Verk Páls Ragnars Pálssonar flutt í Berlínarfílharmóníunni Magnús Guðmundsson skrifar 6. janúar 2015 14:30 Verki Páls Ragnars Pálssonar í flutningi Berlínar- fílharmóníunnar var vel tekið. Mynd/úr einkasafni Fílharmónían í Berlín og strengjasveit Þýsk-skandinavísku fílharmóníunnar flutti verk Páls Ragnars Pálssonar, Dämmerung, fyrir fyrir sópran og strengjasveit þann 4. janúar síðastliðinn. Stjórnandi var Simone Bernandini. Texti verksins er ljóð eftir Melittu Urbancic (1902-1984). Melitta var austurrískur gyðingur sem flúði ásamt fjölskyldu sinni til Íslands árið 1938 og bjó þar til æviloka. Hún var með doktorsgráðu í bókmenntum, leikkona og skúlptúristi en engin leið var fyrir hana að koma list sinni á framfæri á Íslandi. Ljóð Melittu sáu ekki dagsins ljós fyrr en á síðasta ári þegar verk hennar voru gefin út í þýðingu Sölva Bjarnar Sigurðssonar í bókinni Frá hjara veraldar / Vom Rand der Welt. Tónleikarnir voru vel sóttir, yfir þúsund manns mættu og verkinu var vel tekið. Bernandini, sem stjórnaði verkinu, leikur á fiðlu með Fílharmóníusveit Berlínar og má segja að reynsla hans í nýrri tónlist hafi skilað sér beint í flutningi hljómsveitarinnar. Menning Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Fílharmónían í Berlín og strengjasveit Þýsk-skandinavísku fílharmóníunnar flutti verk Páls Ragnars Pálssonar, Dämmerung, fyrir fyrir sópran og strengjasveit þann 4. janúar síðastliðinn. Stjórnandi var Simone Bernandini. Texti verksins er ljóð eftir Melittu Urbancic (1902-1984). Melitta var austurrískur gyðingur sem flúði ásamt fjölskyldu sinni til Íslands árið 1938 og bjó þar til æviloka. Hún var með doktorsgráðu í bókmenntum, leikkona og skúlptúristi en engin leið var fyrir hana að koma list sinni á framfæri á Íslandi. Ljóð Melittu sáu ekki dagsins ljós fyrr en á síðasta ári þegar verk hennar voru gefin út í þýðingu Sölva Bjarnar Sigurðssonar í bókinni Frá hjara veraldar / Vom Rand der Welt. Tónleikarnir voru vel sóttir, yfir þúsund manns mættu og verkinu var vel tekið. Bernandini, sem stjórnaði verkinu, leikur á fiðlu með Fílharmóníusveit Berlínar og má segja að reynsla hans í nýrri tónlist hafi skilað sér beint í flutningi hljómsveitarinnar.
Menning Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira