Jónas ætlar að fella Geir: Framboð mitt opnar á vissa umræðu Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2015 08:30 Jónas Ýmir Jónasson ætlar í framboð gegn sitjandi formanni KSÍ. Kosið verður á ársþingi sambandsins 14. febrúar. Vísir/Andri Marinó „Ég veit ekki hvort fólk þorir ekki að fara á móti honum, en ég er með margar hugmyndir sem ég vil koma fram og tel mig alveg tilbúinn í þetta.“ Þetta segir Jónas Ýmir Jónasson, 38 ára starfsmaður Suðurbæjarlaugar og knattspyrnuáhugamaður, við Fréttablaðið, en Jónas Ýmir hefur boðið sig fram til formanns KSÍ. Hann fer því upp á móti Geir Þorsteinssyni, sitjandi formanni, sem hefur sinnt starfinu síðan 2007.Sjá einnig:Geir fær mótframboð frá FH-ingi ársins 2014 „Hann er búinn að vera formaður í átta ár og unnið frábært starf, en nú er kominn tími á breytingar. Það hefur enginn gott af því að vera of lengi í starfi. Mér finnst að kjörtímabilið ætti að vera fjögur ár í senn og menn mættu mest sitja tvö kjörtímabil,“ segir Jónas. Síðar í vikunni ætlar að Jónas Ýmir að koma á framfæri hugmyndum sínum um framtíðarstefnu KSÍ, en það er þó eitt sem brennur hvað helst á honum. „Þetta virðist vera svolítið lokuð klíka. Ég vil opna þetta meira og t.a.m. opna bókhaldið og leyfa fólki að sjá í hvað peningarnir fara. Geir hefur gert margt gott, en samt eru hlutir sem þarf að laga og bæta. Framboð mitt opnar allavega á umræðu um þessa hluti og það er gott fyrir alla að breyta hugsunarhætti sínum. Ekkert varir að eilífu,“ segir Jónas Ýmir.Geir Þorsteinsson hefur verið formaður KSÍ í átta ár.vísir/stefánHann segist hafa fengið stuðning eftir að framboðið var kynnt í gær og býst við meiri stuðningi síðar í vikunni þegar hann kynnir sínar hugmyndir. Jónas hefur íhugað lengi að fara í framboð. „Ég hugsaði þetta fyrir síðustu formannskosningar en augljóslega gerði ég ekkert í því þá. Ég hef pælt í þessu síðustu tvö ár og lét verða af þessu núna. Það hafa allir gott af smá samkeppni og það á líka við um formann KSÍ,“ segir Jónas Ýmir, skellir svo upp úr og bætir við í gamni: „Ekki meir, Geir.“ Jónas hefur verið knattspyrnuáhugamaður frá blautu barnsbeini og mætt á nær alla leiki liðsins í þrjá áratugi. „Ég var þarna líka í gegnum erfiðu tímana. Við pabbi eru miklir FH-ingar þó ég sé líka í mikilli Haukafjölskyldu. Þó við séum FH-ingar þá eru engin vandamál í fjölskyldunni,“ segir hann léttur í bragði. Jónas er í sambúð með Hjördísi Pétursdóttur, geislafræðingi á Landspítalanum, en þau hafa verið í sambandi í 19 ár. Þau eiga tvö börn: Stúlku sem er sex ára og dreng sem er þrettán ára. „Strákurinn hefur ekki mikinn áhuga á fótbolta en sú litla æfir bæði handbolta og fótbolta með FH. Það er mikil íþróttaástríða í henni eins og pabba sínum,“ segir Jónas Ýmir Jónasson. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Geir vill meir: Formaðurinn og allir hinir bjóða sig aftur fram Formaður knattspyrnusambands Íslands vill sinna starfinu í tvö ár til viðbótar að minnsta kosti. 12. janúar 2015 16:30 Geir vill komast í stjórn UEFA Formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, hefur ákveðið að gefa kost á sér í stjórn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. 23. janúar 2015 10:39 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira
„Ég veit ekki hvort fólk þorir ekki að fara á móti honum, en ég er með margar hugmyndir sem ég vil koma fram og tel mig alveg tilbúinn í þetta.“ Þetta segir Jónas Ýmir Jónasson, 38 ára starfsmaður Suðurbæjarlaugar og knattspyrnuáhugamaður, við Fréttablaðið, en Jónas Ýmir hefur boðið sig fram til formanns KSÍ. Hann fer því upp á móti Geir Þorsteinssyni, sitjandi formanni, sem hefur sinnt starfinu síðan 2007.Sjá einnig:Geir fær mótframboð frá FH-ingi ársins 2014 „Hann er búinn að vera formaður í átta ár og unnið frábært starf, en nú er kominn tími á breytingar. Það hefur enginn gott af því að vera of lengi í starfi. Mér finnst að kjörtímabilið ætti að vera fjögur ár í senn og menn mættu mest sitja tvö kjörtímabil,“ segir Jónas. Síðar í vikunni ætlar að Jónas Ýmir að koma á framfæri hugmyndum sínum um framtíðarstefnu KSÍ, en það er þó eitt sem brennur hvað helst á honum. „Þetta virðist vera svolítið lokuð klíka. Ég vil opna þetta meira og t.a.m. opna bókhaldið og leyfa fólki að sjá í hvað peningarnir fara. Geir hefur gert margt gott, en samt eru hlutir sem þarf að laga og bæta. Framboð mitt opnar allavega á umræðu um þessa hluti og það er gott fyrir alla að breyta hugsunarhætti sínum. Ekkert varir að eilífu,“ segir Jónas Ýmir.Geir Þorsteinsson hefur verið formaður KSÍ í átta ár.vísir/stefánHann segist hafa fengið stuðning eftir að framboðið var kynnt í gær og býst við meiri stuðningi síðar í vikunni þegar hann kynnir sínar hugmyndir. Jónas hefur íhugað lengi að fara í framboð. „Ég hugsaði þetta fyrir síðustu formannskosningar en augljóslega gerði ég ekkert í því þá. Ég hef pælt í þessu síðustu tvö ár og lét verða af þessu núna. Það hafa allir gott af smá samkeppni og það á líka við um formann KSÍ,“ segir Jónas Ýmir, skellir svo upp úr og bætir við í gamni: „Ekki meir, Geir.“ Jónas hefur verið knattspyrnuáhugamaður frá blautu barnsbeini og mætt á nær alla leiki liðsins í þrjá áratugi. „Ég var þarna líka í gegnum erfiðu tímana. Við pabbi eru miklir FH-ingar þó ég sé líka í mikilli Haukafjölskyldu. Þó við séum FH-ingar þá eru engin vandamál í fjölskyldunni,“ segir hann léttur í bragði. Jónas er í sambúð með Hjördísi Pétursdóttur, geislafræðingi á Landspítalanum, en þau hafa verið í sambandi í 19 ár. Þau eiga tvö börn: Stúlku sem er sex ára og dreng sem er þrettán ára. „Strákurinn hefur ekki mikinn áhuga á fótbolta en sú litla æfir bæði handbolta og fótbolta með FH. Það er mikil íþróttaástríða í henni eins og pabba sínum,“ segir Jónas Ýmir Jónasson.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Geir vill meir: Formaðurinn og allir hinir bjóða sig aftur fram Formaður knattspyrnusambands Íslands vill sinna starfinu í tvö ár til viðbótar að minnsta kosti. 12. janúar 2015 16:30 Geir vill komast í stjórn UEFA Formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, hefur ákveðið að gefa kost á sér í stjórn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. 23. janúar 2015 10:39 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjá meira
Geir vill meir: Formaðurinn og allir hinir bjóða sig aftur fram Formaður knattspyrnusambands Íslands vill sinna starfinu í tvö ár til viðbótar að minnsta kosti. 12. janúar 2015 16:30
Geir vill komast í stjórn UEFA Formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, hefur ákveðið að gefa kost á sér í stjórn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. 23. janúar 2015 10:39