Í hönnunarkeppni á vegum ítalska Vogue Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2015 12:00 Elísabet Karlsdóttir. Vísir/GVA Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður tekur þátt í fatahönnunarkeppninni REMIX, sem haldin er á Ítalíu af The International Fur Federation í samstafi við Vogue Talents. „Þetta er sem sagt feldhönnunarkeppni, þar sem fatnaðurinn verður að vera með feld. Ég sendi inn mína hugmynd og var valin ásamt ellefu öðrum úr hópi 44 umsækjenda,“ segir Elísabet, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt. Elísabet sendi inn eitt „look“ og þarf að undirbúa tvö önnur fyrir sýninguna sem verður í mars. „Jakkinn sem ég gerði er úr selskinni, rauðref frá Kanada og bísamfeldi. Svo gerði ég kjól sem er með tíbetlambskinni neðst,“ segir Elísabet. Meðal dómara í keppninni er Franca Sozzani, tískudrottning og ritstjóri ítalska Vogue. „Ég geri nú alveg ráð fyrir að hitta hana, þar sem við hittum dómnefndina. Ég þarf svo að gera kynningarmyndband þegar ég kem út, en keppnin verður svo haldin á ráðstefnu þann 4. mars,“ segir hún.En hvað gerist ef þú sigrar í keppninni? „Ég er ekki alveg viss, það eru engin verðlaun sem slík, held ég. Það er mjög vel staðið að þessari keppni og þarna verður mikið af flottu fólki úr tískuheiminum. Ég ætla að nýta tækifærið og byggja mér upp gott tengslanet,“ segir Elísabet. Eins og gefur að skilja er hráefni í svona hönnun mjög dýrt og hefur Elísabet verið einstaklega heppin og fengið góða aðstoð. „Skinna Icelandic Fur Trade Association hefur hjálpað mér mikið. Að auki er ég að vinna hjá Eggerti feldskera og þau hafa hjálpað mér gríðarlega mikið.“ Elísabet útskrifaðist frá LHÍ árið 2013. Hún hefur unnið mikið með feld og notaði hann meðal annars í útskriftarverkefnið sitt. „Ég fór á námskeið í Danmörku þar sem ég lærði ákveðna tækni við að vinna feldinn sem ég hef getað nýtt mér. Mér finnst mjög gaman að vinna með náttúruefni eins og feld og leður, en með feldinn þá er það þessi sérhæfing í tískubransanum sem er svo skemmtileg,“ segir Elísabet. Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður tekur þátt í fatahönnunarkeppninni REMIX, sem haldin er á Ítalíu af The International Fur Federation í samstafi við Vogue Talents. „Þetta er sem sagt feldhönnunarkeppni, þar sem fatnaðurinn verður að vera með feld. Ég sendi inn mína hugmynd og var valin ásamt ellefu öðrum úr hópi 44 umsækjenda,“ segir Elísabet, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt. Elísabet sendi inn eitt „look“ og þarf að undirbúa tvö önnur fyrir sýninguna sem verður í mars. „Jakkinn sem ég gerði er úr selskinni, rauðref frá Kanada og bísamfeldi. Svo gerði ég kjól sem er með tíbetlambskinni neðst,“ segir Elísabet. Meðal dómara í keppninni er Franca Sozzani, tískudrottning og ritstjóri ítalska Vogue. „Ég geri nú alveg ráð fyrir að hitta hana, þar sem við hittum dómnefndina. Ég þarf svo að gera kynningarmyndband þegar ég kem út, en keppnin verður svo haldin á ráðstefnu þann 4. mars,“ segir hún.En hvað gerist ef þú sigrar í keppninni? „Ég er ekki alveg viss, það eru engin verðlaun sem slík, held ég. Það er mjög vel staðið að þessari keppni og þarna verður mikið af flottu fólki úr tískuheiminum. Ég ætla að nýta tækifærið og byggja mér upp gott tengslanet,“ segir Elísabet. Eins og gefur að skilja er hráefni í svona hönnun mjög dýrt og hefur Elísabet verið einstaklega heppin og fengið góða aðstoð. „Skinna Icelandic Fur Trade Association hefur hjálpað mér mikið. Að auki er ég að vinna hjá Eggerti feldskera og þau hafa hjálpað mér gríðarlega mikið.“ Elísabet útskrifaðist frá LHÍ árið 2013. Hún hefur unnið mikið með feld og notaði hann meðal annars í útskriftarverkefnið sitt. „Ég fór á námskeið í Danmörku þar sem ég lærði ákveðna tækni við að vinna feldinn sem ég hef getað nýtt mér. Mér finnst mjög gaman að vinna með náttúruefni eins og feld og leður, en með feldinn þá er það þessi sérhæfing í tískubransanum sem er svo skemmtileg,“ segir Elísabet.
Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira