Hættulegt að setja óreynda menn inn í mikilvæga leiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2015 07:00 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck horfa björtum augum til ársins með íslenska landsliðinu. vísir/Ernir Sex nýliðar voru valdir í landslið Íslands sem mætir Kanada í tveimur æfingaleikjum sem fara fram í Flórída dagana 16. og 19. janúar. Þar að auki eru sjö leikmenn sem eiga einn landsleik að baki en í 23 manna landsliðshópi Íslands eiga aðeins þrír leikmenn meira en 20 leiki að baki. Það skýrist af því að leikirnir fara ekki fram á alþjóðlegum leikdögum og því verða viðkomandi félagslið að leggja blessun sína yfir að leikmennirnir gefi kost á sér í verkefnið. Átta erlend félög neituðu að gefa frá sér leikmenn í verkefnið – þeirra á meðal Vålarenga (Viðar Örn Kjartansson), Norrköping (Arnór Ingvi Traustason) og Álasund (Aron Elís Þrándarson). Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins, sagði að leikir sem þessir væru þó afar dýrmætir, ekki síst fyrir leikmenn sem spila í Pepsi-deildinni á Íslandi þar sem það verður sífellt erfiðara að komast í landsliðið, ekki síst þar sem Ísland á nærri 100 atvinnumenn í knattspyrnu víða í Evrópu.Kynnast persónunum Lars Lagerbäck tók undir þetta og bætti við að þar sem Ísland eigi afar mikilvæga leiki fram undan á árinu sé nauðsynlegt að fá vináttulandsleiki sem má nota fyrir nýja leikmenn og tilraunastarfsemi. „Það er beinlínis hættulegt að setja óreynda leikmenn beint inn í mikilvæga leiki,“ sagði Lagerbäck í samtali við Fréttablaðið í gær. „Vináttulandsleikir skipta því gríðarlega miklu máli fyrir framtíðina því þar fá óreyndir landsliðsmenn, ungir sem og þeir eldri, tækifæri til að þróa sinn leik og kynnast landsliðsumhverfinu, þjálfurunum og okkar áherslum.“ Hann segir að þetta sé tækifæri fyrir þjálfarana til að kynnast nýjum leikmönnum og Lagerbäck er spenntur fyrir því. „Þarna fær maður tækifæri að sjá hvort þetta séu sterkar persónur, hvort maður þurfi að ýta við þeim eða segja þeim að reyna ekki of mikið. Ég hlakka til að kynnast þessum ungu leikmönnum, sérstaklega þeim sem stóðu sig svo vel með U-21 landsliðinu. Það verður gaman að sjá hvort þeir geta tekið þetta skref upp á við með A-landsliðinu.“Kannski get ég setið upp í stúku Lagerbäck segist afar spenntur fyrir því að hefja nýtt starfsár með landsliðinu en það gæti mögulega orðið hans síðasta með íslenska landsliðinu, komist það ekki áfram í lokakeppni EM sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. Hann segir að hann muni standa við þá ákvörðun að stíga til hliðar þegar samningur hans rennur út. „Ég verð að gera mér grein fyrir því hversu gamall ég er,“ segir hann og hlær. „Heimir er þar að auki með áframhaldandi samning og mun taka einn við liðinu fyrir næstu undankeppni. En ég útiloka ekkert – kannski get ég setið uppi í stúku og haft skoðun á því sem Heimir er að gera.“ Hann segist ekki hafa hugleitt hvað taki við hjá sér eftir að verkefni hans með íslenska landsliðinu lýkur.Átti yndislegt ár „Hvort ég verð áfram tengdur liðinu eða ekki verður bara að koma í ljós. Ég hef ekki hugleitt það. En vonandi gefst mér vit til að átta mig á því að líklega ætti ég bara að setjast í helgan stein,“ segir Lagerbäck og segir að hann hafi verið afar ánægður með nýliðið ár – sem og öll þrjú árin sem hann hafi starfað hjá KSÍ. „Ég naut hverrar mínútu. Þetta var yndislegt ár. Ég hef notið þess að starfa með leikmönnum, starfsmönnum KSÍ og fjölmiðlamönnum. Það er ótrúlegt hvað tíminn hefur liðið hratt en það er alveg ljóst að ég verð áfram mikill aðdáandi íslensks fótbolta um ókomin ár.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sex nýliðar í landsliðshópnum Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hópinn sem fer til Bandaríkjanna og spilar tvo æfingaleiki gegn Kanada. 9. janúar 2015 10:25 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Sjá meira
Sex nýliðar voru valdir í landslið Íslands sem mætir Kanada í tveimur æfingaleikjum sem fara fram í Flórída dagana 16. og 19. janúar. Þar að auki eru sjö leikmenn sem eiga einn landsleik að baki en í 23 manna landsliðshópi Íslands eiga aðeins þrír leikmenn meira en 20 leiki að baki. Það skýrist af því að leikirnir fara ekki fram á alþjóðlegum leikdögum og því verða viðkomandi félagslið að leggja blessun sína yfir að leikmennirnir gefi kost á sér í verkefnið. Átta erlend félög neituðu að gefa frá sér leikmenn í verkefnið – þeirra á meðal Vålarenga (Viðar Örn Kjartansson), Norrköping (Arnór Ingvi Traustason) og Álasund (Aron Elís Þrándarson). Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins, sagði að leikir sem þessir væru þó afar dýrmætir, ekki síst fyrir leikmenn sem spila í Pepsi-deildinni á Íslandi þar sem það verður sífellt erfiðara að komast í landsliðið, ekki síst þar sem Ísland á nærri 100 atvinnumenn í knattspyrnu víða í Evrópu.Kynnast persónunum Lars Lagerbäck tók undir þetta og bætti við að þar sem Ísland eigi afar mikilvæga leiki fram undan á árinu sé nauðsynlegt að fá vináttulandsleiki sem má nota fyrir nýja leikmenn og tilraunastarfsemi. „Það er beinlínis hættulegt að setja óreynda leikmenn beint inn í mikilvæga leiki,“ sagði Lagerbäck í samtali við Fréttablaðið í gær. „Vináttulandsleikir skipta því gríðarlega miklu máli fyrir framtíðina því þar fá óreyndir landsliðsmenn, ungir sem og þeir eldri, tækifæri til að þróa sinn leik og kynnast landsliðsumhverfinu, þjálfurunum og okkar áherslum.“ Hann segir að þetta sé tækifæri fyrir þjálfarana til að kynnast nýjum leikmönnum og Lagerbäck er spenntur fyrir því. „Þarna fær maður tækifæri að sjá hvort þetta séu sterkar persónur, hvort maður þurfi að ýta við þeim eða segja þeim að reyna ekki of mikið. Ég hlakka til að kynnast þessum ungu leikmönnum, sérstaklega þeim sem stóðu sig svo vel með U-21 landsliðinu. Það verður gaman að sjá hvort þeir geta tekið þetta skref upp á við með A-landsliðinu.“Kannski get ég setið upp í stúku Lagerbäck segist afar spenntur fyrir því að hefja nýtt starfsár með landsliðinu en það gæti mögulega orðið hans síðasta með íslenska landsliðinu, komist það ekki áfram í lokakeppni EM sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. Hann segir að hann muni standa við þá ákvörðun að stíga til hliðar þegar samningur hans rennur út. „Ég verð að gera mér grein fyrir því hversu gamall ég er,“ segir hann og hlær. „Heimir er þar að auki með áframhaldandi samning og mun taka einn við liðinu fyrir næstu undankeppni. En ég útiloka ekkert – kannski get ég setið uppi í stúku og haft skoðun á því sem Heimir er að gera.“ Hann segist ekki hafa hugleitt hvað taki við hjá sér eftir að verkefni hans með íslenska landsliðinu lýkur.Átti yndislegt ár „Hvort ég verð áfram tengdur liðinu eða ekki verður bara að koma í ljós. Ég hef ekki hugleitt það. En vonandi gefst mér vit til að átta mig á því að líklega ætti ég bara að setjast í helgan stein,“ segir Lagerbäck og segir að hann hafi verið afar ánægður með nýliðið ár – sem og öll þrjú árin sem hann hafi starfað hjá KSÍ. „Ég naut hverrar mínútu. Þetta var yndislegt ár. Ég hef notið þess að starfa með leikmönnum, starfsmönnum KSÍ og fjölmiðlamönnum. Það er ótrúlegt hvað tíminn hefur liðið hratt en það er alveg ljóst að ég verð áfram mikill aðdáandi íslensks fótbolta um ókomin ár.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sex nýliðar í landsliðshópnum Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hópinn sem fer til Bandaríkjanna og spilar tvo æfingaleiki gegn Kanada. 9. janúar 2015 10:25 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Sjá meira
Sex nýliðar í landsliðshópnum Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynnti í dag hópinn sem fer til Bandaríkjanna og spilar tvo æfingaleiki gegn Kanada. 9. janúar 2015 10:25
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn