Geir: 99 prósent af öllum tekjum koma í gegnum A-landsliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2015 07:00 Geir Þorsteinsson býður sig aftur fram á ársþinginu um helgina. Vísir/Anton Kostnaður við A-landsliðin í fótbolta var 244 milljónir króna á síðasta ári sem var 28 milljóna króna lækkun frá árinu áður. Munaði þar um tvo kostnaðarsama aukaleiki gegn Króatíu í umspili um sæti á HM í nóvember 2013. Síðustu tvö ár hafa þó verið mun dýrari en áður, en kostnaðurinn rauk upp um 56 milljónir frá 2012 til 2013. Fór þar úr 216 milljónum í 272 milljónir. Stærstur hluti aukakostnaðarins tengist A-landsliði karla, meðal annars ráðningu Svíans Lars Lagerbäcks sem landsliðsþjálfara. „Þegar við stigum skrefið að taka Lars inn þá tókum við þá ákvörðun að A-landsliðið fengi forgang,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Fréttablaðið. „Við fórum í dýra aðgerð sem hefur skilað sér.“ Starfið í kringum landsliðið hefur stóraukist og hafa landsliðsmennirnir margsinnis tjáð sig um meiri og betri umgjörð. Það kostar líka peninga. Til að mynda tók liðið leiguflug frá Lettlandi til Hollands á milli leikja í undankeppni EM á síðasta ári, en því hefur Lagerbäck kallað eftir. „Þetta er enn mikilvægara í dag þegar búið er að stytta tímann á milli leikja. Nú eru þetta bara þrír dagar og það skilaði sér,“ segir Geir, en eftir sigur á Lettum úti komu strákarnir heim og unnu frækinn sigur á Hollendingum. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa en það hefur kostað sitt. „Við erum efnahagslegt undur hvað þetta varðar þegar við miðum okkur við stórar og millistórar þjóðir,“ segir Geir og hlær við, en þó A-landsliðið fái mest þá skapar það líka mestu tekjurnar. „Þetta er liðið sem dregur vagninn,“ segir formaðurinn. „Svona 99 prósent af öllum tekjum koma í gegnum A-landsliðið og styrki frá UEFA. Þetta er það sem heldur uppi starfseminni.“ Íslenski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Kostnaður við A-landsliðin í fótbolta var 244 milljónir króna á síðasta ári sem var 28 milljóna króna lækkun frá árinu áður. Munaði þar um tvo kostnaðarsama aukaleiki gegn Króatíu í umspili um sæti á HM í nóvember 2013. Síðustu tvö ár hafa þó verið mun dýrari en áður, en kostnaðurinn rauk upp um 56 milljónir frá 2012 til 2013. Fór þar úr 216 milljónum í 272 milljónir. Stærstur hluti aukakostnaðarins tengist A-landsliði karla, meðal annars ráðningu Svíans Lars Lagerbäcks sem landsliðsþjálfara. „Þegar við stigum skrefið að taka Lars inn þá tókum við þá ákvörðun að A-landsliðið fengi forgang,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Fréttablaðið. „Við fórum í dýra aðgerð sem hefur skilað sér.“ Starfið í kringum landsliðið hefur stóraukist og hafa landsliðsmennirnir margsinnis tjáð sig um meiri og betri umgjörð. Það kostar líka peninga. Til að mynda tók liðið leiguflug frá Lettlandi til Hollands á milli leikja í undankeppni EM á síðasta ári, en því hefur Lagerbäck kallað eftir. „Þetta er enn mikilvægara í dag þegar búið er að stytta tímann á milli leikja. Nú eru þetta bara þrír dagar og það skilaði sér,“ segir Geir, en eftir sigur á Lettum úti komu strákarnir heim og unnu frækinn sigur á Hollendingum. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa en það hefur kostað sitt. „Við erum efnahagslegt undur hvað þetta varðar þegar við miðum okkur við stórar og millistórar þjóðir,“ segir Geir og hlær við, en þó A-landsliðið fái mest þá skapar það líka mestu tekjurnar. „Þetta er liðið sem dregur vagninn,“ segir formaðurinn. „Svona 99 prósent af öllum tekjum koma í gegnum A-landsliðið og styrki frá UEFA. Þetta er það sem heldur uppi starfseminni.“
Íslenski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira