Ekki miklar líkur á 23 stiga frosti í Reykjavík á jóladag Birgir Olgeirsson skrifar 21. desember 2015 14:24 "Þessi villa í sjálfvirkum spám Veðurstofunnar er einstaklega hvimleið,“ segir Birta Líf. Vísir/Veðurlíf Ekki eru miklar líkur á 23 stiga frosti í Reykjavík á jóladag líkt og fyrstu spár gáfu til kynna. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur fjallar um þetta á bloggsíðu sinni Veðurlíf í dag þar sem hún segir stefna í talsvert frost á jóladag en segir þó litlar líkur á 23 stiga frosti. „Þessi villa í sjálfvirkum spám Veðurstofunnar er einstaklega hvimleið og eru veðurfræðingar sífellt að reyna að leiðrétta þetta. Ástæðan fyrir þessum spám um fimbulkulda á Reykjanesi er villa í líkaninu sem hefur reynst erfitt að leiðrétta. Líkanið gerir ráð fyrir meiri útgeislun en eðlilegt getur talist, en það ruglast þegar spáð er hægum vindi og snjó á jörðu, líkt og á jóladag. Þetta á eingöngu við um spár sem eru lengra en ca. 3 daga fram í tímann,“ segir Birta. Hún biður þó fólk um að efast ekki um að það verði kalt á landinu. Líkur eru á að frostið verði um 25 stig á hálendinu og Mývatni, jafnvel 20 stig í uppsveitum Sunnanlands og í Borgarfirði og innsveitir norðantil gætu séð yfir 20 stiga frost.Á jóladag stefnir í talsvert frost á öllu landinu, en þó er MJÖG ótrúverðugt að það verði 23 stiga frost í Reykjavík. Þ...Posted by Veðurlíf on Monday, December 21, 2015Veðurhorfur næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands: Á miðvikudag (Þorláksmessa): Norðan 8-15 m/s, en vestlægari syðst. Víða dálítil snjókoma eða él. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við S-ströndina. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Norðaustlæg átt 8-13 m/s og él, en að mestu þurrt á V-landi. Kólnar talsvert. Á föstudag (jóladagur): Norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en él við NA-ströndina og einnig syðst á landinu. Talsvert eða mikið frost. Á laugardag (annar í jólum): Suðaustlæg átt og stöku él, en þurrt og bjart fyrir norðan. Frost 0 til 12 stig, kaldast N-lands. Á sunnudag: Útlit fyrir austlæga átt og úrkomu um allt land. Hlýnar í veðri. Veður Tengdar fréttir Spá yfir 20 stiga frosti í Reykjavík á jóladag Kuldakast skellur á landinu á aðfangadag og afar kalt verður um allt land um jólin. 20. desember 2015 22:35 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Ekki eru miklar líkur á 23 stiga frosti í Reykjavík á jóladag líkt og fyrstu spár gáfu til kynna. Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur fjallar um þetta á bloggsíðu sinni Veðurlíf í dag þar sem hún segir stefna í talsvert frost á jóladag en segir þó litlar líkur á 23 stiga frosti. „Þessi villa í sjálfvirkum spám Veðurstofunnar er einstaklega hvimleið og eru veðurfræðingar sífellt að reyna að leiðrétta þetta. Ástæðan fyrir þessum spám um fimbulkulda á Reykjanesi er villa í líkaninu sem hefur reynst erfitt að leiðrétta. Líkanið gerir ráð fyrir meiri útgeislun en eðlilegt getur talist, en það ruglast þegar spáð er hægum vindi og snjó á jörðu, líkt og á jóladag. Þetta á eingöngu við um spár sem eru lengra en ca. 3 daga fram í tímann,“ segir Birta. Hún biður þó fólk um að efast ekki um að það verði kalt á landinu. Líkur eru á að frostið verði um 25 stig á hálendinu og Mývatni, jafnvel 20 stig í uppsveitum Sunnanlands og í Borgarfirði og innsveitir norðantil gætu séð yfir 20 stiga frost.Á jóladag stefnir í talsvert frost á öllu landinu, en þó er MJÖG ótrúverðugt að það verði 23 stiga frost í Reykjavík. Þ...Posted by Veðurlíf on Monday, December 21, 2015Veðurhorfur næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands: Á miðvikudag (Þorláksmessa): Norðan 8-15 m/s, en vestlægari syðst. Víða dálítil snjókoma eða él. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við S-ströndina. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Norðaustlæg átt 8-13 m/s og él, en að mestu þurrt á V-landi. Kólnar talsvert. Á föstudag (jóladagur): Norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en él við NA-ströndina og einnig syðst á landinu. Talsvert eða mikið frost. Á laugardag (annar í jólum): Suðaustlæg átt og stöku él, en þurrt og bjart fyrir norðan. Frost 0 til 12 stig, kaldast N-lands. Á sunnudag: Útlit fyrir austlæga átt og úrkomu um allt land. Hlýnar í veðri.
Veður Tengdar fréttir Spá yfir 20 stiga frosti í Reykjavík á jóladag Kuldakast skellur á landinu á aðfangadag og afar kalt verður um allt land um jólin. 20. desember 2015 22:35 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Spá yfir 20 stiga frosti í Reykjavík á jóladag Kuldakast skellur á landinu á aðfangadag og afar kalt verður um allt land um jólin. 20. desember 2015 22:35