Leysum vandann og lítum vel út 15. janúar 2015 10:00 „Indriði sagði oft að hans yfirlýsta markmið í þessu öllu væri að koma mönnum úr flíspeysum og fótboltatreyjunni.” MYND/ARI MAGG Um eitt og hálft ár er síðan fatamerkið Indriði var endurvakið en maðurinn á bak við hönnun þess, Indriði Guðmundsson klæðskeri, lést árið 2006, langt fyrir aldur fram. Indriði var þekktastur fyrir skyrturnar sem hann seldi undir eigin nafni auk þess sem hann hannaði og seldi um tíma bómullarbuxur og jakka, sérhannaða ermahnappa, leðurbelti, silkislaufur og hálsbindi. Hann var nýlega farinn að selja eigin jakkaföt og frakka þegar hann féll frá stuttu eftir opnun nýrrar verslunar sinnar í Kaupmannahöfn. Áður hafði hann rekið verslunina Indriða við Skólavörðustíg í nokkur ár. Indriði var að mörgu leyti einstakur maður í verslunar- og hönnunarflóru Íslendinga; bæði þótti hönnun hans falleg og afar vönduð en ekki síður var Indriði sjálfur einstakur maður og eftirminnilegur þeim sem honum kynntust. Styrmir Goðason, fyrrum samstarfsfélagi Indriða, hefur umsjón með nýju framleiðslunni ásamt eftirlifandi eiginkonu Indriða, Bryndísi Marteinsdóttur og dóttur þeirra, Írisi Indriðadóttur. Hann segir aldrei hafa verið fyrirhugað að hefja aftur framleiðslu á skyrtum Indriða enda hafi persóna hans verið svo stór hluti af vörumerkinu. Eftir að hafa ítrekað heyrt sögur frá saumastofum og klæðskerum þess efnis að menn væru að láta gera við slitna kraga og manséttur á Indriðaskyrtunum sínum var þó farið að íhuga framleiðslu á ný. „Allt frá 2007 heyrðum við sögur af mönnum sem voru að ganga að Indriðaskyrtunum sínum dauðum, svo oft klæddust þeir þeim. Margir gengu lengi í hálfónýtum skyrtum með slitnum manséttum eða snjáðum kraga eftir skeggbrodda.“ Það var þó fyrst í upphafi árs 2012 sem Styrmir og Bryndís ræddu þann möguleika að hefja framleiðslu á ný. Í kjölfarið skoðaði hún gömlu glósurnar hans Indriða og gömul snið sem legið höfðu í geymslu. „Sjálfur átti ég um 20 Indriðaskyrtur og þar með höfðum við grunn til að byggja á. Í byrjun árs 2013 ákváðum við að fara af stað eftir að hafa yfirfarið sniðin, efnin, verksmiðjur og máltöflur. Þar nutum við góðrar aðstoðar fyrrum samstarfsmanna Indriða eins og Oddnýjar Kristjánsdóttur klæðskera, Gerðar Bjarnadóttur kjólameistara og Gunnars Hilmarssonar.“Mikilvæg smáatriði Indriði var hrifinn af mörgum mismunandi skólum þegar kom að skyrtum að sögn Styrmis en fyrst og fremst vildi hann gera skyrtur sem hentuðu íslenskum mönnum. „Skyrtan átti að vera þægileg og þrengja hvergi að án þess þó að vera víð. Svo átti hún að vera nógu síð svo hávaxnir menn, eins og hann sjálfur, væru ekki alltaf með allt upp úr að aftan. Að sama skapi eru skyrtur hans með lengri manséttum en gengur og gerist en það þótti honum mikilvægt.“ Smáatriðin í hönnun Indriða eru mörg að sögn Styrmis; sum eru komin frá honum en önnur nýtti hann úr hefðinni. „Dæmi um þetta er þvert hnappagat næst neðst. Það á að koma í veg fyrir að skyrtan glennist upp þegar menn setjast niður og ístran þrýstist út. Nokkuð algengt er að neðsta gatið sé svona en Indriði sagði ístru manna hafa mun meiri áhrif á næst neðsta gatið enda eru skyrtur hans frekar síðar. Ótal margt annað er hægt að telja upp sem fæstir taka eftir.