Hönnun Reykjavík Letterpress hjá IKEA 3. mars 2015 09:29 Þær Ólöf og Hildur hjá Reykjavík Letterpress trúa því að þetta tækifæri opni fyrir þeim einhverjar dyr.Fréttablaðið/Ernir Vísir Íslenska fyrirtækið Reykjavík Letterpress var fengið til þess að hanna línu fyrir sænska húsgagnarisann IKEA. „Þetta er bara rosalega spennandi. Við gerðum okkur engan veginn grein fyrir hvaða þýðingu þetta myndi hafa,“ segir Ólöf Birna Garðarsdóttir, eigandi og hönnuður Reykjavík Letterpress ásamt Hildi Sigurðardóttur. „Hún Sigga Heimis, sem hefur verið hönnuður fyrir IKEA, vissi af okkur og benti á okkur,“ segir Ólöf. Verkefnið er hluti af nýrri hugmyndafræði hjá IKEA þar sem ætlunin er að vera með hliðarvörulínur til viðbótar við þær sem fyrir eru. „Þemað í ár er matur og allt sem honum tengist og hvernig við getum gert fallegt hjá okkur í kringum matmálstíma,“ segir Ólöf. Línan sem þær hönnuðu samanstendur af límmiðum, merkimiðum, bréfpokum og slíku. „Okkar verkefni var að upphugsa alls kyns merkingar og lausnir fyrir fólk sem vill nýta árstíðabundna uppskeru og hvernig fallegt væri að geyma og merkja. Það er fátt gleðilegra en að fá heimalagað góðgæti í fallegu íláti og merkimiðarnir frá okkur auðvelda að skreyta heimaframleiðsluna,“ segir hún. Línan er væntanleg í allar verslanir IKEA í júlí eða ágúst á þessu ári. „Venjulega tekur svona hönnunar- og framleiðsluferli nýrrar vöru í kringum þrjú ár, en þessar nýju lífsstílsvörulínur eru með mun styttri framleiðslutíma og eru ekki í sölu í nema 4-6 vikur. Það verður því skemmtilegt fyrir viðskiptavinina að fá eitthvað nýtt og ferskt í bland við það sem hefur lifað af margra ára veru í búðunum,“ bætir Ólöf við. Hún segir tækifæri sem þetta vera ómetanlegt. „Vonandi eigum við eftir að vinna fleiri skemmtileg verkefni með þeim hjá IKEA. Við trúum því að þetta opni fyrir okkur einhverjar dyr.“ Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Reykjavík Letterpress var fengið til þess að hanna línu fyrir sænska húsgagnarisann IKEA. „Þetta er bara rosalega spennandi. Við gerðum okkur engan veginn grein fyrir hvaða þýðingu þetta myndi hafa,“ segir Ólöf Birna Garðarsdóttir, eigandi og hönnuður Reykjavík Letterpress ásamt Hildi Sigurðardóttur. „Hún Sigga Heimis, sem hefur verið hönnuður fyrir IKEA, vissi af okkur og benti á okkur,“ segir Ólöf. Verkefnið er hluti af nýrri hugmyndafræði hjá IKEA þar sem ætlunin er að vera með hliðarvörulínur til viðbótar við þær sem fyrir eru. „Þemað í ár er matur og allt sem honum tengist og hvernig við getum gert fallegt hjá okkur í kringum matmálstíma,“ segir Ólöf. Línan sem þær hönnuðu samanstendur af límmiðum, merkimiðum, bréfpokum og slíku. „Okkar verkefni var að upphugsa alls kyns merkingar og lausnir fyrir fólk sem vill nýta árstíðabundna uppskeru og hvernig fallegt væri að geyma og merkja. Það er fátt gleðilegra en að fá heimalagað góðgæti í fallegu íláti og merkimiðarnir frá okkur auðvelda að skreyta heimaframleiðsluna,“ segir hún. Línan er væntanleg í allar verslanir IKEA í júlí eða ágúst á þessu ári. „Venjulega tekur svona hönnunar- og framleiðsluferli nýrrar vöru í kringum þrjú ár, en þessar nýju lífsstílsvörulínur eru með mun styttri framleiðslutíma og eru ekki í sölu í nema 4-6 vikur. Það verður því skemmtilegt fyrir viðskiptavinina að fá eitthvað nýtt og ferskt í bland við það sem hefur lifað af margra ára veru í búðunum,“ bætir Ólöf við. Hún segir tækifæri sem þetta vera ómetanlegt. „Vonandi eigum við eftir að vinna fleiri skemmtileg verkefni með þeim hjá IKEA. Við trúum því að þetta opni fyrir okkur einhverjar dyr.“
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira