingar á framleiðsluvörum fyrirtækisins hafa verið innblásnar af Íslandi.„Íslenska lopapeysumynstrið, íslenski hesturinn og hrúturinn hafa prýtt vörurnar okkar. Við höldum fast í ræturnar okkar,“ segir Ragnar sem útilokar þó ekki að færa út kvíarnar á erlendan markað. Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Börkur design hefur hannað og framleitt sólgleraugu, sem ekki væri í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að slíkt er einsdæmi á Íslandi í dag. Hugmyndin er íslensk en unnið er úr ástralskri hnotu og kirsuberjavið. Ragnar Kristjánsson, framkvæmdastjóri og eigandi Barkar design, kom af fjöllum þegar sérstöðu sólgleraugnanna bar á góma. „Við gerum bara akkúrat það sem okkur langar til og höfum ekki verið að velta fyrir okkur hvað aðrir eru að gera,“ segir hann kampakátur. Ljóst þykir að hönnunarfyrirtækið hafi hitt á réttan tón því gleraugun hafa vissulega verið vinsæl.Börkur design ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og hannar einnig armbandsúr úr hnotu og kirsuberjavið.Fréttablaðið/GVA„Við erum komin á gott flug. Ég næ að minnsta kosti að lifa á þessu,“ segir Ragnar. Börkur er vaxandi fyrirtæki með þrjá starfsmenn innanborðs og komst upphaflega á kortið fyrir sérstæð iPhone-hulstur. Ferðamenn hafa verið hrifnir af vörum Barkar, en skreytingar á framleiðsluvörum fyrirtækisins hafa verið innblásnar af Íslandi.„Íslenska lopapeysumynstrið, íslenski hesturinn og hrúturinn hafa prýtt vörurnar okkar. Við höldum fast í ræturnar okkar,“ segir Ragnar sem útilokar þó ekki að færa út kvíarnar á erlendan markað.
Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið