Magnað að sjá hvernig Ólafía stóðst álagið Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. desember 2015 06:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilar önnur íslenskra kvenna á Evrópumótaröðinni í golfi á næsta ári og ferðast um heiminn. Vísir/daníel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, varð í gær önnur íslenska konan á eftir Önnu Maríu Jónsdóttur til að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröð kvenna í golfi. Ólafía spilaði lokahringinn á lokaúrtökumótinu í Marokkó á fjórum höggum undir pari og varð í 25.-27. sæti en 30 efstu kylfingarnir komust áfram. „Þetta er gríðarlega stór áfangi fyrir Ólafíu og íslenskt golf. Það er frábært að koma kylfingi á efsta stig atvinnumennskunnar,“ segir Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari Íslands í golfi, við Fréttablaðið. Árangur Ólafíu á árinu er magnaður en hún spilaði vel í næstefstu deild Evrópugolfsins og kláraði svo sitt fyrsta ár sem atvinnumaður með því að komast inn á Evrópumótaröðina sem er hæsta stigið í Evrópu. „Árangurinn í 2. deildinni sýndi að hún á fullt erindi í efstu deildina. Það voru þó nokkuð mörg mót í ár þar sem hún var á meðal tíu og fimmtán efstu. Það er góður mælikvarði á að þú hefur það sem þarf til að spila í efstu deildinni,“ segir Úlfar en Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir var einnig á lokaúrtökumótinu.Erfitt að komast inn „Hún stóð sig líka frábærlega í 2. deildinni í ár og bætti sig mikið á milli ára. Henni fataðist flugið aðeins á fjórða degi úrtökumótsins en hún hefur líka sýnt að hún á fullt erindi þarna inn. Það er frábært að vera komin með eina þarna inn og aðra sem bankar á dyrnar.“ Nokkur hundruð kylfingar hefja leik á úrtökumótunum og er baráttan um sætin 30 virkilega hörð. Ólafía spilaði hreint frábært golf á lokadeginum og sýndi mikil gæði. Til að gulltryggja sæti sitt fékk hún fugl á lokaholunni. „Þetta er gríðarleg hvatning fyrir Ólafíu fyrst og fremst. Hún sýndi að hún getur þetta. Það er svo mikil pressa og sía að reyna að komast þarna í gegn. Það er magnað að halda þetta út því það krefst mikils úthalds bæði andlega og líkamlega. Það var gaman að sjá að hún var með fulla stjórn á hlutunum,“ segir Úlfar.Kostnaðurinn mikill Ólafía mun keppa út um allan heim á næsta ári en það mun kosta sitt. Þó hún sé komin inn á Evrópumótaröðina þarf hún sjálf að standa straum af kostnaði við þátttöku á mótum. „Því miður er þetta ekki eins og í fótboltanum þar sem þú ert bara á samningi. Það er heldur ekkert í hendi með verðlaunafé. Það þarf að ná árangri til að afla tekna á mótaröðinni,“ segir Úlfar. Tekjurnar fyrir efstu konur á mótunum eru fínar en á Evrópumótaröð kvenna er barist um töluvert lægri fjárhæðir en hjá körlunum. Fyrsta mótið verður á Nýja-Sjálandi um miðjan febrúar þar sem kylfingarnir skipta á milli sín 200.000 evrum. Fyrsta mótið í Evrópumótaröð karla fór fram í nóvember og þar var heildarverðlaunafé ein og hálf milljón evra. „Ólafía hefur fengið góðan styrk frá Forskoti, afrekssjóði kylfinga, sem gerir henni kleift að standa í þessu. Svo fær hún góðan stuðning frá golfsambandinu, sínum heimaklúbbi og fjölskyldunni. Það þurfa margir að hjálpast að,“ segir Úlfar Jónsson. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn á leið á Evrópumótaröðina Spilaði frábærlega í dag og var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. 22. desember 2015 13:44 Ólafía önnur íslenska konan á Evrópumótaröðinni Hafnaði í 25.-27. sæti í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. 22. desember 2015 15:29 Ólafía komst áfram en Valdís er úr leik Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR á enn möguleika á því að komast á evrópsku mótaröð kvenna í golfi eftir að hún ein Íslendinga komst í gegnum niðurskurðinn á úrtökumóti fyrir mótaröðina. 22. desember 2015 08:03 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, varð í gær önnur íslenska konan á eftir Önnu Maríu Jónsdóttur til að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröð kvenna í golfi. Ólafía spilaði lokahringinn á lokaúrtökumótinu í Marokkó á fjórum höggum undir pari og varð í 25.-27. sæti en 30 efstu kylfingarnir komust áfram. „Þetta er gríðarlega stór áfangi fyrir Ólafíu og íslenskt golf. Það er frábært að koma kylfingi á efsta stig atvinnumennskunnar,“ segir Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari Íslands í golfi, við Fréttablaðið. Árangur Ólafíu á árinu er magnaður en hún spilaði vel í næstefstu deild Evrópugolfsins og kláraði svo sitt fyrsta ár sem atvinnumaður með því að komast inn á Evrópumótaröðina sem er hæsta stigið í Evrópu. „Árangurinn í 2. deildinni sýndi að hún á fullt erindi í efstu deildina. Það voru þó nokkuð mörg mót í ár þar sem hún var á meðal tíu og fimmtán efstu. Það er góður mælikvarði á að þú hefur það sem þarf til að spila í efstu deildinni,“ segir Úlfar en Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir var einnig á lokaúrtökumótinu.Erfitt að komast inn „Hún stóð sig líka frábærlega í 2. deildinni í ár og bætti sig mikið á milli ára. Henni fataðist flugið aðeins á fjórða degi úrtökumótsins en hún hefur líka sýnt að hún á fullt erindi þarna inn. Það er frábært að vera komin með eina þarna inn og aðra sem bankar á dyrnar.“ Nokkur hundruð kylfingar hefja leik á úrtökumótunum og er baráttan um sætin 30 virkilega hörð. Ólafía spilaði hreint frábært golf á lokadeginum og sýndi mikil gæði. Til að gulltryggja sæti sitt fékk hún fugl á lokaholunni. „Þetta er gríðarleg hvatning fyrir Ólafíu fyrst og fremst. Hún sýndi að hún getur þetta. Það er svo mikil pressa og sía að reyna að komast þarna í gegn. Það er magnað að halda þetta út því það krefst mikils úthalds bæði andlega og líkamlega. Það var gaman að sjá að hún var með fulla stjórn á hlutunum,“ segir Úlfar.Kostnaðurinn mikill Ólafía mun keppa út um allan heim á næsta ári en það mun kosta sitt. Þó hún sé komin inn á Evrópumótaröðina þarf hún sjálf að standa straum af kostnaði við þátttöku á mótum. „Því miður er þetta ekki eins og í fótboltanum þar sem þú ert bara á samningi. Það er heldur ekkert í hendi með verðlaunafé. Það þarf að ná árangri til að afla tekna á mótaröðinni,“ segir Úlfar. Tekjurnar fyrir efstu konur á mótunum eru fínar en á Evrópumótaröð kvenna er barist um töluvert lægri fjárhæðir en hjá körlunum. Fyrsta mótið verður á Nýja-Sjálandi um miðjan febrúar þar sem kylfingarnir skipta á milli sín 200.000 evrum. Fyrsta mótið í Evrópumótaröð karla fór fram í nóvember og þar var heildarverðlaunafé ein og hálf milljón evra. „Ólafía hefur fengið góðan styrk frá Forskoti, afrekssjóði kylfinga, sem gerir henni kleift að standa í þessu. Svo fær hún góðan stuðning frá golfsambandinu, sínum heimaklúbbi og fjölskyldunni. Það þurfa margir að hjálpast að,“ segir Úlfar Jónsson.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn á leið á Evrópumótaröðina Spilaði frábærlega í dag og var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. 22. desember 2015 13:44 Ólafía önnur íslenska konan á Evrópumótaröðinni Hafnaði í 25.-27. sæti í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. 22. desember 2015 15:29 Ólafía komst áfram en Valdís er úr leik Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR á enn möguleika á því að komast á evrópsku mótaröð kvenna í golfi eftir að hún ein Íslendinga komst í gegnum niðurskurðinn á úrtökumóti fyrir mótaröðina. 22. desember 2015 08:03 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Ólafía Þórunn á leið á Evrópumótaröðina Spilaði frábærlega í dag og var á meðal 30 efstu þegar hún kom í hús. 22. desember 2015 13:44
Ólafía önnur íslenska konan á Evrópumótaröðinni Hafnaði í 25.-27. sæti í lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. 22. desember 2015 15:29
Ólafía komst áfram en Valdís er úr leik Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR á enn möguleika á því að komast á evrópsku mótaröð kvenna í golfi eftir að hún ein Íslendinga komst í gegnum niðurskurðinn á úrtökumóti fyrir mótaröðina. 22. desember 2015 08:03