Þinglok í fullkominni óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2015 14:12 Enn sér ekki fyrir endann á annarri umræðu fjárlaga sem nú þegar hefur staðið yfir í um 30 klukkustundir. Stjórnarandstaðan þrýstir m.a. á um aukin framlög til lífeyrisþega og að útvarpsgjald verði ekki lækkað en frumvarp menntamála sem dregur lækkunina til baka hefur setið fast í ríkisstjórn í þrjár vikur. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti þingstörfum fyrir jól að ljúka í dag en ómögulegt er að segja hvenær þingstöfum lýkur miðað við andrúmsloftið á Alþingi. Önnur umræða fjárlaga stóð langt fram á nótt annan daginn í röð og við upphaf þingfundar í morgun lagði Einar K. Guðfinsson forseti Alþingis til að þingfundur í dag geti staðið fram á kvöld eða nótt. Stjórnarandstaðan mótmælti þeirri tillögu. „11. desember er í dag. Starfsáætlun er lokið og það er töluvet eftir. Þótt allir samningar tækjust núna á næsta klukkutíma ættum við nokkra daga í land með að ljúka þinghaldi fyrir jól,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar tók í svipaðan streng. „Ég bara minni á að það hefur engu skilað umræðunni að halda hér áfram á næturnar undanfarið. Ég ítreka þá yfirlýsingu að verði þingmönnum Samfylkimgarinnar boðið upp á það að flytja ræður sínar hér að næturlagi munu þeir endurflytja þær í dagsbirtu,“ sagði Helgi. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis telur umræðuna nú þegar hafa tekið drjúgan tíma. „Þessi umræða hefur nú staði-ð í eitthvað yfir þrjátíu klukkutíma. Sem er með því lengsta sem gengur og gerist með aðra umræðu fjárlaga. Þá er það ætlun forseta að reyna að nýta þennan dag til þess að hægt sé að ljúka annarri umræðu fjárlaga. Það er markmið forseta með þessari beiðni hér,“ sagði Einar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar þrýsta á ýmsar breytingar á fjárlagafrumvarpinu t.a.m. varðandi lífeyrisgreiðslur, framlög til Landspítalans og að útvarpsgjald verði ekki lækkað á næsta ári en til þess þarf frumvarp menntamálaráðherra þar að lútandi að koma fram á þinginu. Það var ekki afgreitt út úr ríkisstjórn í morgun þar sem það hefur verið fast í þrjár vikur. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins studdi tillögu forseta um kvöld- og næturfund. „Ég er tilbúinn hvenær sem er til að setjast niður með þingflokksformönnum stjórnarandstöðunnar til að freista þess að hægt sé að semja um hvenær hægt sé að ljúka þeirri umræðu sem hér er á dagskrá,“ sagði Ásmundur Einar en bætti við að lítill samningsvilji væri meðal stjórnarandstöðunnar. Brynhildur Pétursdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar gagnrýndi slægleg vinnubrögð stjórnarflokkanna í fjárlagavinnunni. „Við erum hér með eldgamla flokka sem hafa örugglega gert þetta hundrað sinnum áður. Ég skil ekki að við séum ennþá í þessum pakka. Vissu menn ekki í júlí að það þarf meira fé í vegasamgöngur? Eða meira fé í flóttamannamálin,“ spurði Brynhildur. Aldursforseti þingsins Steingrímur J. Sigfússon undraðist ákvörðun forseta um kvöldfund, þar sem hefð hafi verið fyrir því á Alþingi að funda ekki tvö kvöld í röð en nú ætti að funda þriðja kvöldið í röð. „Það er rétt að rifja það þá upp að sú hefð var líka til staðar varðandi aðra umræðu fjárlaga að henni lauk nánast alltaf á sama sólarhringnum og hún hófst,“ sagði Einar. En eftir athugasemdir utan úr sal bætti hann við: „Nánast alltaf, það er rétt, nánast alltaf.“ Helgi Hjörvar greip þessi ummæli forseta á lofti. „Hér á Alþingi byggjum við á þeim hefðum sem forseti Alþingis markar. Líka þeim sem hann sem þingmaður markaði hér haustið 2012 með fimmtíu og einnrar klukkustundar umræðu um fjárlagafrumvarpið þá,“ sagði Helgi. Alþingi Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
Enn sér ekki fyrir endann á annarri umræðu fjárlaga sem nú þegar hefur staðið yfir í um 30 klukkustundir. Stjórnarandstaðan þrýstir m.a. á um aukin framlög til lífeyrisþega og að útvarpsgjald verði ekki lækkað en frumvarp menntamála sem dregur lækkunina til baka hefur setið fast í ríkisstjórn í þrjár vikur. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti þingstörfum fyrir jól að ljúka í dag en ómögulegt er að segja hvenær þingstöfum lýkur miðað við andrúmsloftið á Alþingi. Önnur umræða fjárlaga stóð langt fram á nótt annan daginn í röð og við upphaf þingfundar í morgun lagði Einar K. Guðfinsson forseti Alþingis til að þingfundur í dag geti staðið fram á kvöld eða nótt. Stjórnarandstaðan mótmælti þeirri tillögu. „11. desember er í dag. Starfsáætlun er lokið og það er töluvet eftir. Þótt allir samningar tækjust núna á næsta klukkutíma ættum við nokkra daga í land með að ljúka þinghaldi fyrir jól,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar tók í svipaðan streng. „Ég bara minni á að það hefur engu skilað umræðunni að halda hér áfram á næturnar undanfarið. Ég ítreka þá yfirlýsingu að verði þingmönnum Samfylkimgarinnar boðið upp á það að flytja ræður sínar hér að næturlagi munu þeir endurflytja þær í dagsbirtu,“ sagði Helgi. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis telur umræðuna nú þegar hafa tekið drjúgan tíma. „Þessi umræða hefur nú staði-ð í eitthvað yfir þrjátíu klukkutíma. Sem er með því lengsta sem gengur og gerist með aðra umræðu fjárlaga. Þá er það ætlun forseta að reyna að nýta þennan dag til þess að hægt sé að ljúka annarri umræðu fjárlaga. Það er markmið forseta með þessari beiðni hér,“ sagði Einar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar þrýsta á ýmsar breytingar á fjárlagafrumvarpinu t.a.m. varðandi lífeyrisgreiðslur, framlög til Landspítalans og að útvarpsgjald verði ekki lækkað á næsta ári en til þess þarf frumvarp menntamálaráðherra þar að lútandi að koma fram á þinginu. Það var ekki afgreitt út úr ríkisstjórn í morgun þar sem það hefur verið fast í þrjár vikur. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins studdi tillögu forseta um kvöld- og næturfund. „Ég er tilbúinn hvenær sem er til að setjast niður með þingflokksformönnum stjórnarandstöðunnar til að freista þess að hægt sé að semja um hvenær hægt sé að ljúka þeirri umræðu sem hér er á dagskrá,“ sagði Ásmundur Einar en bætti við að lítill samningsvilji væri meðal stjórnarandstöðunnar. Brynhildur Pétursdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar gagnrýndi slægleg vinnubrögð stjórnarflokkanna í fjárlagavinnunni. „Við erum hér með eldgamla flokka sem hafa örugglega gert þetta hundrað sinnum áður. Ég skil ekki að við séum ennþá í þessum pakka. Vissu menn ekki í júlí að það þarf meira fé í vegasamgöngur? Eða meira fé í flóttamannamálin,“ spurði Brynhildur. Aldursforseti þingsins Steingrímur J. Sigfússon undraðist ákvörðun forseta um kvöldfund, þar sem hefð hafi verið fyrir því á Alþingi að funda ekki tvö kvöld í röð en nú ætti að funda þriðja kvöldið í röð. „Það er rétt að rifja það þá upp að sú hefð var líka til staðar varðandi aðra umræðu fjárlaga að henni lauk nánast alltaf á sama sólarhringnum og hún hófst,“ sagði Einar. En eftir athugasemdir utan úr sal bætti hann við: „Nánast alltaf, það er rétt, nánast alltaf.“ Helgi Hjörvar greip þessi ummæli forseta á lofti. „Hér á Alþingi byggjum við á þeim hefðum sem forseti Alþingis markar. Líka þeim sem hann sem þingmaður markaði hér haustið 2012 með fimmtíu og einnrar klukkustundar umræðu um fjárlagafrumvarpið þá,“ sagði Helgi.
Alþingi Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira