Innlent

Fimm handteknir í tengslum við bankaránið

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fimm hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn á bankaráninu í útibúi Landsbankans í Borgartúni í gær. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Ekki hefur fengist staðfest hvort um ræningjana sjálfa sé að ræða.

Þrír voru handteknir í gærkvöldi og tveir til viðbótar í nótt. Aðgerðir lögreglu voru afar umfangsmiklar og var þyrla Landhelgisgæslunnar meðal annars notuð við leitina að mönnunum. Sérsveit lögreglu réðist til atlögu í íbúð í Stigahlíð á sjöunda tímanum, þar sem einn var handtekinn.

Ekki liggur fyrir hversu háa upphæð mennirnir komust á brott með í ráninu en samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum er um óverulega fjárhæð að ræða.


Tengdar fréttir

Bíllinn úr bankaráninu fannst í Barmahlíð

Hvítur sendiferðabíll sem tveir menn notuðu við vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst yfirgefinn í Barmahlíð upp úr klukkan hálf þrjú í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×