Fótbolti

Guardian setur Ísland fyrir ofan Rússland, Wales og Svíþjóð | 13. besta liðið á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það verður ekki auðvelt að mæta samheldnu íslensku liði á EM næsta sumar.
Það verður ekki auðvelt að mæta samheldnu íslensku liði á EM næsta sumar. Vísir/Vilhelm
Íslenska karlalandsliðið er með þrettánda besta landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi næsta sumar samkvæmt mati blaðamanna Guardian.

Það verður dregið í riðla fyrir lokakeppnina í París á laugardaginn. Guardian setur gestgjafa Frakka í efsta sætið.

Spánn, Þýskaland og Belgía koma í næstu sætum og Ítalir eru á undan Englendingum sem eru í sjötta sætinu hjá Guardian.

Íslenska landsliðið er í næsta sæti á eftir Tékkum og næstu þjóðir á eftir Íslandi eru Wales, Rússland, Sviss, Slóvakía og Svíþjóð.

„Ísland er fámennasta þjóðin sem kemst inn á stórmót en miðað við það að Ísland rétt missti af sæti á HM 2014 þá er ekki hægt að segja að þetta komi á óvart. Það er gott jafnvægi og skipulag hjá íslenska liðinu og leikmennirnir njóta þess greinilega að spila saman," segir í umfjöllun Guardian um íslenska liðið.

Ísland verður í fjórða styrkleikaflokki ásamt Tyrklandi, Írlandi, Wales, Albaníu og Norður Írlandi. Samkvæmt mati Guardian er íslenska landsliðið besta liðið sem er í fjórða styrkleikaflokknum og því ættu hin liðin að óska þess að sleppa við Ísland þegar dregið verður á laugardaginn.



Styrkleikalisti Guardian

1. Frakkland (7. sæti samkvæmt mati UEFA)

2. Spánn (2)

3. Þýskaland (1)

4. Belgía (5)

5. Ítalía (6)

6. England (3)

7. Króatía (11)

8. Portúgal (4)

9. Pólland (15)

10. Austurríki (10)

11. Úkraína (12)

12. Tékkland (13)

13. Ísland (21)

14. Wales (22)

15. Rússland (8)

16. Sviss (9)

17. Slóvakía (17)

18. Svíþjóð (14)

19. Tyrkland  (19)

20. Írland (20)

21. Norður Írland (24)

22. Ungverjaland (18)

23. Albanía (23)

24. Rúmenía (16)



Guardian býður einnig upp á það að prófa að það að draga í riðla en hægt er að gera það hér. Þá kemur einnig fram erfiðleikastuðull á hvern riðil.



Styrkleikalistarnir í drættinum á laugardaginn:

1. styrkleikaflokkur:

Frakkland

Spánn

Þýskaland

England

Portúgal

Belgía

2. styrkleikaflokkur:

Ítalía

Rússland

Sviss

Austurríki

Króatía

Úkraína

3. styrkleikaflokkur:

Tékkland

Svíþjóð

Pólland

Rúmenía

Slóvakía

Ungverjaland

4. styrkleikaflokkur:

Tyrkland

Írland

Ísland

Wales

Albanía

Norður Írland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×