“ Styrmir segir að á þeim tíma þegar Indriði opnaði verslun sína hafi íslenskir karlar ekki verið eins vel til fara og þeir eru í dag. „Indriði sagði oft að hans yfirlýsta markmið í þessu öllu væri að koma mönnum úr flíspeysunni og fótboltatreyjunni en hann hataði flíspeysur. Á þeim tíma þótti honum tískuskyrtur of tískulegar og spariskyrtur of íhaldssamar þótt auðvitað hafi verð hægt að fá mjög fallegar skyrtur víða, til dæmis hjá Sævari Karli.“ Indriða þótt mikilvægt að efnið væri gott og þægilegt viðkomu og ekki síður auðvelt í meðhöndlun, slitsterkt og fallegt. Sniðið var þó alltaf aðalatriðið í huga hans. Einlægur við allaÞjónustulund Indriða var einstök. Styrmir rifjar upp fyrsta vinnudag sinn fyrir jólin 2005 á Skólavörðustígnum. „Fyrsta sem hann sagði var að það væri bannað að segja „get ég aðstoðað?“ Ég yrði bara að finna upp á einhverju öðru. Þegar ég spurði hvers vegna svaraði hann „æ, það er bara svo leiðinlegt, það er hægt að segja svo margt annað”. Viðskiptavinurinn mátti aldrei fá á tilfinninguna að verið væri að selja honum eitthvað.” Indriði sagði gjarnan við Styrmi að þeir væru ekki hér til að selja drasl heldur til að leysa vandamál. „Fæstir menn vilja vera dregnir á asnaeyrunum heldur fá úrlausn vandans og líta vel út í kjölfarið. Það er okkar að sjá til þess að svo verði. Ef að skyrta fer illa á manni í mátun en hann vill kaupa hana, skaltu banna honum það og beina honum í rétta átt“. Slík framkoma kann að virka hrokafull en Indriði hafði einstakt lag á að segja skoðun sína umbúðalaust þannig að allir fóru að hlægja enda var hann einlægur í framkomu sinni og hafði mjög gott auga. Sem dæmi um viðmót Indriða segir Styrmir eftirfarandi sögu. „Eitt sinn kom málsmetandi maður inn í búðina sem hafði verslað þar áður. Nú vildi hann spjalla um tweed efni. Indriði hafði gaman að svona mönnum sem vildu fræðast og ræða málin. Indriði var í miðri einræðu um Harris Tweed þegar sá málsmetandi greip fram í og sagði „nei, það er nú ekki alveg rétt”. Indriði hætti að tala og svaraði „ætlar þú, maðurinn sem gengur um í flíspeysu, að fræða mig, klæðskerann, um Tweed efni?”. Ég stóð hjá þegar þetta samtal átti sér stað og leist ekki á blikuna. Báðir skellihlógu þeir svo að þessu kommenti hans og gott ef sá málsmetandi tók ekki loforð af Indriða um að hætta að ganga í flíspeysu. Hann komst upp með svona hluti án þess að virðast góður með sig. Sá málsmetandi fór svo út með skyrtu í poka.“ Í dag fást skyrtur Indriða í verslunum Herragarðsins. „Skyrturnar passa ótrúlega vel þar inni og við erum stolt að sjá þær með merkjum á borð við Stenströms, Armani, Ralph Lauren og Sand.“ Upphaflega voru tvær útgáfur valdir til sölu; upprunalega skyrtan sem er í beinu sniði og einnig skyrta sem Indriði gerði snemma árs 2005 sem var „fitted“. „Á þessu ári munum við svo bæta einni nýrri skyrtu við sem er „slim fit“ en prufan af henni barst með pósti viku eftir að Indriði lést. Sú var því næst á dagskrá þegar hann féll frá en hún er öll þrengri en hinar tvær. Fyrri tvær verða þó í sölu áfram.“ Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Um eitt og hálft ár er síðan fatamerkið Indriði var endurvakið en maðurinn á bak við hönnun þess, Indriði Guðmundsson klæðskeri, lést árið 2006, langt fyrir aldur fram. Indriði var þekktastur fyrir skyrturnar sem hann seldi undir eigin nafni auk þess sem hann hannaði og seldi um tíma bómullarbuxur og jakka, sérhannaða ermahnappa, leðurbelti, silkislaufur og hálsbindi. Hann var nýlega farinn að selja eigin jakkaföt og frakka þegar hann féll frá stuttu eftir opnun nýrrar verslunar sinnar í Kaupmannahöfn. Áður hafði hann rekið verslunina Indriða við Skólavörðustíg í nokkur ár. Indriði var að mörgu leyti einstakur maður í verslunar- og hönnunarflóru Íslendinga; bæði þótti hönnun hans falleg og afar vönduð en ekki síður var Indriði sjálfur einstakur maður og eftirminnilegur þeim sem honum kynntust. Styrmir Goðason, fyrrum samstarfsfélagi Indriða, hefur umsjón með nýju framleiðslunni ásamt eftirlifandi eiginkonu Indriða, Bryndísi Marteinsdóttur og dóttur þeirra, Írisi Indriðadóttur. Hann segir aldrei hafa verið fyrirhugað að hefja aftur framleiðslu á skyrtum Indriða enda hafi persóna hans verið svo stór hluti af vörumerkinu. Eftir að hafa ítrekað heyrt sögur frá saumastofum og klæðskerum þess efnis að menn væru að láta gera við slitna kraga og manséttur á Indriðaskyrtunum sínum var þó farið að íhuga framleiðslu á ný. „Allt frá 2007 heyrðum við sögur af mönnum sem voru að ganga að Indriðaskyrtunum sínum dauðum, svo oft klæddust þeir þeim. Margir gengu lengi í hálfónýtum skyrtum með slitnum manséttum eða snjáðum kraga eftir skeggbrodda.“ Það var þó fyrst í upphafi árs 2012 sem Styrmir og Bryndís ræddu þann möguleika að hefja framleiðslu á ný. Í kjölfarið skoðaði hún gömlu glósurnar hans Indriða og gömul snið sem legið höfðu í geymslu. „Sjálfur átti ég um 20 Indriðaskyrtur og þar með höfðum við grunn til að byggja á. Í byrjun árs 2013 ákváðum við að fara af stað eftir að hafa yfirfarið sniðin, efnin, verksmiðjur og máltöflur. Þar nutum við góðrar aðstoðar fyrrum samstarfsmanna Indriða eins og Oddnýjar Kristjánsdóttur klæðskera, Gerðar Bjarnadóttur kjólameistara og Gunnars Hilmarssonar.“Mikilvæg smáatriði Indriði var hrifinn af mörgum mismunandi skólum þegar kom að skyrtum að sögn Styrmis en fyrst og fremst vildi hann gera skyrtur sem hentuðu íslenskum mönnum. „Skyrtan átti að vera þægileg og þrengja hvergi að án þess þó að vera víð. Svo átti hún að vera nógu síð svo hávaxnir menn, eins og hann sjálfur, væru ekki alltaf með allt upp úr að aftan. Að sama skapi eru skyrtur hans með lengri manséttum en gengur og gerist en það þótti honum mikilvægt.“ Smáatriðin í hönnun Indriða eru mörg að sögn Styrmis; sum eru komin frá honum en önnur nýtti hann úr hefðinni. „Dæmi um þetta er þvert hnappagat næst neðst. Það á að koma í veg fyrir að skyrtan glennist upp þegar menn setjast niður og ístran þrýstist út. Nokkuð algengt er að neðsta gatið sé svona en Indriði sagði ístru manna hafa mun meiri áhrif á næst neðsta gatið enda eru skyrtur hans frekar síðar. Ótal margt annað er hægt að telja upp sem fæstir taka eftir.“ Styrmir segir að á þeim tíma þegar Indriði opnaði verslun sína hafi íslenskir karlar ekki verið eins vel til fara og þeir eru í dag. „Indriði sagði oft að hans yfirlýsta markmið í þessu öllu væri að koma mönnum úr flíspeysunni og fótboltatreyjunni en hann hataði flíspeysur. Á þeim tíma þótti honum tískuskyrtur of tískulegar og spariskyrtur of íhaldssamar þótt auðvitað hafi verð hægt að fá mjög fallegar skyrtur víða, til dæmis hjá Sævari Karli.“ Indriða þótt mikilvægt að efnið væri gott og þægilegt viðkomu og ekki síður auðvelt í meðhöndlun, slitsterkt og fallegt. Sniðið var þó alltaf aðalatriðið í huga hans. Einlægur við allaÞjónustulund Indriða var einstök. Styrmir rifjar upp fyrsta vinnudag sinn fyrir jólin 2005 á Skólavörðustígnum. „Fyrsta sem hann sagði var að það væri bannað að segja „get ég aðstoðað?“ Ég yrði bara að finna upp á einhverju öðru. Þegar ég spurði hvers vegna svaraði hann „æ, það er bara svo leiðinlegt, það er hægt að segja svo margt annað”. Viðskiptavinurinn mátti aldrei fá á tilfinninguna að verið væri að selja honum eitthvað.” Indriði sagði gjarnan við Styrmi að þeir væru ekki hér til að selja drasl heldur til að leysa vandamál. „Fæstir menn vilja vera dregnir á asnaeyrunum heldur fá úrlausn vandans og líta vel út í kjölfarið. Það er okkar að sjá til þess að svo verði. Ef að skyrta fer illa á manni í mátun en hann vill kaupa hana, skaltu banna honum það og beina honum í rétta átt“. Slík framkoma kann að virka hrokafull en Indriði hafði einstakt lag á að segja skoðun sína umbúðalaust þannig að allir fóru að hlægja enda var hann einlægur í framkomu sinni og hafði mjög gott auga. Sem dæmi um viðmót Indriða segir Styrmir eftirfarandi sögu. „Eitt sinn kom málsmetandi maður inn í búðina sem hafði verslað þar áður. Nú vildi hann spjalla um tweed efni. Indriði hafði gaman að svona mönnum sem vildu fræðast og ræða málin. Indriði var í miðri einræðu um Harris Tweed þegar sá málsmetandi greip fram í og sagði „nei, það er nú ekki alveg rétt”. Indriði hætti að tala og svaraði „ætlar þú, maðurinn sem gengur um í flíspeysu, að fræða mig, klæðskerann, um Tweed efni?”. Ég stóð hjá þegar þetta samtal átti sér stað og leist ekki á blikuna. Báðir skellihlógu þeir svo að þessu kommenti hans og gott ef sá málsmetandi tók ekki loforð af Indriða um að hætta að ganga í flíspeysu. Hann komst upp með svona hluti án þess að virðast góður með sig. Sá málsmetandi fór svo út með skyrtu í poka.“ Í dag fást skyrtur Indriða í verslunum Herragarðsins. „Skyrturnar passa ótrúlega vel þar inni og við erum stolt að sjá þær með merkjum á borð við Stenströms, Armani, Ralph Lauren og Sand.“ Upphaflega voru tvær útgáfur valdir til sölu; upprunalega skyrtan sem er í beinu sniði og einnig skyrta sem Indriði gerði snemma árs 2005 sem var „fitted“. „Á þessu ári munum við svo bæta einni nýrri skyrtu við sem er „slim fit“ en prufan af henni barst með pósti viku eftir að Indriði lést. Sú var því næst á dagskrá þegar hann féll frá en hún er öll þrengri en hinar tvær. Fyrri tvær verða þó í sölu áfram.“
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira