Íslenskt hugvit sameinað áströlskum efnivið Guðrún Ansnes skrifar 2. mars 2015 11:00 Ragnar Kristjánsson er karlinn í brúnni. Alls starfa þrír við Börk design og er í nægu að snúast. Börkur design hefur hannað og framleitt sólgleraugu, sem ekki væri í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að slíkt er einsdæmi á Íslandi í dag. Hugmyndin er íslensk en unnið er úr ástralskri hnotu og kirsuberjavið. Ragnar Kristjánsson, framkvæmdastjóri og eigandi Barkar design, kom af fjöllum þegar sérstöðu sólgleraugnanna bar á góma. „Við gerum bara akkúrat það sem okkur langar til og höfum ekki verið að velta fyrir okkur hvað aðrir eru að gera,“ segir hann kampakátur. Ljóst þykir að hönnunarfyrirtækið hafi hitt á réttan tón því gleraugun hafa vissulega verið vinsæl.Börkur design ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og hannar einnig armbandsúr úr hnotu og kirsuberjavið.Fréttablaðið/GVA„Við erum komin á gott flug. Ég næ að minnsta kosti að lifa á þessu,“ segir Ragnar. Börkur er vaxandi fyrirtæki með þrjá starfsmenn innanborðs og komst upphaflega á kortið fyrir sérstæð iPhone-hulstur. Ferðamenn hafa verið hrifnir af vörum Barkar, en skreytingar á framleiðsluvörum fyrirtækisins hafa verið innblásnar af Íslandi.„Íslenska lopapeysumynstrið, íslenski hesturinn og hrúturinn hafa prýtt vörurnar okkar. Við höldum fast í ræturnar okkar,“ segir Ragnar sem útilokar þó ekki að færa út kvíarnar á erlendan markað. Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Börkur design hefur hannað og framleitt sólgleraugu, sem ekki væri í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að slíkt er einsdæmi á Íslandi í dag. Hugmyndin er íslensk en unnið er úr ástralskri hnotu og kirsuberjavið. Ragnar Kristjánsson, framkvæmdastjóri og eigandi Barkar design, kom af fjöllum þegar sérstöðu sólgleraugnanna bar á góma. „Við gerum bara akkúrat það sem okkur langar til og höfum ekki verið að velta fyrir okkur hvað aðrir eru að gera,“ segir hann kampakátur. Ljóst þykir að hönnunarfyrirtækið hafi hitt á réttan tón því gleraugun hafa vissulega verið vinsæl.Börkur design ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og hannar einnig armbandsúr úr hnotu og kirsuberjavið.Fréttablaðið/GVA„Við erum komin á gott flug. Ég næ að minnsta kosti að lifa á þessu,“ segir Ragnar. Börkur er vaxandi fyrirtæki með þrjá starfsmenn innanborðs og komst upphaflega á kortið fyrir sérstæð iPhone-hulstur. Ferðamenn hafa verið hrifnir af vörum Barkar, en skreytingar á framleiðsluvörum fyrirtækisins hafa verið innblásnar af Íslandi.„Íslenska lopapeysumynstrið, íslenski hesturinn og hrúturinn hafa prýtt vörurnar okkar. Við höldum fast í ræturnar okkar,“ segir Ragnar sem útilokar þó ekki að færa út kvíarnar á erlendan markað.
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira