Og svo tjöllum við okkur í rallið er besti bókartitill ársins 2015 Magnús Guðmundsson skrifar 12. desember 2015 11:00 Og svo tjöllum við okkur í rallið er besti bókartitill ársins 2015 að mati álitsgjafa okkar. Titill bókar getur haft mikið að segja um fyrstu upplifun lesenda og því skelltum við okkur í að skoða hverjir eru bestu og verstu titlar ársins 2015 að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Það ætti þó enginn að láta þennan létta leik ráða för við lestur jólabókanna enda er þetta bara til gamans gert og vonandi sárnar engum gjörningurinn.Besti bókartitill ársins: 1. sætiOg svo tjöllum við okkur í rallið eftir Guðmund Andra Thorsteinsson„Skemmtilegur og hlýlegur titill“ „Titill sem er fullur af leik og skemmtilegheitum og er í senn eitthvað svo freistandi því mann langar til þess að vita meira. Algjör snilld!“„Hlýlegur bókartitill sem kallast á við ljósmyndina af þeim feðgum á bókarkápunni.“ 2. sætiHin hálu þrep – lífshlaup mitt eftir Bjarna Bernharð Bjarnason„Glæsilegur titill og með snjalla tilvísun í efni bókarinnar.“ „Það hlýtur að vera safarík saga á bak við þennan titil. Freistandi og ljóðrænt.“3. sætiEitthvað á stærð við alheiminn eftir Jón Kalman Stefánsson„Fallegur titill sem vekur forvitni.“Versti bókartitill ársins:1. sætiSjóveikur í München eftir Hallgrím Helgason„Ég veit það ekki, en í hvert sinn sem ég heyri minnst á Sjóveikur í München eftir Hallgrím Helgason, verður mér hugsað til Vaknað í Brussel, eftir Betu rokk. Það eru ekki góð hugrenningatengsl.“ „Þarfnast það útskýringa?“ „Sjóveiki og München saman í titli er ekki aðlaðandi. Þá væri ég frekar til í að vera bílveikur í Búdapest.“2. sætiBrynhildur Georgía Björnsson eftir Ragnhildi Thorlacius„Bók um konu sem átti einstaklega litríka og ævintýralega ævi en titillinn er eins og upphafið á skýrslu hagstofunnar. Andleysi ársins.“ „Hefði ekki mátt finna eitthvað einkennandi fyrir þessa merkilegu konu í bókartitil? Það finnst mér. Af nógu er að taka.“3. sætiStúlka með höfuð eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur„Þetta blekkir mann aðeins því kápan er falleg. En ef þú spáir í titilinn einan og sér, þá meikar hann algjörlega engan sens.“ „Æ, það er eitthvað svo skelfing áreynslukennt við þetta.“Þessir titlar komu einnig talsvert til álita:Þá hló Skúli eftir Óskar Guðmundsson„Ha Skúli, hvaða Skúli, fógetinn eða rafvirkinn? Forvitnilegur maður sjálfsagt en einstaklega óspennandi, vísun í Þá hló þingheimur sem er enn þá verra.“Litlar byltingar, draumar um betri daga eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur „Litlar byltingar eru einhvern veginn óspennandi og það er eitthvað vælulegt við undirtitilinn.“Hvað með börnin? eftir Hugleik Dagsson„Já, hvað með þau? Þau fá að minnsta kosti örugglega ekki að blaða í þessari bók dónakallsins Hugleiks Dagssonar, en fyndinn er hann. Titillinn og Hugleikur.“Álitsgjafar: Hildur Sigurðardóttir, grafískur hönnuður, Ólöf Birna Garðarsdóttir, grafískur hönnuður, Ólöf Skaftadóttir blaðamaður, Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður, Jakob Bjarnar Grétarson blaðamaður, Hilmar Þorsteinn Hilmarsson, grafískur hönnuður, Margeir Gunnar Sigurðsson bóksali, Jón Kaldal ritstjóri, Þorsteinn Joð Vilhjálmsson kvikmyndagerðarmaður. Fréttir ársins 2015 Menning Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Titill bókar getur haft mikið að segja um fyrstu upplifun lesenda og því skelltum við okkur í að skoða hverjir eru bestu og verstu titlar ársins 2015 að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Það ætti þó enginn að láta þennan létta leik ráða för við lestur jólabókanna enda er þetta bara til gamans gert og vonandi sárnar engum gjörningurinn.Besti bókartitill ársins: 1. sætiOg svo tjöllum við okkur í rallið eftir Guðmund Andra Thorsteinsson„Skemmtilegur og hlýlegur titill“ „Titill sem er fullur af leik og skemmtilegheitum og er í senn eitthvað svo freistandi því mann langar til þess að vita meira. Algjör snilld!“„Hlýlegur bókartitill sem kallast á við ljósmyndina af þeim feðgum á bókarkápunni.“ 2. sætiHin hálu þrep – lífshlaup mitt eftir Bjarna Bernharð Bjarnason„Glæsilegur titill og með snjalla tilvísun í efni bókarinnar.“ „Það hlýtur að vera safarík saga á bak við þennan titil. Freistandi og ljóðrænt.“3. sætiEitthvað á stærð við alheiminn eftir Jón Kalman Stefánsson„Fallegur titill sem vekur forvitni.“Versti bókartitill ársins:1. sætiSjóveikur í München eftir Hallgrím Helgason„Ég veit það ekki, en í hvert sinn sem ég heyri minnst á Sjóveikur í München eftir Hallgrím Helgason, verður mér hugsað til Vaknað í Brussel, eftir Betu rokk. Það eru ekki góð hugrenningatengsl.“ „Þarfnast það útskýringa?“ „Sjóveiki og München saman í titli er ekki aðlaðandi. Þá væri ég frekar til í að vera bílveikur í Búdapest.“2. sætiBrynhildur Georgía Björnsson eftir Ragnhildi Thorlacius„Bók um konu sem átti einstaklega litríka og ævintýralega ævi en titillinn er eins og upphafið á skýrslu hagstofunnar. Andleysi ársins.“ „Hefði ekki mátt finna eitthvað einkennandi fyrir þessa merkilegu konu í bókartitil? Það finnst mér. Af nógu er að taka.“3. sætiStúlka með höfuð eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur„Þetta blekkir mann aðeins því kápan er falleg. En ef þú spáir í titilinn einan og sér, þá meikar hann algjörlega engan sens.“ „Æ, það er eitthvað svo skelfing áreynslukennt við þetta.“Þessir titlar komu einnig talsvert til álita:Þá hló Skúli eftir Óskar Guðmundsson„Ha Skúli, hvaða Skúli, fógetinn eða rafvirkinn? Forvitnilegur maður sjálfsagt en einstaklega óspennandi, vísun í Þá hló þingheimur sem er enn þá verra.“Litlar byltingar, draumar um betri daga eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur „Litlar byltingar eru einhvern veginn óspennandi og það er eitthvað vælulegt við undirtitilinn.“Hvað með börnin? eftir Hugleik Dagsson„Já, hvað með þau? Þau fá að minnsta kosti örugglega ekki að blaða í þessari bók dónakallsins Hugleiks Dagssonar, en fyndinn er hann. Titillinn og Hugleikur.“Álitsgjafar: Hildur Sigurðardóttir, grafískur hönnuður, Ólöf Birna Garðarsdóttir, grafískur hönnuður, Ólöf Skaftadóttir blaðamaður, Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður, Jakob Bjarnar Grétarson blaðamaður, Hilmar Þorsteinn Hilmarsson, grafískur hönnuður, Margeir Gunnar Sigurðsson bóksali, Jón Kaldal ritstjóri, Þorsteinn Joð Vilhjálmsson kvikmyndagerðarmaður.
Fréttir ársins 2015 Menning Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira