Þinglok í fullkominni óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2015 14:12 Enn sér ekki fyrir endann á annarri umræðu fjárlaga sem nú þegar hefur staðið yfir í um 30 klukkustundir. Stjórnarandstaðan þrýstir m.a. á um aukin framlög til lífeyrisþega og að útvarpsgjald verði ekki lækkað en frumvarp menntamála sem dregur lækkunina til baka hefur setið fast í ríkisstjórn í þrjár vikur. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti þingstörfum fyrir jól að ljúka í dag en ómögulegt er að segja hvenær þingstöfum lýkur miðað við andrúmsloftið á Alþingi. Önnur umræða fjárlaga stóð langt fram á nótt annan daginn í röð og við upphaf þingfundar í morgun lagði Einar K. Guðfinsson forseti Alþingis til að þingfundur í dag geti staðið fram á kvöld eða nótt. Stjórnarandstaðan mótmælti þeirri tillögu. „11. desember er í dag. Starfsáætlun er lokið og það er töluvet eftir. Þótt allir samningar tækjust núna á næsta klukkutíma ættum við nokkra daga í land með að ljúka þinghaldi fyrir jól,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar tók í svipaðan streng. „Ég bara minni á að það hefur engu skilað umræðunni að halda hér áfram á næturnar undanfarið. Ég ítreka þá yfirlýsingu að verði þingmönnum Samfylkimgarinnar boðið upp á það að flytja ræður sínar hér að næturlagi munu þeir endurflytja þær í dagsbirtu,“ sagði Helgi. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis telur umræðuna nú þegar hafa tekið drjúgan tíma. „Þessi umræða hefur nú staði-ð í eitthvað yfir þrjátíu klukkutíma. Sem er með því lengsta sem gengur og gerist með aðra umræðu fjárlaga. Þá er það ætlun forseta að reyna að nýta þennan dag til þess að hægt sé að ljúka annarri umræðu fjárlaga. Það er markmið forseta með þessari beiðni hér,“ sagði Einar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar þrýsta á ýmsar breytingar á fjárlagafrumvarpinu t.a.m. varðandi lífeyrisgreiðslur, framlög til Landspítalans og að útvarpsgjald verði ekki lækkað á næsta ári en til þess þarf frumvarp menntamálaráðherra þar að lútandi að koma fram á þinginu. Það var ekki afgreitt út úr ríkisstjórn í morgun þar sem það hefur verið fast í þrjár vikur. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins studdi tillögu forseta um kvöld- og næturfund. „Ég er tilbúinn hvenær sem er til að setjast niður með þingflokksformönnum stjórnarandstöðunnar til að freista þess að hægt sé að semja um hvenær hægt sé að ljúka þeirri umræðu sem hér er á dagskrá,“ sagði Ásmundur Einar en bætti við að lítill samningsvilji væri meðal stjórnarandstöðunnar. Brynhildur Pétursdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar gagnrýndi slægleg vinnubrögð stjórnarflokkanna í fjárlagavinnunni. „Við erum hér með eldgamla flokka sem hafa örugglega gert þetta hundrað sinnum áður. Ég skil ekki að við séum ennþá í þessum pakka. Vissu menn ekki í júlí að það þarf meira fé í vegasamgöngur? Eða meira fé í flóttamannamálin,“ spurði Brynhildur. Aldursforseti þingsins Steingrímur J. Sigfússon undraðist ákvörðun forseta um kvöldfund, þar sem hefð hafi verið fyrir því á Alþingi að funda ekki tvö kvöld í röð en nú ætti að funda þriðja kvöldið í röð. „Það er rétt að rifja það þá upp að sú hefð var líka til staðar varðandi aðra umræðu fjárlaga að henni lauk nánast alltaf á sama sólarhringnum og hún hófst,“ sagði Einar. En eftir athugasemdir utan úr sal bætti hann við: „Nánast alltaf, það er rétt, nánast alltaf.“ Helgi Hjörvar greip þessi ummæli forseta á lofti. „Hér á Alþingi byggjum við á þeim hefðum sem forseti Alþingis markar. Líka þeim sem hann sem þingmaður markaði hér haustið 2012 með fimmtíu og einnrar klukkustundar umræðu um fjárlagafrumvarpið þá,“ sagði Helgi. Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Enn sér ekki fyrir endann á annarri umræðu fjárlaga sem nú þegar hefur staðið yfir í um 30 klukkustundir. Stjórnarandstaðan þrýstir m.a. á um aukin framlög til lífeyrisþega og að útvarpsgjald verði ekki lækkað en frumvarp menntamála sem dregur lækkunina til baka hefur setið fast í ríkisstjórn í þrjár vikur. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti þingstörfum fyrir jól að ljúka í dag en ómögulegt er að segja hvenær þingstöfum lýkur miðað við andrúmsloftið á Alþingi. Önnur umræða fjárlaga stóð langt fram á nótt annan daginn í röð og við upphaf þingfundar í morgun lagði Einar K. Guðfinsson forseti Alþingis til að þingfundur í dag geti staðið fram á kvöld eða nótt. Stjórnarandstaðan mótmælti þeirri tillögu. „11. desember er í dag. Starfsáætlun er lokið og það er töluvet eftir. Þótt allir samningar tækjust núna á næsta klukkutíma ættum við nokkra daga í land með að ljúka þinghaldi fyrir jól,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar tók í svipaðan streng. „Ég bara minni á að það hefur engu skilað umræðunni að halda hér áfram á næturnar undanfarið. Ég ítreka þá yfirlýsingu að verði þingmönnum Samfylkimgarinnar boðið upp á það að flytja ræður sínar hér að næturlagi munu þeir endurflytja þær í dagsbirtu,“ sagði Helgi. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis telur umræðuna nú þegar hafa tekið drjúgan tíma. „Þessi umræða hefur nú staði-ð í eitthvað yfir þrjátíu klukkutíma. Sem er með því lengsta sem gengur og gerist með aðra umræðu fjárlaga. Þá er það ætlun forseta að reyna að nýta þennan dag til þess að hægt sé að ljúka annarri umræðu fjárlaga. Það er markmið forseta með þessari beiðni hér,“ sagði Einar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar þrýsta á ýmsar breytingar á fjárlagafrumvarpinu t.a.m. varðandi lífeyrisgreiðslur, framlög til Landspítalans og að útvarpsgjald verði ekki lækkað á næsta ári en til þess þarf frumvarp menntamálaráðherra þar að lútandi að koma fram á þinginu. Það var ekki afgreitt út úr ríkisstjórn í morgun þar sem það hefur verið fast í þrjár vikur. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins studdi tillögu forseta um kvöld- og næturfund. „Ég er tilbúinn hvenær sem er til að setjast niður með þingflokksformönnum stjórnarandstöðunnar til að freista þess að hægt sé að semja um hvenær hægt sé að ljúka þeirri umræðu sem hér er á dagskrá,“ sagði Ásmundur Einar en bætti við að lítill samningsvilji væri meðal stjórnarandstöðunnar. Brynhildur Pétursdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar gagnrýndi slægleg vinnubrögð stjórnarflokkanna í fjárlagavinnunni. „Við erum hér með eldgamla flokka sem hafa örugglega gert þetta hundrað sinnum áður. Ég skil ekki að við séum ennþá í þessum pakka. Vissu menn ekki í júlí að það þarf meira fé í vegasamgöngur? Eða meira fé í flóttamannamálin,“ spurði Brynhildur. Aldursforseti þingsins Steingrímur J. Sigfússon undraðist ákvörðun forseta um kvöldfund, þar sem hefð hafi verið fyrir því á Alþingi að funda ekki tvö kvöld í röð en nú ætti að funda þriðja kvöldið í röð. „Það er rétt að rifja það þá upp að sú hefð var líka til staðar varðandi aðra umræðu fjárlaga að henni lauk nánast alltaf á sama sólarhringnum og hún hófst,“ sagði Einar. En eftir athugasemdir utan úr sal bætti hann við: „Nánast alltaf, það er rétt, nánast alltaf.“ Helgi Hjörvar greip þessi ummæli forseta á lofti. „Hér á Alþingi byggjum við á þeim hefðum sem forseti Alþingis markar. Líka þeim sem hann sem þingmaður markaði hér haustið 2012 með fimmtíu og einnrar klukkustundar umræðu um fjárlagafrumvarpið þá,“ sagði Helgi.
Alþingi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira