Ef þær standa sig í kvöld þá gætu þær fengið farseðil í sólina Tóams Þór Þórðarson skrifar 14. janúar 2015 06:30 Glódís Perla Viggósdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir spiluðu báðar leikinn gegn Skotum 2012 og voru í A-liðinu 2013. Vísir/Stefán Ísland fær sjaldgæfan en vel þeginn vináttulandsleik fyrir U23 ára landslið kvenna í kvöld þegar liðið tekur á móti Póllandi í Kórnum í Kópavogi klukkan 18.00. Pólland mætir með A-landsliðið sitt þannig að um frábært verkefni fyrir stelpurnar er að ræða. Ísland spilaði sinn fyrsta U23 ára landsleik fyrir hálfu þriðja ári síðan þegar leikið var gegn Skotum ytra sumarið 2012. Næsta ár voru spilaðir þrír leikir en ekkert verkefni var fyrir liðið á síðasta ári. „Knattspyrnusamband Evrópu styrkir þennan aldurshóp svo lítið. Þess vegna eru svona fá verkefni. Ég er að taka pening af A-landsliðinu hjá mér fyrir þetta verkefni, en það verður auðvitað að eyða í framtíðina. Það þarf alltaf að hugsa þrjú ár fram í tímann. Ég þarf stelpur sem eiga að vera klárar fyrir undankeppnina 2017,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið.Fimm skiluðu sér Ekkert millistig er í kvennaknattspyrnunni eins og hjá strákunum á milli U19 ára liðsins og A-liðsins. Þegar stelpur eru orðnar tvítugar verða þær að vera klárar í A-landsliðið. „Sumum leikmönnum finnst of langt þarna á milli og það þarf fleiri verkefni til að undirbúa leikmenn betur,“ segir Freyr. Það má segja að U23 ára verkefni hafi reynst vel í fyrstu tilraun, en fimm leikmenn sem spiluðu fyrsta leikinn gegn Skotum árið 2012 voru á leikskýrslu í stórleiknum gegn Dönum í undankeppni HM 2015 síðasta sumar. Það eru þær Anna Björk Kristjánsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Dagný hafði verið viðloðandi landsliðið áður og allavega voru þær Glódís alltaf líklegar til að spila A-landsleik, en að fá að kynnast umhverfinu hjálpaði þeim mikið. „Hefðu þær fengið fleiri leiki hefðu þær verið enn betur undirbúnar. Það tekur alltaf tíma að aðlagast landsliðsumhverfi og landsleikjum. Fyrir mér er þetta mjög mikilvægt,“ segir Freyr.Notaði of marga leikmenn Landsliðsþjálfarinn hefur undirbúið leikinn vel, en hann valdi æfingahópa fyrst í lok síðasta árs sem lokahópurinn var svo valinn úr. „Ég ákvað að einbeita mér núna að þessum aldurshópi og þess vegna er ég búinn að sigta út þessa leikmenn. Ég spilaði á alltof mörgum leikmönnum í síðustu undankeppni því ég var að skoða leikmenn líka, en nú er það ekki í boði lengur. Því flýtti ég fyrir skoðunarferlinu með þessu,“ segir Freyr sem er spenntur fyrir leiknum og því sem stelpurnar ætla að sýna honum í leiknum gegn þeim pólsku í Kórnum í kvöld. „Það eru leikmenn þarna sem voru ekki innarlega á radarnum hjá mér sem hafa komið skemmtilega á óvart. Aftur á móti eru svo leikmenn í hærri gæðaflokki sem þurfa að sýna betri frammistöðu en þeir hafa gert undanfarið.“ Næsta stóra verkefni er hið sterka æfingamót á Algarve í mars þar sem Ísland mætir nokkrum af bestu liðum heims. Þær sem standa sig í Kórnum í kvöld gætu fengið farseðil í sólina. „Það er alveg mögulegt. Ég vonast í raun eftir því að leikmenn sýni þannig frammistöðu. Ég vil sjá leikmenn sem eru tilbúnir að taka þátt í næstu undankeppni. Nýliðunin á að vera það sterk að þarna eiga að koma fram þannig leikmenn,“ segir Freyr Alexandersson. Íslenski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Ísland fær sjaldgæfan en vel þeginn vináttulandsleik fyrir U23 ára landslið kvenna í kvöld þegar liðið tekur á móti Póllandi í Kórnum í Kópavogi klukkan 18.00. Pólland mætir með A-landsliðið sitt þannig að um frábært verkefni fyrir stelpurnar er að ræða. Ísland spilaði sinn fyrsta U23 ára landsleik fyrir hálfu þriðja ári síðan þegar leikið var gegn Skotum ytra sumarið 2012. Næsta ár voru spilaðir þrír leikir en ekkert verkefni var fyrir liðið á síðasta ári. „Knattspyrnusamband Evrópu styrkir þennan aldurshóp svo lítið. Þess vegna eru svona fá verkefni. Ég er að taka pening af A-landsliðinu hjá mér fyrir þetta verkefni, en það verður auðvitað að eyða í framtíðina. Það þarf alltaf að hugsa þrjú ár fram í tímann. Ég þarf stelpur sem eiga að vera klárar fyrir undankeppnina 2017,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari við Fréttablaðið.Fimm skiluðu sér Ekkert millistig er í kvennaknattspyrnunni eins og hjá strákunum á milli U19 ára liðsins og A-liðsins. Þegar stelpur eru orðnar tvítugar verða þær að vera klárar í A-landsliðið. „Sumum leikmönnum finnst of langt þarna á milli og það þarf fleiri verkefni til að undirbúa leikmenn betur,“ segir Freyr. Það má segja að U23 ára verkefni hafi reynst vel í fyrstu tilraun, en fimm leikmenn sem spiluðu fyrsta leikinn gegn Skotum árið 2012 voru á leikskýrslu í stórleiknum gegn Dönum í undankeppni HM 2015 síðasta sumar. Það eru þær Anna Björk Kristjánsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Dagný hafði verið viðloðandi landsliðið áður og allavega voru þær Glódís alltaf líklegar til að spila A-landsleik, en að fá að kynnast umhverfinu hjálpaði þeim mikið. „Hefðu þær fengið fleiri leiki hefðu þær verið enn betur undirbúnar. Það tekur alltaf tíma að aðlagast landsliðsumhverfi og landsleikjum. Fyrir mér er þetta mjög mikilvægt,“ segir Freyr.Notaði of marga leikmenn Landsliðsþjálfarinn hefur undirbúið leikinn vel, en hann valdi æfingahópa fyrst í lok síðasta árs sem lokahópurinn var svo valinn úr. „Ég ákvað að einbeita mér núna að þessum aldurshópi og þess vegna er ég búinn að sigta út þessa leikmenn. Ég spilaði á alltof mörgum leikmönnum í síðustu undankeppni því ég var að skoða leikmenn líka, en nú er það ekki í boði lengur. Því flýtti ég fyrir skoðunarferlinu með þessu,“ segir Freyr sem er spenntur fyrir leiknum og því sem stelpurnar ætla að sýna honum í leiknum gegn þeim pólsku í Kórnum í kvöld. „Það eru leikmenn þarna sem voru ekki innarlega á radarnum hjá mér sem hafa komið skemmtilega á óvart. Aftur á móti eru svo leikmenn í hærri gæðaflokki sem þurfa að sýna betri frammistöðu en þeir hafa gert undanfarið.“ Næsta stóra verkefni er hið sterka æfingamót á Algarve í mars þar sem Ísland mætir nokkrum af bestu liðum heims. Þær sem standa sig í Kórnum í kvöld gætu fengið farseðil í sólina. „Það er alveg mögulegt. Ég vonast í raun eftir því að leikmenn sýni þannig frammistöðu. Ég vil sjá leikmenn sem eru tilbúnir að taka þátt í næstu undankeppni. Nýliðunin á að vera það sterk að þarna eiga að koma fram þannig leikmenn,“ segir Freyr Alexandersson.
Íslenski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira