Ætlar að styðja afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja: „Við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2015 09:31 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar næst að greiða atkvæði með því að öryrkjar og aldraðir fái afturvirkar hækkanir á bótum en í vikunni greiddi hann atkvæði gegn breytingatillögu minnihlutans á Alþingi við fjáraukalög sem hefðu hækkað bæturnar afturvirkt. Tillaga minnihlutans um sama efni við fjárlagafrumvarp næsta árs liggur fyrir þinginu. Á Facebook-síðu sinni í gær greindi Ásmundur frá því að hann hefði gert mistök með því að greiða atkvæði gegn tillögunni í vikunni, og hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þessi krafa er bara svo rík að við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu og ég segi bara að ég var ekki á tánum. Ég var ekki með allar upplýsingarnar fyrir framan mig til að geta staðið upp og gert grein fyrir atkvæði mínu og það hafa örugglega verið fleiri því svo um kvöldið fengum allir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ýmsar upplýsingar um stöðuna,“ segir Ásmundur sem segist hafa sent svarpóst á alla þingmenn þar sem hann sagði að það væri of seint að senda slökkviliðið á vettvang þegar húsið væri brunnið. Ásmundur segist hafa verið mikill baráttumaður fyrir aldraða og öryrkja en nú sé hann málaður upp sem vondi kallinn. „Mér líður illa með þetta, ég bara viðurkenni það.“ Hann segir að það eigi að leita leiða til að taka eitthvað af þeirri hækkun bóta sem koma á til framkvæmda þann 1. janúar og færa til 1. júní. „Þá kæmi einhver hækkun svipuð hækkun og var í samningunum þá og svo kæmi restin af þessum 9,7 prósentum til framkvæmda núna. Ég gæti trúað því að þetta gæti kostað svona 2,5 til 3 milljarða en svo kæmi einhverjar 800 milljónir til baka í formi skatta.“ Hlusta má á viðtalið við Ásmund í spilaranum hér að ofan.Að gera betur.Það hefur tekist á í höfðinu á mér af hverju ég var ekki betur undirbúin í umræðuna um bætur...Posted by Ásmundur Friðriksson on Thursday, 10 December 2015 Alþingi Tengdar fréttir Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23 „Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar næst að greiða atkvæði með því að öryrkjar og aldraðir fái afturvirkar hækkanir á bótum en í vikunni greiddi hann atkvæði gegn breytingatillögu minnihlutans á Alþingi við fjáraukalög sem hefðu hækkað bæturnar afturvirkt. Tillaga minnihlutans um sama efni við fjárlagafrumvarp næsta árs liggur fyrir þinginu. Á Facebook-síðu sinni í gær greindi Ásmundur frá því að hann hefði gert mistök með því að greiða atkvæði gegn tillögunni í vikunni, og hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þessi krafa er bara svo rík að við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu og ég segi bara að ég var ekki á tánum. Ég var ekki með allar upplýsingarnar fyrir framan mig til að geta staðið upp og gert grein fyrir atkvæði mínu og það hafa örugglega verið fleiri því svo um kvöldið fengum allir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ýmsar upplýsingar um stöðuna,“ segir Ásmundur sem segist hafa sent svarpóst á alla þingmenn þar sem hann sagði að það væri of seint að senda slökkviliðið á vettvang þegar húsið væri brunnið. Ásmundur segist hafa verið mikill baráttumaður fyrir aldraða og öryrkja en nú sé hann málaður upp sem vondi kallinn. „Mér líður illa með þetta, ég bara viðurkenni það.“ Hann segir að það eigi að leita leiða til að taka eitthvað af þeirri hækkun bóta sem koma á til framkvæmda þann 1. janúar og færa til 1. júní. „Þá kæmi einhver hækkun svipuð hækkun og var í samningunum þá og svo kæmi restin af þessum 9,7 prósentum til framkvæmda núna. Ég gæti trúað því að þetta gæti kostað svona 2,5 til 3 milljarða en svo kæmi einhverjar 800 milljónir til baka í formi skatta.“ Hlusta má á viðtalið við Ásmund í spilaranum hér að ofan.Að gera betur.Það hefur tekist á í höfðinu á mér af hverju ég var ekki betur undirbúin í umræðuna um bætur...Posted by Ásmundur Friðriksson on Thursday, 10 December 2015
Alþingi Tengdar fréttir Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23 „Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23
„Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47