Tíska, tattú og tónlist Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2015 00:01 Herratrend strákarnir ætla sér stóra hluti í blogginu. Vísir/Stefán Alex Michael Green er einn af stofnendum tískuvefsíðunnar Herratrend.is sem fór í loftið í gær. Síðan sker sig úr öðrum tískusíðum, því henni er stýrt af ungum mönnum og eru efnistökin herratíska. „Ég hef mikinn áhuga á tísku og var alltaf að bíða eftir að einhver hérna heima myndi stofna svona síðu fyrir stráka. Ég fór svo að læra grafíska hönnun í Tækniskólanum og hugsaði þá með mér af hverju í ósköpunum ég gerði þetta ekki bara sjálfur,“ segir Alex. Hann safnaði saman sex öðrum sem deila sama áhugasviði og hann, en með honum eru þeir Sindri Már Hannesson, Daníel Arnar Finnsson, Ísak Maximillian Eiríksson, Snorri Magnússon, Stefán Már Högnason og Einar Logi Þorvaldsson. „Hver og einn okkar hefur sitt eigið blogg og höfum við allir okkar sérstöðu og stíl, hvort sem það er tattú, tíska, eða tónlist, það er skemmtilegt hvað við erum ólíkir,“ útskýrir Alex. Hann segir þá félaga ætla að fara alla leið með bloggið, líkt og stóru tískubloggin úti. „Við ætlum bara að taka allan pakkann. Tökum myndir af okkur og jafnvel fáum módel og ljósmyndara. Að því er ég best veit erum við frumkvöðlar í bloggheimi strákanna á Íslandi – Helgi Ómars hefur verið að draga lestina svolítið einn. Við erum allir nýir í þessu svo það er skemmtilegt,“ segir Alex. Þeir félagar fá innblástur fyrir síðuna víða og nefnir Alex þá helst tískubloggsíðuna Highsnobiety.com. „Þótt kjarninn hjá okkur sé alltaf tíska þá býður svona blogg upp á svo mikið meira. Þetta verður bara spennandi,“ segir Alex. Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Alex Michael Green er einn af stofnendum tískuvefsíðunnar Herratrend.is sem fór í loftið í gær. Síðan sker sig úr öðrum tískusíðum, því henni er stýrt af ungum mönnum og eru efnistökin herratíska. „Ég hef mikinn áhuga á tísku og var alltaf að bíða eftir að einhver hérna heima myndi stofna svona síðu fyrir stráka. Ég fór svo að læra grafíska hönnun í Tækniskólanum og hugsaði þá með mér af hverju í ósköpunum ég gerði þetta ekki bara sjálfur,“ segir Alex. Hann safnaði saman sex öðrum sem deila sama áhugasviði og hann, en með honum eru þeir Sindri Már Hannesson, Daníel Arnar Finnsson, Ísak Maximillian Eiríksson, Snorri Magnússon, Stefán Már Högnason og Einar Logi Þorvaldsson. „Hver og einn okkar hefur sitt eigið blogg og höfum við allir okkar sérstöðu og stíl, hvort sem það er tattú, tíska, eða tónlist, það er skemmtilegt hvað við erum ólíkir,“ útskýrir Alex. Hann segir þá félaga ætla að fara alla leið með bloggið, líkt og stóru tískubloggin úti. „Við ætlum bara að taka allan pakkann. Tökum myndir af okkur og jafnvel fáum módel og ljósmyndara. Að því er ég best veit erum við frumkvöðlar í bloggheimi strákanna á Íslandi – Helgi Ómars hefur verið að draga lestina svolítið einn. Við erum allir nýir í þessu svo það er skemmtilegt,“ segir Alex. Þeir félagar fá innblástur fyrir síðuna víða og nefnir Alex þá helst tískubloggsíðuna Highsnobiety.com. „Þótt kjarninn hjá okkur sé alltaf tíska þá býður svona blogg upp á svo mikið meira. Þetta verður bara spennandi,“ segir Alex.
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira